Innlent

Ísland í dag: „Þessu á ekki að fylgja skömm, þú ert bara að binda enda á ákveðið ferli"

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra hefur falið starfsfólki heilbrigðisráðuneytisins að endurskoða löggjöf um fóstureyðingar.

Löggjöfin er frá 1975, og var hún til umræðu í Íslandi í dag. Þar er meðal annars kveðið á um að tveir heilbrigðisstarfsmenn þurfi að samþykkja beiðni um fóstureyðingu.

Rætt var við Maríu Lilju Þrastardóttur, blaðakonu, sem hefur skrifað opinskátt um reynslu sína af ferlinu. Hún segist hafa upplifað niðurlægingu við það að þurfa þetta samþykki. Spurningar af spurningalista hafi henni þótt óþægilegar og óviðeigandi.

Viðtal við Maríu Lilju má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×