Innlent

Bjarni vill auðvelda erlendum tæknisérfræðingum að koma til landsins

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Til skoðunar í ráðuneytinu hvernig út frá skattalegum forsendum.
Til skoðunar í ráðuneytinu hvernig út frá skattalegum forsendum. Vísir/Vilhelm
Auðvelda á fyrirtækjum að laða að erlenda sérfræðinga í tækni- og rannsóknum hingað til lands. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að leggja fram frumvarp þess efnis í vetur. Þetta sagði hann á tækni- og hugverkaþingi síðastliðinn föstudag. 

Í tilkynningu á vef ráðuneytisins kemur fram að Bjarni hafi sagt að einn liður í því að skapa gott umhverfi fyrir þennan geira væri að geta laðað til landsins erlenda sérfræðinga og í því skyni þyrfti að huga að breytingum á ýmsum sviðum. 

Nefndi hann regluverk vega innflytjenda og í menntamálum. Þetta væri í skoðun í ráðuneytinu út frá skattalegum forsendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×