„Höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 15:23 Björgunarsveitir voru líkt og endranær á vaktinni í alla nótt og áttu án efa sinn þátt í að lágmarka tjón vegna óveðursins. Vísir/Auðunn Forsvarsmenn tryggingarfélaganna Sjóvá, VÍS og TM segja allir að svo virðist sem að minna tjón hafi orðið í óveðrinu í gær og í nótt en búast mátti við og ekki hafi mikið af tilkynningum komið inn það sem af er degi. Augljóst sé að fólk hafi meira og minna farið eftir tilmælum Almannavarna en þó er gert ráð fyrir að tjónatilkynningum fjölgi á næstu dögum. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvá, segir að dagurinn hafi verið frekar rólegur þó að eitthvað að tjónatilkynningum hafi dottið inn á borð til þeirra en ef til vill færri en mátti búast við. „Við höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel og farið eftir fyrirmælum,“ en Sigurjón býst þó við að tilkynningum eigi eftir að fjölga þegar á líður, fólk átti sig betur á stöðunni og hvað hafi skemmst.Veitingaskúr við Seljalandsfoss splúndraðist í óveðrinu í nótt.Vísir/Friðrik ÞórEkkert stórt komið inn á borð VÍS Það sama segir Sigrún A. Þorsteinsddótir, sérfræðingur hjá VÍS. Dagurinn hafi verið rólegur hjá þeim og engar stórar tjónatilkynningar komið inn til þeirra. „Þetta hefur mest verið þakplötur, þakkantar og því um líkt. Fólk tekur sér yfirleitt tíma í að meta þetta og þetta á eftir að skýrast.“ Hún tekur undir ummæli Sigurjóns hjá Sjóvá um að betur hafi farið en búist var við og augljóst hafi verið að fólk hafi farið eftir tilmælum Almannavarna og fleiri um að ganga vel frá lausum hlutum og vera ekki á ferðinni að óþörfu. „Okkar tilfinning er að fólk hafi farið eftir tilmælum og ég sá það kannski best þegar ég kom heim í gær, þá var búið að leggja flestum bílum upp í vindinn eins og mælst var til.“Grindverk fór í gegnum bílrúðu í gærkvöldi.Lekamál áberandi hjá TMÞað var að vísu í nógu að snúast hjá TM í morgun en þar var fyrst og fremst um að ræða tjónatilkynningar vegna vatnstjóns. „Þetta var líflegur morgun og það voru allskonar lekamál áberandi eftir að það hlánaði,“ segir Ragnheiður Dögg Arnardóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá TM. „Við gerum ráð fyrir að stærri málin, þessi óveðursmál, komi í ljós þegar fólk er búið að meta stöðuna.“ Öll vildu þau minna á að þótt að ekki væri spáð óveðri næstu dagana væri mikilvægt að vera meðvitaður um þær hættur sem geta skapast þegar fer að hlána líkt og í dag. Mikilvægt væri að huga að því að tryggja það að vatn hefði greiða leið af niðurföllum, að moka af svölum og flötum þokum til að koma í veg fyrir leka. Veður Tengdar fréttir Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59 Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56 Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Forsvarsmenn tryggingarfélaganna Sjóvá, VÍS og TM segja allir að svo virðist sem að minna tjón hafi orðið í óveðrinu í gær og í nótt en búast mátti við og ekki hafi mikið af tilkynningum komið inn það sem af er degi. Augljóst sé að fólk hafi meira og minna farið eftir tilmælum Almannavarna en þó er gert ráð fyrir að tjónatilkynningum fjölgi á næstu dögum. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvá, segir að dagurinn hafi verið frekar rólegur þó að eitthvað að tjónatilkynningum hafi dottið inn á borð til þeirra en ef til vill færri en mátti búast við. „Við höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel og farið eftir fyrirmælum,“ en Sigurjón býst þó við að tilkynningum eigi eftir að fjölga þegar á líður, fólk átti sig betur á stöðunni og hvað hafi skemmst.Veitingaskúr við Seljalandsfoss splúndraðist í óveðrinu í nótt.Vísir/Friðrik ÞórEkkert stórt komið inn á borð VÍS Það sama segir Sigrún A. Þorsteinsddótir, sérfræðingur hjá VÍS. Dagurinn hafi verið rólegur hjá þeim og engar stórar tjónatilkynningar komið inn til þeirra. „Þetta hefur mest verið þakplötur, þakkantar og því um líkt. Fólk tekur sér yfirleitt tíma í að meta þetta og þetta á eftir að skýrast.“ Hún tekur undir ummæli Sigurjóns hjá Sjóvá um að betur hafi farið en búist var við og augljóst hafi verið að fólk hafi farið eftir tilmælum Almannavarna og fleiri um að ganga vel frá lausum hlutum og vera ekki á ferðinni að óþörfu. „Okkar tilfinning er að fólk hafi farið eftir tilmælum og ég sá það kannski best þegar ég kom heim í gær, þá var búið að leggja flestum bílum upp í vindinn eins og mælst var til.“Grindverk fór í gegnum bílrúðu í gærkvöldi.Lekamál áberandi hjá TMÞað var að vísu í nógu að snúast hjá TM í morgun en þar var fyrst og fremst um að ræða tjónatilkynningar vegna vatnstjóns. „Þetta var líflegur morgun og það voru allskonar lekamál áberandi eftir að það hlánaði,“ segir Ragnheiður Dögg Arnardóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá TM. „Við gerum ráð fyrir að stærri málin, þessi óveðursmál, komi í ljós þegar fólk er búið að meta stöðuna.“ Öll vildu þau minna á að þótt að ekki væri spáð óveðri næstu dagana væri mikilvægt að vera meðvitaður um þær hættur sem geta skapast þegar fer að hlána líkt og í dag. Mikilvægt væri að huga að því að tryggja það að vatn hefði greiða leið af niðurföllum, að moka af svölum og flötum þokum til að koma í veg fyrir leka.
Veður Tengdar fréttir Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59 Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56 Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25
Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18
Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59
Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56
Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05