Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 13:59 Hér sést Sæmundur fróði ekki á selnum heldur mara í kafi. Haukur Vagnsson Háskóli Íslands á bátinn Sæmund fróða, annan af þeim bátum sem sukku í Reykjavíkurhöfn í óveðrinu í nótt. Sæmundur fróði var nýttur í kennslu og rannsóknarstörf og var mikilvægt tól sem slíkur. „Þetta er mjög mikið áfall og töluvert tjón fyrir okkur,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjunum og umsjónarmaður Sæmundar fróða sem sér mjög á eftir bátnum.Sjá einnig: Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt„Hann var notaður sem rannsóknarbátur til að taka sýni. Við erum búinn að eiga hann frá árinu 2003 og hann var töluvert notaður,“ en fyrir nemendur í sjávarlíffræði við Háskólann var báturinn mikilvægt kennslugagn. „Sem dæmi erum við með rannsóknir á grjótkrabba sem meistaranemar og doktorsnemar hafa verið að taka þátt í. Það var að mestu leyti byggt upp á sýnatökum sem við tókum með hjálp Sæmundar fróða.“Frá Ægisgarði í gær.Vísir/VilhelmEkki hægt að koma í veg fyrir að Sæmundur sykki Halldór Pálmar segir að það sé mikilvægt að fá nýjan bát fyrir kennsluna og rannsóknarstörfin reynist Sæmundur Fróði ónýtur. Reyna á að ná Sæmundi upp í dag eða á morgun. Halldór Pálmar fór sjálfur og festi bátinn eins og hægt var áður en óveðrið skall á en ómögulegt reyndist að koma í veg fyrir að hann sykki. „Ég var í stöðugu sambandi við þá á höfninni í gærkvöldi, slökkviliðið vildi ekki dæla upp úr honum enda var það líklega ekkki hægt. Bryggjan brotnaði og það kom gat á hann að framanverðu, því fór sem fór.“Sjá einnig: Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almenningsHalldór Pálmar er reyndar ekki ókunnugur því að lenda illa í því óviðrum en áður en hann hellti sér í háskólastarfið var hann með trillu í Sandgerði. Hún varð fórnarlamb óveðurins mikla sem rifjað hefur verið upp að undanförnu. „Já, sá bátur brotnaði í höfninni í Sandgerði í óveðrinu 1991. Hann sökk reyndar ekki en það var álíka aftakaveður og í gær og í nótt. Maður hefur því séð eitt og annað í þessu.“ Veður Tengdar fréttir Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15 Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Háskóli Íslands á bátinn Sæmund fróða, annan af þeim bátum sem sukku í Reykjavíkurhöfn í óveðrinu í nótt. Sæmundur fróði var nýttur í kennslu og rannsóknarstörf og var mikilvægt tól sem slíkur. „Þetta er mjög mikið áfall og töluvert tjón fyrir okkur,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjunum og umsjónarmaður Sæmundar fróða sem sér mjög á eftir bátnum.Sjá einnig: Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt„Hann var notaður sem rannsóknarbátur til að taka sýni. Við erum búinn að eiga hann frá árinu 2003 og hann var töluvert notaður,“ en fyrir nemendur í sjávarlíffræði við Háskólann var báturinn mikilvægt kennslugagn. „Sem dæmi erum við með rannsóknir á grjótkrabba sem meistaranemar og doktorsnemar hafa verið að taka þátt í. Það var að mestu leyti byggt upp á sýnatökum sem við tókum með hjálp Sæmundar fróða.“Frá Ægisgarði í gær.Vísir/VilhelmEkki hægt að koma í veg fyrir að Sæmundur sykki Halldór Pálmar segir að það sé mikilvægt að fá nýjan bát fyrir kennsluna og rannsóknarstörfin reynist Sæmundur Fróði ónýtur. Reyna á að ná Sæmundi upp í dag eða á morgun. Halldór Pálmar fór sjálfur og festi bátinn eins og hægt var áður en óveðrið skall á en ómögulegt reyndist að koma í veg fyrir að hann sykki. „Ég var í stöðugu sambandi við þá á höfninni í gærkvöldi, slökkviliðið vildi ekki dæla upp úr honum enda var það líklega ekkki hægt. Bryggjan brotnaði og það kom gat á hann að framanverðu, því fór sem fór.“Sjá einnig: Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almenningsHalldór Pálmar er reyndar ekki ókunnugur því að lenda illa í því óviðrum en áður en hann hellti sér í háskólastarfið var hann með trillu í Sandgerði. Hún varð fórnarlamb óveðurins mikla sem rifjað hefur verið upp að undanförnu. „Já, sá bátur brotnaði í höfninni í Sandgerði í óveðrinu 1991. Hann sökk reyndar ekki en það var álíka aftakaveður og í gær og í nótt. Maður hefur því séð eitt og annað í þessu.“
Veður Tengdar fréttir Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15 Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Eigandi Storms naut liðsinnis hins almenna borgara við björgun bátsins í nótt. 8. desember 2015 12:15
Tveir bátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt Einn bátur losnaði og töluverðar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum í óviðrinu. 8. desember 2015 10:06