Manchester United tapaði í Þýskalandi og fer í Evrópudeildina | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 21:30 Chris Smalling gat ekki leynt vonbrigðum sínum, Vísir/AFP Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-2 tap á móti Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. United mun því keppa í Evrópudeildinni eftir áramót því liðið endaði í þriðja sætinu í sínum riðli. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en var komið undir í hálfleik. United náði að jafna metin á sjálfsmarki en Þjóðverjarnir tryggðu sér sigur, sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum. Wolfsburg fer áfram ásamt hollenska liðinu PSV Eindhoven sem vann CSKA Moskvu á sama tíma 2-1. Wolfsburg fékk dauðafæri strax eftir fjórar mínútur þegar André Schürrle slapp í teiginn en skot hans fór yfir. Manchester United slapp með skrekkinn þar og Anthony Martial kom enska liðinu síðan í 1-0 sex mínútum síðar eftir að hafa fengið stungusendingu frá Juan Mata. Manchester United var þó aðeins yfir í þrjár mínútur því miðvörðurinn Naldo jafnaði á 13. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu. Wolfsburg-menn sundurspiluðu síðan vörn Manchester United á 29. mínútu en frábær sókn endaði með því að Julian Draxler gaf á Vieirinha sem sendi boltann í tómt markið. Julian Draxler fékk frábært færi til að komast þremur mörkum yfir á 39. mínútu en David de Gea varði vel frá honum. Jesse Lingard hélt að hann hefði jafnað metin á 45. mínútu þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómaratríóið tók sinn tíma en ákvað síðan að rangstæður Juan Mata hefði truflað sjónsvið markvarðarins. Manchester United jafnaði á 82. mínútu á sjálfsmarki Josuha Guilavogui en það tók Þjóðverjana aðeins tvær mínútur að komast aftur yfir. Naldo skoraði sigurmarkið og var þetta hans annað mark í leiknum.Anthony Martial kemur United yfir Naldo jafnar fyrir Wolfsburg Vieirinha kom Wolfsburg í 2-1 Markið sem var dæmt af Manchester United Manchester United jafnar með sjálfsmarki Naldo skorar sigurmark Wolfsburg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-2 tap á móti Wolfsburg í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. United mun því keppa í Evrópudeildinni eftir áramót því liðið endaði í þriðja sætinu í sínum riðli. Manchester United komst í 1-0 í upphafi leiks en var komið undir í hálfleik. United náði að jafna metin á sjálfsmarki en Þjóðverjarnir tryggðu sér sigur, sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum. Wolfsburg fer áfram ásamt hollenska liðinu PSV Eindhoven sem vann CSKA Moskvu á sama tíma 2-1. Wolfsburg fékk dauðafæri strax eftir fjórar mínútur þegar André Schürrle slapp í teiginn en skot hans fór yfir. Manchester United slapp með skrekkinn þar og Anthony Martial kom enska liðinu síðan í 1-0 sex mínútum síðar eftir að hafa fengið stungusendingu frá Juan Mata. Manchester United var þó aðeins yfir í þrjár mínútur því miðvörðurinn Naldo jafnaði á 13. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti eftir aukaspyrnu. Wolfsburg-menn sundurspiluðu síðan vörn Manchester United á 29. mínútu en frábær sókn endaði með því að Julian Draxler gaf á Vieirinha sem sendi boltann í tómt markið. Julian Draxler fékk frábært færi til að komast þremur mörkum yfir á 39. mínútu en David de Gea varði vel frá honum. Jesse Lingard hélt að hann hefði jafnað metin á 45. mínútu þegar skot hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Dómaratríóið tók sinn tíma en ákvað síðan að rangstæður Juan Mata hefði truflað sjónsvið markvarðarins. Manchester United jafnaði á 82. mínútu á sjálfsmarki Josuha Guilavogui en það tók Þjóðverjana aðeins tvær mínútur að komast aftur yfir. Naldo skoraði sigurmarkið og var þetta hans annað mark í leiknum.Anthony Martial kemur United yfir Naldo jafnar fyrir Wolfsburg Vieirinha kom Wolfsburg í 2-1 Markið sem var dæmt af Manchester United Manchester United jafnar með sjálfsmarki Naldo skorar sigurmark Wolfsburg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira