Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 10:53 Magnús Guðmundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/stefán Það er nokkur þungi í réttarhöldum í CLN-málinu svokallaða sem nú standa yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur og augljóst að sakborningar eru afar ósáttir við málatilbúnað og vinnubrögð embættis sérstaks saksóknara. Þá er Björn Þorvaldsson, saksóknari, ekkert sérstaklega hrifinn af öllu því sem sakborningarnir hafa fram að færa og hefur nokkrum sinnum komið til snarpra orðaskipta í réttarsal þar sem dómari hefur þurft að skakka leikinn. Í málinu svara stjórnendur Kaupþings enn á ný til saka vegna viðskipta bankans í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru nú fyrir dómi í fjórða sinn en Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, í þriðja sinn. Lánveitingar upp á hundruð milljóna evra Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma á Kvíabryggju vegna aðkomu sinnar að Al Thani-málin en hafa að auki fengið dóma í öðrum málum sem á þó enn eftir að taka fyrir í Hæstarétti. Í gær gáfu Hreiðar og Sigurður skýrslu fyrir dómi en í morgun var komið að Magnúsi. Hreiðar og Sigurður eru reyndar í dómsal einnig þar sem þeir komust ekki til Kvíabryggju í gær vegna veðurs og dvöldu þremenningarnir því í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg í nótt. Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar sem snúa að lánveitingum til eignalausa eignarhaldsfélaga vegna kaupa lánshæfistengdum skuldbréfum útgefnum af Deutsche Bank en bréfin voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008 og hljóðuðu upp á samtals 510 milljónir, en þau fengust aldrei greidd til baka. Fullyrðingar í ákæru sem standist ekki skoðun Þinghaldið í morgun byrjaði á því að Magnús ávarpaði dóminn og tjáði sig um sakarefnið. Innti Pétur Guðgeirsson, dómsformaður, hann eftir hvort það yrði ekki örugglega stutt en Magnús svaraði því til að ekki væri endilega hægt að mæla það. Ávarpið myndi hins vegar vera málefnalegt. Magnús sagði að ef að gögn væru skoðuð væri ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hann væri saklaus af ákærunni í málinu. Þá gagnrýndi hann skort á röksemdum í ákæru og sagði að þar væru fullyrðingar sem stæðust ekki skoðun. „Í ákærunni er í engu getið um hver hinn veigamikli þáttur minn á að hafa verið. Það liggur ekkert fyrir í þessu máli hvernig hin takmarkaða aðkoma mín á að hafa tengst ákvörðun um þessar lánveitingar Kaupþings. [...] Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína,“ sagði Magnús. „Þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ Hann sagði lánin hafa verið veitt gegn tryggingum í skuldabréfum Deutsche Bank. Það var því ekki hægt að tapa á viðskiptunum nema annað hvort Deutsche eða Kaupþing færu í þrot. Magnús kvaðst ekki hafa trúað því að svo gæti farið og gat ekki séð hvernig tapa mætti á því að veðja á tilvist Kaupþings. Þegar Magnús hafði talað sleitulaust í um hálftíma gerði saksóknari athugasemdir við lengd ávarpsins. Dómsformaður leyfði Magnúsi hins vegar að halda áfram: „Ákærði er ekki löglærður og þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ spurði dómarinn. Magnús játti því en beindi orðum sínum svo að saksóknara: „Ég hef verið mjög málefnalegur og haldið mig við ákæruefnin. Ég tók hérna út 20 blaðsíður um annað órétti sem þú hefur beitt mig.“ CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Komust ekki á Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson komust ekki á Snæfellsnes að loknum fyrsta degi í aðalmeðferð CLN-málsins. 7. desember 2015 18:55 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Það er nokkur þungi í réttarhöldum í CLN-málinu svokallaða sem nú standa yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur og augljóst að sakborningar eru afar ósáttir við málatilbúnað og vinnubrögð embættis sérstaks saksóknara. Þá er Björn Þorvaldsson, saksóknari, ekkert sérstaklega hrifinn af öllu því sem sakborningarnir hafa fram að færa og hefur nokkrum sinnum komið til snarpra orðaskipta í réttarsal þar sem dómari hefur þurft að skakka leikinn. Í málinu svara stjórnendur Kaupþings enn á ný til saka vegna viðskipta bankans í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, eru nú fyrir dómi í fjórða sinn en Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, í þriðja sinn. Lánveitingar upp á hundruð milljóna evra Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma á Kvíabryggju vegna aðkomu sinnar að Al Thani-málin en hafa að auki fengið dóma í öðrum málum sem á þó enn eftir að taka fyrir í Hæstarétti. Í gær gáfu Hreiðar og Sigurður skýrslu fyrir dómi en í morgun var komið að Magnúsi. Hreiðar og Sigurður eru reyndar í dómsal einnig þar sem þeir komust ekki til Kvíabryggju í gær vegna veðurs og dvöldu þremenningarnir því í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg í nótt. Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar sem snúa að lánveitingum til eignalausa eignarhaldsfélaga vegna kaupa lánshæfistengdum skuldbréfum útgefnum af Deutsche Bank en bréfin voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008 og hljóðuðu upp á samtals 510 milljónir, en þau fengust aldrei greidd til baka. Fullyrðingar í ákæru sem standist ekki skoðun Þinghaldið í morgun byrjaði á því að Magnús ávarpaði dóminn og tjáði sig um sakarefnið. Innti Pétur Guðgeirsson, dómsformaður, hann eftir hvort það yrði ekki örugglega stutt en Magnús svaraði því til að ekki væri endilega hægt að mæla það. Ávarpið myndi hins vegar vera málefnalegt. Magnús sagði að ef að gögn væru skoðuð væri ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hann væri saklaus af ákærunni í málinu. Þá gagnrýndi hann skort á röksemdum í ákæru og sagði að þar væru fullyrðingar sem stæðust ekki skoðun. „Í ákærunni er í engu getið um hver hinn veigamikli þáttur minn á að hafa verið. Það liggur ekkert fyrir í þessu máli hvernig hin takmarkaða aðkoma mín á að hafa tengst ákvörðun um þessar lánveitingar Kaupþings. [...] Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína,“ sagði Magnús. „Þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ Hann sagði lánin hafa verið veitt gegn tryggingum í skuldabréfum Deutsche Bank. Það var því ekki hægt að tapa á viðskiptunum nema annað hvort Deutsche eða Kaupþing færu í þrot. Magnús kvaðst ekki hafa trúað því að svo gæti farið og gat ekki séð hvernig tapa mætti á því að veðja á tilvist Kaupþings. Þegar Magnús hafði talað sleitulaust í um hálftíma gerði saksóknari athugasemdir við lengd ávarpsins. Dómsformaður leyfði Magnúsi hins vegar að halda áfram: „Ákærði er ekki löglærður og þetta fer nú að verða búið, er það ekki?“ spurði dómarinn. Magnús játti því en beindi orðum sínum svo að saksóknara: „Ég hef verið mjög málefnalegur og haldið mig við ákæruefnin. Ég tók hérna út 20 blaðsíður um annað órétti sem þú hefur beitt mig.“
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Komust ekki á Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson komust ekki á Snæfellsnes að loknum fyrsta degi í aðalmeðferð CLN-málsins. 7. desember 2015 18:55 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Komust ekki á Kvíabryggju Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson komust ekki á Snæfellsnes að loknum fyrsta degi í aðalmeðferð CLN-málsins. 7. desember 2015 18:55
Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20
„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35