George Lucas segir skoðun sína á nýju Star Wars-myndinni Birgir Olgeirsson skrifar 8. desember 2015 07:35 George Lucas. Vísir/Getty Nú þegar styttist í frumsýningu á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens, hafa ansi margir áhuga á að vita hvað George Lucas, sá sem skapaði Stjörnustríðsheiminn á áttunda áratug síðustu aldar, finnst um þessa mynd. Hún verður sú fyrsta sem Lucas kemur ekki nálægt en hann seldi fyrirtækið sitt Lucasfilm til Disney árið 2012 fyrir fjóra milljarða dala en með fyrirtækinu fylgdi rétturinn að Stjörnustríðsmyndunum. Forstjóri Lucasfilm í dag, Kathleen Kennedy, sagði nýverið við fjölmiðla vestanhafs að Lucas hefði séð The Force Awakens og að honum hefði líkað hún. Fjölmiðlar náðu síðan í skottið á Lucas síðastliðinn sunnudag þegar hann var heiðraður fyrir framlag sitt til menningar og lista á lífsleiðinni í Kennedy Center í Washington. Hann staldraði við nógu lengi á rauð dreglinum til að svara spurningunni hvernig honum hefði líkað við sjöundu myndina. „Ég held að aðdáendur eigi eftir að elska hana. Þetta er myndin sem þeir hafa beðið eftir,“ svaraði Lucas. Hafa margir fjölmiðlar reynt að túlka þessi orð Lucas, hvort honum líkaði myndin eða ekki. Hann sagði ekki beint að honum sjálfum líkaði hún en sagði hins vegar að hún væri þannig gerð að aðdáendur ættu eftir að elska hana. Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Hefur forðast internetið frá árinu 2000 George Lucas segir ástæðuna að hluta til vera svo hann lesi ekki neikvæða hluti um sig. 1. desember 2015 11:52 Google leyfir Star Wars-aðdáendum að velja á milli góðs og ills Hluti af herferð Disney og Google fyrir frumsýningu á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni. 24. nóvember 2015 10:07 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nú þegar styttist í frumsýningu á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens, hafa ansi margir áhuga á að vita hvað George Lucas, sá sem skapaði Stjörnustríðsheiminn á áttunda áratug síðustu aldar, finnst um þessa mynd. Hún verður sú fyrsta sem Lucas kemur ekki nálægt en hann seldi fyrirtækið sitt Lucasfilm til Disney árið 2012 fyrir fjóra milljarða dala en með fyrirtækinu fylgdi rétturinn að Stjörnustríðsmyndunum. Forstjóri Lucasfilm í dag, Kathleen Kennedy, sagði nýverið við fjölmiðla vestanhafs að Lucas hefði séð The Force Awakens og að honum hefði líkað hún. Fjölmiðlar náðu síðan í skottið á Lucas síðastliðinn sunnudag þegar hann var heiðraður fyrir framlag sitt til menningar og lista á lífsleiðinni í Kennedy Center í Washington. Hann staldraði við nógu lengi á rauð dreglinum til að svara spurningunni hvernig honum hefði líkað við sjöundu myndina. „Ég held að aðdáendur eigi eftir að elska hana. Þetta er myndin sem þeir hafa beðið eftir,“ svaraði Lucas. Hafa margir fjölmiðlar reynt að túlka þessi orð Lucas, hvort honum líkaði myndin eða ekki. Hann sagði ekki beint að honum sjálfum líkaði hún en sagði hins vegar að hún væri þannig gerð að aðdáendur ættu eftir að elska hana.
Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Hefur forðast internetið frá árinu 2000 George Lucas segir ástæðuna að hluta til vera svo hann lesi ekki neikvæða hluti um sig. 1. desember 2015 11:52 Google leyfir Star Wars-aðdáendum að velja á milli góðs og ills Hluti af herferð Disney og Google fyrir frumsýningu á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni. 24. nóvember 2015 10:07 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hefur forðast internetið frá árinu 2000 George Lucas segir ástæðuna að hluta til vera svo hann lesi ekki neikvæða hluti um sig. 1. desember 2015 11:52
Google leyfir Star Wars-aðdáendum að velja á milli góðs og ills Hluti af herferð Disney og Google fyrir frumsýningu á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni. 24. nóvember 2015 10:07