Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 22:30 Sigurður Einarsson sést hér fyrir miðri mynd í dómsal í dag. vísir/stefán Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kvaðst fyrir dómi í dag ekki haft neina aðkomu að þeim lánveitingum sem hann er ákærður fyrir í CLN-málinu. Sigurður er ákærður, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Er það mat ákæruvaldsins að Hreiðar og Sigurður hafi farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefnt fjárumunum bankans í hættu en Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er ákærður fyrir hlutdeild í brotum Hreiðars og Sigurðar. Ákærður fyrir umboðssvik án umboðs Tekin var skýrsla af Sigurði í dag en áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, tók til við að spyrja hann út í ákæruefnin ávarpaði Sigurður dóminn en skapast hefur ákveðin hefð fyrir því að sakborningar í hrunmálunum geri það. Sagði Sigurður að hann væri nú enn á ný ákærður fyrir umboðssvik þrátt fyrir að Hæstiréttur hefði sýknað hann af ákæru um slíkt brot þar sem hann hefði ekki sem stjórnarformaður haft neitt umboð til að lána fé frá Kaupþingi. Sagði Sigurður að þrátt fyrir þetta hefði saksóknarinn ekki breytt ákærunni í CLN-málinu og væri honum ef til vill vorkunn. Vandaði saksóknara ekki kveðjurnar Áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli Björns saksóknara og Hreiðars Más þegar sá síðarnefndi flutti ávarp sitt, og þó að slíkt hafi ekki verið upp á teningnum í tilfelli Sigurðar, þá vandaði hann engu að síður saksóknara ekki kveðjurnar: „Hann hefur einungis svarað mér með hroka og yfirlæti þegar ég hef leitað eftir því að hann leiðrétti það sem hann gerði rangt. Ég á því miður ekki von á öðru en að saksóknarinn Björn Þorvaldsson haldi áfram að vefa lygavef sinn hér eins og áður eins ömurlegt og það er að þurfa að búast við slíku.“ Líkt og Hreiðar Már sagði Sigurður að staða Kauþings hafi verið góð þegar lánin voru veitt. Bankinn hefði staðið traustum fótum og einfaldast því til sönnunar væri að skoða eiginfjárstöðu, lausafjárstöðu og þróun Kaupþings. Sagði allt hafa breyst við yfirtöku Glitnis Sagði Sigurður tölurnar tala sínu máli en yfirtaka Seðlabanka Íslands á Glitni hefði hins vegar breytt öllu. Sú ákvörðun, sem og setning neyðarlaganna þann 6. október 2008, hefðu sett Kaupþing í þrot. „Vel má vera og er ekki til umfjöllunar hér að einhverjir telji minni hagsmunum fórnað fyrir meiri með yfirtöku Seðlabankans á Glitni og setningu neyðarlaga. Það er hins vegar verið að gera tilraun til þess að hengja bakara fyrir smið í þessum réttarhöldum og er það ekki góð latína svo ekki sé meira sagt,“ sagði Sigurður. CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kvaðst fyrir dómi í dag ekki haft neina aðkomu að þeim lánveitingum sem hann er ákærður fyrir í CLN-málinu. Sigurður er ákærður, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Er það mat ákæruvaldsins að Hreiðar og Sigurður hafi farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefnt fjárumunum bankans í hættu en Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er ákærður fyrir hlutdeild í brotum Hreiðars og Sigurðar. Ákærður fyrir umboðssvik án umboðs Tekin var skýrsla af Sigurði í dag en áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, tók til við að spyrja hann út í ákæruefnin ávarpaði Sigurður dóminn en skapast hefur ákveðin hefð fyrir því að sakborningar í hrunmálunum geri það. Sagði Sigurður að hann væri nú enn á ný ákærður fyrir umboðssvik þrátt fyrir að Hæstiréttur hefði sýknað hann af ákæru um slíkt brot þar sem hann hefði ekki sem stjórnarformaður haft neitt umboð til að lána fé frá Kaupþingi. Sagði Sigurður að þrátt fyrir þetta hefði saksóknarinn ekki breytt ákærunni í CLN-málinu og væri honum ef til vill vorkunn. Vandaði saksóknara ekki kveðjurnar Áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli Björns saksóknara og Hreiðars Más þegar sá síðarnefndi flutti ávarp sitt, og þó að slíkt hafi ekki verið upp á teningnum í tilfelli Sigurðar, þá vandaði hann engu að síður saksóknara ekki kveðjurnar: „Hann hefur einungis svarað mér með hroka og yfirlæti þegar ég hef leitað eftir því að hann leiðrétti það sem hann gerði rangt. Ég á því miður ekki von á öðru en að saksóknarinn Björn Þorvaldsson haldi áfram að vefa lygavef sinn hér eins og áður eins ömurlegt og það er að þurfa að búast við slíku.“ Líkt og Hreiðar Már sagði Sigurður að staða Kauþings hafi verið góð þegar lánin voru veitt. Bankinn hefði staðið traustum fótum og einfaldast því til sönnunar væri að skoða eiginfjárstöðu, lausafjárstöðu og þróun Kaupþings. Sagði allt hafa breyst við yfirtöku Glitnis Sagði Sigurður tölurnar tala sínu máli en yfirtaka Seðlabanka Íslands á Glitni hefði hins vegar breytt öllu. Sú ákvörðun, sem og setning neyðarlaganna þann 6. október 2008, hefðu sett Kaupþing í þrot. „Vel má vera og er ekki til umfjöllunar hér að einhverjir telji minni hagsmunum fórnað fyrir meiri með yfirtöku Seðlabankans á Glitni og setningu neyðarlaga. Það er hins vegar verið að gera tilraun til þess að hengja bakara fyrir smið í þessum réttarhöldum og er það ekki góð latína svo ekki sé meira sagt,“ sagði Sigurður.
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Sjá meira
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20
„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35