Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 22:30 Sigurður Einarsson sést hér fyrir miðri mynd í dómsal í dag. vísir/stefán Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kvaðst fyrir dómi í dag ekki haft neina aðkomu að þeim lánveitingum sem hann er ákærður fyrir í CLN-málinu. Sigurður er ákærður, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Er það mat ákæruvaldsins að Hreiðar og Sigurður hafi farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefnt fjárumunum bankans í hættu en Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er ákærður fyrir hlutdeild í brotum Hreiðars og Sigurðar. Ákærður fyrir umboðssvik án umboðs Tekin var skýrsla af Sigurði í dag en áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, tók til við að spyrja hann út í ákæruefnin ávarpaði Sigurður dóminn en skapast hefur ákveðin hefð fyrir því að sakborningar í hrunmálunum geri það. Sagði Sigurður að hann væri nú enn á ný ákærður fyrir umboðssvik þrátt fyrir að Hæstiréttur hefði sýknað hann af ákæru um slíkt brot þar sem hann hefði ekki sem stjórnarformaður haft neitt umboð til að lána fé frá Kaupþingi. Sagði Sigurður að þrátt fyrir þetta hefði saksóknarinn ekki breytt ákærunni í CLN-málinu og væri honum ef til vill vorkunn. Vandaði saksóknara ekki kveðjurnar Áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli Björns saksóknara og Hreiðars Más þegar sá síðarnefndi flutti ávarp sitt, og þó að slíkt hafi ekki verið upp á teningnum í tilfelli Sigurðar, þá vandaði hann engu að síður saksóknara ekki kveðjurnar: „Hann hefur einungis svarað mér með hroka og yfirlæti þegar ég hef leitað eftir því að hann leiðrétti það sem hann gerði rangt. Ég á því miður ekki von á öðru en að saksóknarinn Björn Þorvaldsson haldi áfram að vefa lygavef sinn hér eins og áður eins ömurlegt og það er að þurfa að búast við slíku.“ Líkt og Hreiðar Már sagði Sigurður að staða Kauþings hafi verið góð þegar lánin voru veitt. Bankinn hefði staðið traustum fótum og einfaldast því til sönnunar væri að skoða eiginfjárstöðu, lausafjárstöðu og þróun Kaupþings. Sagði allt hafa breyst við yfirtöku Glitnis Sagði Sigurður tölurnar tala sínu máli en yfirtaka Seðlabanka Íslands á Glitni hefði hins vegar breytt öllu. Sú ákvörðun, sem og setning neyðarlaganna þann 6. október 2008, hefðu sett Kaupþing í þrot. „Vel má vera og er ekki til umfjöllunar hér að einhverjir telji minni hagsmunum fórnað fyrir meiri með yfirtöku Seðlabankans á Glitni og setningu neyðarlaga. Það er hins vegar verið að gera tilraun til þess að hengja bakara fyrir smið í þessum réttarhöldum og er það ekki góð latína svo ekki sé meira sagt,“ sagði Sigurður. CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kvaðst fyrir dómi í dag ekki haft neina aðkomu að þeim lánveitingum sem hann er ákærður fyrir í CLN-málinu. Sigurður er ákærður, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Er það mat ákæruvaldsins að Hreiðar og Sigurður hafi farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefnt fjárumunum bankans í hættu en Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er ákærður fyrir hlutdeild í brotum Hreiðars og Sigurðar. Ákærður fyrir umboðssvik án umboðs Tekin var skýrsla af Sigurði í dag en áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, tók til við að spyrja hann út í ákæruefnin ávarpaði Sigurður dóminn en skapast hefur ákveðin hefð fyrir því að sakborningar í hrunmálunum geri það. Sagði Sigurður að hann væri nú enn á ný ákærður fyrir umboðssvik þrátt fyrir að Hæstiréttur hefði sýknað hann af ákæru um slíkt brot þar sem hann hefði ekki sem stjórnarformaður haft neitt umboð til að lána fé frá Kaupþingi. Sagði Sigurður að þrátt fyrir þetta hefði saksóknarinn ekki breytt ákærunni í CLN-málinu og væri honum ef til vill vorkunn. Vandaði saksóknara ekki kveðjurnar Áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli Björns saksóknara og Hreiðars Más þegar sá síðarnefndi flutti ávarp sitt, og þó að slíkt hafi ekki verið upp á teningnum í tilfelli Sigurðar, þá vandaði hann engu að síður saksóknara ekki kveðjurnar: „Hann hefur einungis svarað mér með hroka og yfirlæti þegar ég hef leitað eftir því að hann leiðrétti það sem hann gerði rangt. Ég á því miður ekki von á öðru en að saksóknarinn Björn Þorvaldsson haldi áfram að vefa lygavef sinn hér eins og áður eins ömurlegt og það er að þurfa að búast við slíku.“ Líkt og Hreiðar Már sagði Sigurður að staða Kauþings hafi verið góð þegar lánin voru veitt. Bankinn hefði staðið traustum fótum og einfaldast því til sönnunar væri að skoða eiginfjárstöðu, lausafjárstöðu og þróun Kaupþings. Sagði allt hafa breyst við yfirtöku Glitnis Sagði Sigurður tölurnar tala sínu máli en yfirtaka Seðlabanka Íslands á Glitni hefði hins vegar breytt öllu. Sú ákvörðun, sem og setning neyðarlaganna þann 6. október 2008, hefðu sett Kaupþing í þrot. „Vel má vera og er ekki til umfjöllunar hér að einhverjir telji minni hagsmunum fórnað fyrir meiri með yfirtöku Seðlabankans á Glitni og setningu neyðarlaga. Það er hins vegar verið að gera tilraun til þess að hengja bakara fyrir smið í þessum réttarhöldum og er það ekki góð latína svo ekki sé meira sagt,“ sagði Sigurður.
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20
„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35