„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 16:35 Hreiðar Már Sigurðsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Stjórnendur Kaupþings töldu að staða bankans væri góð í september 2008, þrátt fyrir að staðan á mörkuðum væri slæm. Fyrir dómi í dag líkti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, stöðunni á mörkuðum við veðrið sem gengur yfir Ísland í dag og sagði að þar hefði geisað „fárviðri.“ Hreiðar svaraði spurningum saksóknara og verjenda í dag við aðalmeðferð CLN-málsins í dag en hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Bar ekki ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd Hreiðar neitaði því staðfastlega fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli eða skipanir varðandi þær lánveitingar sem fjallað er um í ákæru. Þá hefði hann ekki borið ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings samstæðunnar sem hefði þurft að samþykkja lánin. Sagði Hreiðar að útlánastjórar bankans, sem voru fjölmargir, hefðu verið ábyrgir fyrir því að þau lán sem þess þyrftu færu fyrir lánanefnd. „Ég held að þið getið verið alveg öruggir með það að ef ég hefði komið að þessum lánveitingum þá hefðu menn munað það í fyrstu yfirheyrslunum hjá sérstökum saksóknarinn. Þeir hefðu sagt „Heyrðu, forstjórinn sagði mér að gera þetta.“ Þið eruð að reyna að halda því fram að ég hafi komið þarna að en það er enginn sem bendir þarna á mig,“ sagði Hreiðar. Ákvörðunin um að kaupa Glitni „skelfileg“ Eins og flestum er kunnugt um féll Kaupþing þann 9. október 2008 þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans. Hreiðar Már sagði að ástæðan fyrir því að bankinn féll hafi verið yfirtaka ríkisins á Glitni þann 29. september sama ár en við það hafi lausafjárstaða Kaupþings versnað til muna. „Íslensk stjórnvöld taka þá skelfilegu ákvörðun að kaupa Glitni án þess að svara því með nokkrum vitrænum hætti hvernig Glitnir ætti að geta staðið við sínar skuldbindingar. [...] Við erum dregnir með niður í það. [...] Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað.“ CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Stjórnendur Kaupþings töldu að staða bankans væri góð í september 2008, þrátt fyrir að staðan á mörkuðum væri slæm. Fyrir dómi í dag líkti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, stöðunni á mörkuðum við veðrið sem gengur yfir Ísland í dag og sagði að þar hefði geisað „fárviðri.“ Hreiðar svaraði spurningum saksóknara og verjenda í dag við aðalmeðferð CLN-málsins í dag en hann er ákærður fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til eignarhaldsfélaga skömmu fyrir bankahrun. Lánin, sem hljóðuðu upp á 510 milljónir evra, voru notuð til að kaupa lánshæfistengd skuldabréf, sem voru tengd skuldatryggingarálagi Kaupþings. Áttu kaupin að lækka skuldatryggingarálag bankans sem hafði hækkað mikið en lánin voru veitt á tímabilinu ágúst til október 2008. Bar ekki ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd Hreiðar neitaði því staðfastlega fyrir dómi að hafa gefið fyrirmæli eða skipanir varðandi þær lánveitingar sem fjallað er um í ákæru. Þá hefði hann ekki borið ábyrgð á því að lánin færu fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings samstæðunnar sem hefði þurft að samþykkja lánin. Sagði Hreiðar að útlánastjórar bankans, sem voru fjölmargir, hefðu verið ábyrgir fyrir því að þau lán sem þess þyrftu færu fyrir lánanefnd. „Ég held að þið getið verið alveg öruggir með það að ef ég hefði komið að þessum lánveitingum þá hefðu menn munað það í fyrstu yfirheyrslunum hjá sérstökum saksóknarinn. Þeir hefðu sagt „Heyrðu, forstjórinn sagði mér að gera þetta.“ Þið eruð að reyna að halda því fram að ég hafi komið þarna að en það er enginn sem bendir þarna á mig,“ sagði Hreiðar. Ákvörðunin um að kaupa Glitni „skelfileg“ Eins og flestum er kunnugt um féll Kaupþing þann 9. október 2008 þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur bankans. Hreiðar Már sagði að ástæðan fyrir því að bankinn féll hafi verið yfirtaka ríkisins á Glitni þann 29. september sama ár en við það hafi lausafjárstaða Kaupþings versnað til muna. „Íslensk stjórnvöld taka þá skelfilegu ákvörðun að kaupa Glitni án þess að svara því með nokkrum vitrænum hætti hvernig Glitnir ætti að geta staðið við sínar skuldbindingar. [...] Við erum dregnir með niður í það. [...] Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað.“
CLN-málið Tengdar fréttir Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20