Beckham vill að HM 2022 fari fram í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2015 23:00 David Beckham barðist fyrir því að Englendingar fengju HM 2018. Vísir/Getty David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid og enska landsliðsins, er á því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta eigi að fara fram í Katar eftir tæp sjö ár. Saksóknarar í Sviss og Bandaríkjunum eru á fullu að rannsaka ásakanir um spillingu í tengslum við það að Katar og Rússar fengu úthlutað keppnunum á sínum tíma. Rússar fengu keppnina 2018 og Katarbúar keppnina fjórum árum síðar. Englendingar sátu eftir með sárt ennið en þeir vildu fá heimsmeistarakeppnina 2018. „Hvort sem að það hafi verið mútur eða ekki þá hafa þessi tvö lönd verið valin til að halda keppnina. Fólk verður bara að sætta sig við það," sagði David Beckham í jólaútgáfu Radio Times en BBC skrifar um viðtalið í dag. „Þetta snýst um að koma með fótboltann til nýrra landa. Við eigum bara að styðja við bakið á þessum tveimur löndum og þau munu bæði láta þetta ganga upp," sagði Beckham ennfremur. Háttsettur maður frá FIFA lét hafa það eftir sér í júní að Rússar og Katarbúar ættu að missa 2018- og 2022-keppnirnar ef sannanir fyrir mútunum koma fram í dagsljósið. Bæði Rússland og Katar halda frammi sakleysi sínu og það hafa ekki enn komið fram hreinar sannanir um mútur þegar löndin tvö fengu úthlutað heimsmeistarakeppnunum. David Beckham er ekki með þessu að styðja við bakið á spillingunni sem hefur verið innan FIFA og vill eins og allir sjá sambandið fara í gegnum allsherjar hreinsun. „Það er svo mikil vitleysa búin að vera í gangi að það mun taka langan tíma að laga þarna til. Það er yfirþyrmandi og ógeðslegt að sjá hvernig hefur verið hugsað um leikinn okkar," sagði Beckham. Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid og enska landsliðsins, er á því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta eigi að fara fram í Katar eftir tæp sjö ár. Saksóknarar í Sviss og Bandaríkjunum eru á fullu að rannsaka ásakanir um spillingu í tengslum við það að Katar og Rússar fengu úthlutað keppnunum á sínum tíma. Rússar fengu keppnina 2018 og Katarbúar keppnina fjórum árum síðar. Englendingar sátu eftir með sárt ennið en þeir vildu fá heimsmeistarakeppnina 2018. „Hvort sem að það hafi verið mútur eða ekki þá hafa þessi tvö lönd verið valin til að halda keppnina. Fólk verður bara að sætta sig við það," sagði David Beckham í jólaútgáfu Radio Times en BBC skrifar um viðtalið í dag. „Þetta snýst um að koma með fótboltann til nýrra landa. Við eigum bara að styðja við bakið á þessum tveimur löndum og þau munu bæði láta þetta ganga upp," sagði Beckham ennfremur. Háttsettur maður frá FIFA lét hafa það eftir sér í júní að Rússar og Katarbúar ættu að missa 2018- og 2022-keppnirnar ef sannanir fyrir mútunum koma fram í dagsljósið. Bæði Rússland og Katar halda frammi sakleysi sínu og það hafa ekki enn komið fram hreinar sannanir um mútur þegar löndin tvö fengu úthlutað heimsmeistarakeppnunum. David Beckham er ekki með þessu að styðja við bakið á spillingunni sem hefur verið innan FIFA og vill eins og allir sjá sambandið fara í gegnum allsherjar hreinsun. „Það er svo mikil vitleysa búin að vera í gangi að það mun taka langan tíma að laga þarna til. Það er yfirþyrmandi og ógeðslegt að sjá hvernig hefur verið hugsað um leikinn okkar," sagði Beckham.
Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira