Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 14:20 Hreiðar Már fyrir miðju ásamt verjendateymi sínu. Vísir/Stefán Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um lánveitingar sem bankinn veitti þremur eignarhaldsfélögum þann 29. ágúst 2008 en um var að ræða peningamarkaðslán að upphæð samtals 130 milljónir evra. Umrædd lán voru notuð til að borga upp lán sem félögin þrjú höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxemborg en þeir fjármunir voru notaðir sem fjárframlög félaganna inn í félagið Chesterfield sem keypti lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings. Vill ákæruvaldið meina að með lánveitingunum hafi Hreiðar Már gerst sekur um umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán Veit ekki hver tók ákvörðun um lánin Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju. Þá hafa þeir allir hlotið refsidóma í öðrum málum í héraði en Hæstiréttur á enn eftir að taka þau fyrir. Aðspurður fyrir dómi í dag kvaðst Hreiðar ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um að veita umrædd lán í ágúst 2008, en óumdeilt er að lánin voru aldrei samþykkt í lánanefnd stjórnar, eins og verkferlar bankans mæltu fyrir um. Kvaðst Hreiðar aldrei hafa gefið fyrirmæli um að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. „Þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, vísaði þá meðal annars í framburð Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings, en hann sagði við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara árið 2012 að Hreiðar hefði gefið fyrirmælin um að greiða lánin út. Þvertók Hreiðar fyrir þetta. „Ég ætla nú ekki að vera með of miklar ásakanir en þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað,“ sagði Hreiðar og vísaði þar í tölvupósta Halldórs Bjarkars og Bjarka Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, vegna lánveitinganna. „Það er ekkert í gögnum sem bendir til þess að ég hafi gefið fyrirmæli um þessi lán. [...] Hann er að ljúga þessu upp á mig og ég held að hlutlægur saksóknari hefði áttað sig á því,“ sagði Hreiðar um framburð Halldórs Bjarkars. CLN-málið Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um lánveitingar sem bankinn veitti þremur eignarhaldsfélögum þann 29. ágúst 2008 en um var að ræða peningamarkaðslán að upphæð samtals 130 milljónir evra. Umrædd lán voru notuð til að borga upp lán sem félögin þrjú höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxemborg en þeir fjármunir voru notaðir sem fjárframlög félaganna inn í félagið Chesterfield sem keypti lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings. Vill ákæruvaldið meina að með lánveitingunum hafi Hreiðar Már gerst sekur um umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán Veit ekki hver tók ákvörðun um lánin Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju. Þá hafa þeir allir hlotið refsidóma í öðrum málum í héraði en Hæstiréttur á enn eftir að taka þau fyrir. Aðspurður fyrir dómi í dag kvaðst Hreiðar ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um að veita umrædd lán í ágúst 2008, en óumdeilt er að lánin voru aldrei samþykkt í lánanefnd stjórnar, eins og verkferlar bankans mæltu fyrir um. Kvaðst Hreiðar aldrei hafa gefið fyrirmæli um að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. „Þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, vísaði þá meðal annars í framburð Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings, en hann sagði við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara árið 2012 að Hreiðar hefði gefið fyrirmælin um að greiða lánin út. Þvertók Hreiðar fyrir þetta. „Ég ætla nú ekki að vera með of miklar ásakanir en þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað,“ sagði Hreiðar og vísaði þar í tölvupósta Halldórs Bjarkars og Bjarka Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, vegna lánveitinganna. „Það er ekkert í gögnum sem bendir til þess að ég hafi gefið fyrirmæli um þessi lán. [...] Hann er að ljúga þessu upp á mig og ég held að hlutlægur saksóknari hefði áttað sig á því,“ sagði Hreiðar um framburð Halldórs Bjarkars.
CLN-málið Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira