Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 14:20 Hreiðar Már fyrir miðju ásamt verjendateymi sínu. Vísir/Stefán Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um lánveitingar sem bankinn veitti þremur eignarhaldsfélögum þann 29. ágúst 2008 en um var að ræða peningamarkaðslán að upphæð samtals 130 milljónir evra. Umrædd lán voru notuð til að borga upp lán sem félögin þrjú höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxemborg en þeir fjármunir voru notaðir sem fjárframlög félaganna inn í félagið Chesterfield sem keypti lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings. Vill ákæruvaldið meina að með lánveitingunum hafi Hreiðar Már gerst sekur um umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán Veit ekki hver tók ákvörðun um lánin Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju. Þá hafa þeir allir hlotið refsidóma í öðrum málum í héraði en Hæstiréttur á enn eftir að taka þau fyrir. Aðspurður fyrir dómi í dag kvaðst Hreiðar ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um að veita umrædd lán í ágúst 2008, en óumdeilt er að lánin voru aldrei samþykkt í lánanefnd stjórnar, eins og verkferlar bankans mæltu fyrir um. Kvaðst Hreiðar aldrei hafa gefið fyrirmæli um að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. „Þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, vísaði þá meðal annars í framburð Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings, en hann sagði við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara árið 2012 að Hreiðar hefði gefið fyrirmælin um að greiða lánin út. Þvertók Hreiðar fyrir þetta. „Ég ætla nú ekki að vera með of miklar ásakanir en þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað,“ sagði Hreiðar og vísaði þar í tölvupósta Halldórs Bjarkars og Bjarka Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, vegna lánveitinganna. „Það er ekkert í gögnum sem bendir til þess að ég hafi gefið fyrirmæli um þessi lán. [...] Hann er að ljúga þessu upp á mig og ég held að hlutlægur saksóknari hefði áttað sig á því,“ sagði Hreiðar um framburð Halldórs Bjarkars. CLN-málið Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um lánveitingar sem bankinn veitti þremur eignarhaldsfélögum þann 29. ágúst 2008 en um var að ræða peningamarkaðslán að upphæð samtals 130 milljónir evra. Umrædd lán voru notuð til að borga upp lán sem félögin þrjú höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxemborg en þeir fjármunir voru notaðir sem fjárframlög félaganna inn í félagið Chesterfield sem keypti lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings. Vill ákæruvaldið meina að með lánveitingunum hafi Hreiðar Már gerst sekur um umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán Veit ekki hver tók ákvörðun um lánin Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju. Þá hafa þeir allir hlotið refsidóma í öðrum málum í héraði en Hæstiréttur á enn eftir að taka þau fyrir. Aðspurður fyrir dómi í dag kvaðst Hreiðar ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um að veita umrædd lán í ágúst 2008, en óumdeilt er að lánin voru aldrei samþykkt í lánanefnd stjórnar, eins og verkferlar bankans mæltu fyrir um. Kvaðst Hreiðar aldrei hafa gefið fyrirmæli um að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. „Þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, vísaði þá meðal annars í framburð Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings, en hann sagði við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara árið 2012 að Hreiðar hefði gefið fyrirmælin um að greiða lánin út. Þvertók Hreiðar fyrir þetta. „Ég ætla nú ekki að vera með of miklar ásakanir en þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað,“ sagði Hreiðar og vísaði þar í tölvupósta Halldórs Bjarkars og Bjarka Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, vegna lánveitinganna. „Það er ekkert í gögnum sem bendir til þess að ég hafi gefið fyrirmæli um þessi lán. [...] Hann er að ljúga þessu upp á mig og ég held að hlutlægur saksóknari hefði áttað sig á því,“ sagði Hreiðar um framburð Halldórs Bjarkars.
CLN-málið Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira