Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 13:15 Forsíða DV mánudaginn 4. febrúar 1991. Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið sunnudaginn 3. febrúar árið 1991. Í forsíðufrétt DV á mánudeginum var fyrirsögnin: „Tugþúsundir Íslendinga urðu fyrir veðurtjóni.“ Veðrið hafði víða áhrif þennan sunnudag í febrúar. Gífturlegt tjón varð á Flateyri þar sem sumarbústaður, sem stóð skammt frá bænum Innri-Veðrará, fauk í heilu lagi á haf út. Annað langbylgjumastranna á Vatnsendahæð hrundi og var Guðjón Petersen, forstjóri Almannavarna, allt annað en sáttur. Þessu hefðu þeir varað við í 20 ár. Svipmyndir af óveðrinu má sjá að neðan. Í Hrunamannahreppi splundraðist fjárhús, partur af hlöðu og þakplötur fuku af íbúðarhúsinu á bænum Syðra-Seli. Finna þurfti pláss fyrir ærnar á öðrum bæjum. Í Biskupstungum horfði Þráinn Bjargdal Jónsson bóndi upp á þakið á fjárhúsi sínu hverfa út í buskann eins og hendi væri veifað. Þá rifnuðu tré víða upp með rótum eins og við Skothúsveg í Reykjavík þar sem þau lögðust upp að húsinu og hindruðu að fólk kæmist inn og út. Neyðarástand skapaðist í Vestmannaeyjum og í Keflavík þurfti að flytja fólk úr íbúðarhúsum sínum. Að neðan má sjá ljósmyndir Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara frá deginum sögulega ásamt myndbrotum frá deginum. Annars vegar er um að ræða samantekt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 og hins vegar kvöldfréttum RÚV sem Styrmir Barkarson birtir á Facebook-síðu sinni. Ástæða er fyrir landsmenn að fara með öllu með gát og vera ekki á ferli seinni partinn í dag og kvöld. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissuástandi vegna veður. Fjallað var um stöðu mála í veðurmálum hér heima í sérstökum hádegisfréttatíma Stöðvar 2 sem sjá má í heild hér að neðan. Svona var forsíða DV 4. febrúar 1991 þó gleymst hafi að breyta úr janúar í febrúar á blaðinu sjálfu. Forsíða DV 4. febrúar 1991. Tré rifnuðu upp með rótum í Hljómskálagarðinum.Vísir/GVA Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVA Slökkviliðsmenn áttu erfitt með að halda jafnvægi við störf sín.Vísir/GVA Þessi flutningabíll fór á hliðina.Vísir/GVA Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVA Þök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA Veður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið sunnudaginn 3. febrúar árið 1991. Í forsíðufrétt DV á mánudeginum var fyrirsögnin: „Tugþúsundir Íslendinga urðu fyrir veðurtjóni.“ Veðrið hafði víða áhrif þennan sunnudag í febrúar. Gífturlegt tjón varð á Flateyri þar sem sumarbústaður, sem stóð skammt frá bænum Innri-Veðrará, fauk í heilu lagi á haf út. Annað langbylgjumastranna á Vatnsendahæð hrundi og var Guðjón Petersen, forstjóri Almannavarna, allt annað en sáttur. Þessu hefðu þeir varað við í 20 ár. Svipmyndir af óveðrinu má sjá að neðan. Í Hrunamannahreppi splundraðist fjárhús, partur af hlöðu og þakplötur fuku af íbúðarhúsinu á bænum Syðra-Seli. Finna þurfti pláss fyrir ærnar á öðrum bæjum. Í Biskupstungum horfði Þráinn Bjargdal Jónsson bóndi upp á þakið á fjárhúsi sínu hverfa út í buskann eins og hendi væri veifað. Þá rifnuðu tré víða upp með rótum eins og við Skothúsveg í Reykjavík þar sem þau lögðust upp að húsinu og hindruðu að fólk kæmist inn og út. Neyðarástand skapaðist í Vestmannaeyjum og í Keflavík þurfti að flytja fólk úr íbúðarhúsum sínum. Að neðan má sjá ljósmyndir Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara frá deginum sögulega ásamt myndbrotum frá deginum. Annars vegar er um að ræða samantekt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 og hins vegar kvöldfréttum RÚV sem Styrmir Barkarson birtir á Facebook-síðu sinni. Ástæða er fyrir landsmenn að fara með öllu með gát og vera ekki á ferli seinni partinn í dag og kvöld. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissuástandi vegna veður. Fjallað var um stöðu mála í veðurmálum hér heima í sérstökum hádegisfréttatíma Stöðvar 2 sem sjá má í heild hér að neðan. Svona var forsíða DV 4. febrúar 1991 þó gleymst hafi að breyta úr janúar í febrúar á blaðinu sjálfu. Forsíða DV 4. febrúar 1991. Tré rifnuðu upp með rótum í Hljómskálagarðinum.Vísir/GVA Þessi bíll fór í flugferð í storminum.Vísir/GVA Slökkviliðsmenn áttu erfitt með að halda jafnvægi við störf sín.Vísir/GVA Þessi flutningabíll fór á hliðina.Vísir/GVA Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast.Vísir/GVA Þök rifnuðu af húsum.Vísir/GVA
Veður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira