Segir að svar forsætisráðherra um stuðning Íslands við Íraksinnrásina sé „algerlega óboðlegt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. desember 2015 13:05 Helgi Hjörvar spurði hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vissi ekki af yfirlýsingu Davíðs Oddssonar frá 2003. Vísir/Valli „Er Davíð Oddsson ekki til? Misminnir mig að hér hafi setið forsætisráðherra sem heitir Davíð Oddsson eða er forsætisráðherra farinn að gleyma fleiru en kosningaloforðum sínum?“ spurði Helgi Hjörvar í umræðum um störf þingsins í morgun. Davíð var forsætisráðherra þegar yfirlýsingin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var samþykkt.Vísir„Við að lesa svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um aðild okkar að innrásinni í Írak er engu líkara en að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi aldrei með yfirlýsingu sinni 19. mars 2003 gert okkur að hluta af hinum viljugu þjóðum.“Ekki stuðningur við hernað Í svarinu sem Helgi vísaði til sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra að samþykki Íslands við að vera á lista hinna viljugu þjóða, eins og listi yfir stuðningsþjóðir við innrásina í Írak var kallaður, hafi ekki falið í sér stuðning við hernaðaraðgerðir. „Í aðeins einu tilviki hefur Ísland haft beina aðkomu að ákvörðun um hernaðaríhlutun en það var vegna árásarinnar á Líbýu árið 2011,“ sagði Sigmundur í svarinu og sagði að ef biðjast ætti afsökunar á einhverju þá væri það á þeirri ákvörðun.Sigmundur Davíð kannaðist ekki við að Ísland hefði stutt hernaðaraðgerðir í Írak.Vísir/StefánVill nýtt svar Helgi er allt annað en ánægður með svar forsætisráðherrans. „Það er algerlega óboðlegt að í formlegu svari til Alþingis láti forsætisráðherra eins og þessi yfirlýsing hafi aldrei verið gefin,“ sagði hann. „Jafn hörmuleg og hún var og jafn rík ástæða og það væri til að leyna yfirlýsingu Davíðs Oddssonar 19. mars 2003 og raun ber vitni, en það er því miður ekki hægt vegna þess að við vorum gerð ábyrg fyrir því sem þarna fór fram, illu heilli, herlaus og friðsöm þjóð sem alltaf höfðum verið það fram að því og vildum vera það,“ sagði hann. Helgi kallaði eftir því að Sigmundir myndi svara þinginu upp á nýtt. „Ég held að það sé full ástæða fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson að íhuga það að afturkalla svar sitt, svara þinginu aftur um þetta efni og sannarlega til að biðja afsökunar á þessum leiðu mistökum og hörmulegu,“ sagði hann svo að lokum. Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Er Davíð Oddsson ekki til? Misminnir mig að hér hafi setið forsætisráðherra sem heitir Davíð Oddsson eða er forsætisráðherra farinn að gleyma fleiru en kosningaloforðum sínum?“ spurði Helgi Hjörvar í umræðum um störf þingsins í morgun. Davíð var forsætisráðherra þegar yfirlýsingin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var samþykkt.Vísir„Við að lesa svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um aðild okkar að innrásinni í Írak er engu líkara en að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi aldrei með yfirlýsingu sinni 19. mars 2003 gert okkur að hluta af hinum viljugu þjóðum.“Ekki stuðningur við hernað Í svarinu sem Helgi vísaði til sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra að samþykki Íslands við að vera á lista hinna viljugu þjóða, eins og listi yfir stuðningsþjóðir við innrásina í Írak var kallaður, hafi ekki falið í sér stuðning við hernaðaraðgerðir. „Í aðeins einu tilviki hefur Ísland haft beina aðkomu að ákvörðun um hernaðaríhlutun en það var vegna árásarinnar á Líbýu árið 2011,“ sagði Sigmundur í svarinu og sagði að ef biðjast ætti afsökunar á einhverju þá væri það á þeirri ákvörðun.Sigmundur Davíð kannaðist ekki við að Ísland hefði stutt hernaðaraðgerðir í Írak.Vísir/StefánVill nýtt svar Helgi er allt annað en ánægður með svar forsætisráðherrans. „Það er algerlega óboðlegt að í formlegu svari til Alþingis láti forsætisráðherra eins og þessi yfirlýsing hafi aldrei verið gefin,“ sagði hann. „Jafn hörmuleg og hún var og jafn rík ástæða og það væri til að leyna yfirlýsingu Davíðs Oddssonar 19. mars 2003 og raun ber vitni, en það er því miður ekki hægt vegna þess að við vorum gerð ábyrg fyrir því sem þarna fór fram, illu heilli, herlaus og friðsöm þjóð sem alltaf höfðum verið það fram að því og vildum vera það,“ sagði hann. Helgi kallaði eftir því að Sigmundir myndi svara þinginu upp á nýtt. „Ég held að það sé full ástæða fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson að íhuga það að afturkalla svar sitt, svara þinginu aftur um þetta efni og sannarlega til að biðja afsökunar á þessum leiðu mistökum og hörmulegu,“ sagði hann svo að lokum.
Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira