Viðskipti innlent

Segir kerfisbreytingu útskýra lækkun veiðigjalda í áætlunum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir veiðigjöldin ekki vera að lækka heldur sé innheimta þeirra að breytast.
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir veiðigjöldin ekki vera að lækka heldur sé innheimta þeirra að breytast. Vísir/Vilhelm
Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það misskilning að veiðigjöld hafi lækkað í ár. Vísar hann þar í umræðu og fyrirspurn frá Bjartri Ólafsdóttur, þingkonu Bjartrar framtíðar, um veiðigjöld á þingi í morgun.

Í fyrirspurn sinni til forsætisráðherra vísaði Björt meðal annars til þess að í fjárlagafrumvarpi næsta árs kæmi fram að áætlaðar tekjur af veiðigjöldum væru rúmir fimm milljarðar. Haukur segir þetta skiljanlegan misskilning.

„Það sem er í gangi er sem sagt að innheimta veiðigjalda hefur verið fyrir fram og er að færast yfir í það, frá 1. september 2015, að miðast við landaðan afla,“ segir hann. „Það sem er september til desember fer fram frá og með febrúar 2016 þannig að það erum kerfisbreytingu að ræða af hverju málið lítur svona út.“

Haukur segir að veiðigjöld séu í raun að hækka. 

„Ef maður horfir á stóra samhengið, línuna í þessu, þá er fiskveiðiárið 2014-2015 voru veiðigjöld 7,7 milljarðar króna. Áætlað veiðigjalda 2015-2016, verður í kringum 9 milljarða,“ segir hann en bætir við að hver nákvæmlega hver lokatalan fyrir almanaksárið verði. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×