Milljarðar frá Rio Tinto í Straumsvík til Rio Tinto í Sviss þrátt fyrir tap Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. desember 2015 13:28 Kaupa súrál af móðurfélaginu og greiða fyrir einkaleyfi og fleira. Vísir/Vilhelm Eigandi álversins Rio Tinto Alcan í Straumsvík greiðir milljarða króna á ári til eiganda síns Alcan Holdings Switzerland, á hverju ári þrátt fyrir taprekstur. Tapið er í raun að hluta tilkomið vegna þessara háu greiðslna. Fjallað er um málið í Stundinni í dag.Rannveig sagði á þriðjudag að ekki stæði til að loka en í morgun sagði hún spurningu hvort starfsemin ætti bara að felast í því að uppfylla rafmagnskaupasamningVísir/GVAGreiða fyrir einkaleyfi og súrál Þar kemur fram að í svörum frá upplýsingafulltrúa Alcan á Ísland, Ólafi Teiti Guðnasyni, séu þessi gjöld, sem bókfærð eru sem kostnaður, tilkomin vegna einkaleyfa, tæknilegrar þjónustu, sameiginlegrar stjórnunar. Til viðbótar á álverið í Straumsvík umtalsverð viðskipti við móðurfélagið vegna kaupa á súráli og rafskauta sem notuð eru í framleiðslunni. Umræða hefur verið um hvort álverinu verði lokað vegna kjarabaráttu starfsmanna en baráttan virðist vera algjörlega strand. Álverð hefur lækkað talsvert á síðustu misserum.Vísir/GVAÓljóst hvað gert verður Boðuð verkfalli var aflýst á síðustu stundu í vikunni, ekki vegna þess að útlit væri fyrir samninga heldur þvert á móti þar sem forsvarsmenn starfsmanna sögðu engan samning í augsýn og að verið væri að nota starfsmenn sem átyllu til að loka verksmiðjunni. Taprekstur hefur verið á álverinu síðustu ár en ráðist hefur verið í talsverða fjárfestingu. Rannveig Rist, forstjóri álversins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að ekki stæði til að loka. „Við erum að vinna að því að láta þennan rekstur ganga vel og ganga áfram. Við erum nýbúin að fjárfesta hér fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum.“ Nú tveimur dögum síðar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, sagði Rannveig hins vegar spurningu um hvort tapið á rekstri álversins væri svo mikið að það borgi sig að borga bara rafmagnið og hætta framleiðslu. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Eigandi álversins Rio Tinto Alcan í Straumsvík greiðir milljarða króna á ári til eiganda síns Alcan Holdings Switzerland, á hverju ári þrátt fyrir taprekstur. Tapið er í raun að hluta tilkomið vegna þessara háu greiðslna. Fjallað er um málið í Stundinni í dag.Rannveig sagði á þriðjudag að ekki stæði til að loka en í morgun sagði hún spurningu hvort starfsemin ætti bara að felast í því að uppfylla rafmagnskaupasamningVísir/GVAGreiða fyrir einkaleyfi og súrál Þar kemur fram að í svörum frá upplýsingafulltrúa Alcan á Ísland, Ólafi Teiti Guðnasyni, séu þessi gjöld, sem bókfærð eru sem kostnaður, tilkomin vegna einkaleyfa, tæknilegrar þjónustu, sameiginlegrar stjórnunar. Til viðbótar á álverið í Straumsvík umtalsverð viðskipti við móðurfélagið vegna kaupa á súráli og rafskauta sem notuð eru í framleiðslunni. Umræða hefur verið um hvort álverinu verði lokað vegna kjarabaráttu starfsmanna en baráttan virðist vera algjörlega strand. Álverð hefur lækkað talsvert á síðustu misserum.Vísir/GVAÓljóst hvað gert verður Boðuð verkfalli var aflýst á síðustu stundu í vikunni, ekki vegna þess að útlit væri fyrir samninga heldur þvert á móti þar sem forsvarsmenn starfsmanna sögðu engan samning í augsýn og að verið væri að nota starfsmenn sem átyllu til að loka verksmiðjunni. Taprekstur hefur verið á álverinu síðustu ár en ráðist hefur verið í talsverða fjárfestingu. Rannveig Rist, forstjóri álversins, sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að ekki stæði til að loka. „Við erum að vinna að því að láta þennan rekstur ganga vel og ganga áfram. Við erum nýbúin að fjárfesta hér fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum.“ Nú tveimur dögum síðar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, sagði Rannveig hins vegar spurningu um hvort tapið á rekstri álversins væri svo mikið að það borgi sig að borga bara rafmagnið og hætta framleiðslu.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27