Guðmundur Braga hættir hjá Grindavík og Kaninn fer til Suður-Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2015 10:53 Guðmundur Bragason og fjölskylda fylgjast hér með Grindavíkurleik úr stúkunni. Guðmundur verður ekki meira á hliðarlínunni í vetur. Vísir/Ernir Það eru breytingar framundan hjá karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum en bæði aðstoðarþjálfarinn og bandaríski leikmaðurinn eru að hætta hjá félaginu. Grindvíkingar segja frá því á fésbókarsíðu sinni að Guðmundur Bragason þurfi hætta sem aðstoðarþjálfari liðsins vegna anna í vinnu og þá er Eric Wise á leiðinni til liðs í Suður-Kóreu. „Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd UMFG að hann geti ekki haldið áfram sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla. Þó þetta sé vissulega áfall fyrir okkur þá sýnum við Gumma að sjálfsögðu fullann skilning og höldum áfram, við erum jú vissulega með part af honum liðinu," segir hjá síðu Grindvíkinga sem munu treysta á það að Guðmundur haldi áfram að hvetja liðið áfram enda spila tveir synir hans með liðinu. „Gummi mun þó öskra liðið áfram úr stúkunni þegar hann getur og aðstoða lítið eitt við það sem upp getur komið. Við viljum þakka Gumma fyrir það sem liðið er af tímabilinu og óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta," segir á síðu Grindvíkinga. Jón Axel og Ingvi Þór Guðmundssynir eru báðir að spila yfir 18 mínútur í leik með liðinu og Jón Axel er með 15,5 stig, 7,3 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eric Julian Wise er annar bandaríski leikmaðurinn hjá Grindavík á þessu tímabili og nú er orðið ljóst að hann verður ekki sá síðasti. „Lið frá S- Kóreu sýndi því mikinn áhuga á að fá Eric nokkurn Wise til sín en fyrir þá sem ekki vita þá er hann kaninn okkar. Þegar svona kemur upp er ákaflega lítið sem lið frá Íslandi geta gert þar sem þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir hans feril og nokkurn veginn vonlaust að koma í veg fyrir að hann yfirgefi skútuna. Það er nokkuð ljóst að leikurinn í kvöld gegn Haukum verður hans síðasti fyrir okkar lið," segir á fésbókarsíðu Grindvíkinga. Eric Julian Wise er með 25 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik hjá Grindavík en liðið hefur þó aðeins unnið 1 af 4 leikjum sem hann hefur spilað.Sæl öll.Smá fréttir fyrir okkur frá okkur. Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd...Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Grindavík on 3. desember 2015 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
Það eru breytingar framundan hjá karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum en bæði aðstoðarþjálfarinn og bandaríski leikmaðurinn eru að hætta hjá félaginu. Grindvíkingar segja frá því á fésbókarsíðu sinni að Guðmundur Bragason þurfi hætta sem aðstoðarþjálfari liðsins vegna anna í vinnu og þá er Eric Wise á leiðinni til liðs í Suður-Kóreu. „Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd UMFG að hann geti ekki haldið áfram sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla. Þó þetta sé vissulega áfall fyrir okkur þá sýnum við Gumma að sjálfsögðu fullann skilning og höldum áfram, við erum jú vissulega með part af honum liðinu," segir hjá síðu Grindvíkinga sem munu treysta á það að Guðmundur haldi áfram að hvetja liðið áfram enda spila tveir synir hans með liðinu. „Gummi mun þó öskra liðið áfram úr stúkunni þegar hann getur og aðstoða lítið eitt við það sem upp getur komið. Við viljum þakka Gumma fyrir það sem liðið er af tímabilinu og óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta," segir á síðu Grindvíkinga. Jón Axel og Ingvi Þór Guðmundssynir eru báðir að spila yfir 18 mínútur í leik með liðinu og Jón Axel er með 15,5 stig, 7,3 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eric Julian Wise er annar bandaríski leikmaðurinn hjá Grindavík á þessu tímabili og nú er orðið ljóst að hann verður ekki sá síðasti. „Lið frá S- Kóreu sýndi því mikinn áhuga á að fá Eric nokkurn Wise til sín en fyrir þá sem ekki vita þá er hann kaninn okkar. Þegar svona kemur upp er ákaflega lítið sem lið frá Íslandi geta gert þar sem þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir hans feril og nokkurn veginn vonlaust að koma í veg fyrir að hann yfirgefi skútuna. Það er nokkuð ljóst að leikurinn í kvöld gegn Haukum verður hans síðasti fyrir okkar lið," segir á fésbókarsíðu Grindvíkinga. Eric Julian Wise er með 25 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik hjá Grindavík en liðið hefur þó aðeins unnið 1 af 4 leikjum sem hann hefur spilað.Sæl öll.Smá fréttir fyrir okkur frá okkur. Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd...Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Grindavík on 3. desember 2015
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira