Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fram 28-24 | Baráttuglaðir Seltirningar unnu sannfærandi sigur Kristinn Páll Teitsson í Hertz-höllinni skrifar 3. desember 2015 21:45 Garðar B. Sigurjónsson skoraði sjö mörk í sigri Fram á Gróttu í fyrsta leik liðanna í vetur. vísir/vilhelm Baráttuglaðir Seltirningar unnu sannfærandi 4 marka sigur á Fram í 16. umferð Olís-deild karla í kvöld, 28-24. Fyrir utan tíu mínútna kafla í seinni hálfleik voru heimamenn einfaldlega mun sterkari og var sigurinn því afar verðskuldaður. Liðin áttu það sameiginlegt fyrir leik að hafa aðeins hikstað í undanförnum tveimur leikjum eftir frábært gengi síðustu vikur. Eftir átta sigurleiki í röð hafði Fram aðeins nælt í stig í síðustu tveimur leikjum. Seltirningar höfðu tapað tveimur leikjum í röð í Olís-deildinni fyrir leik kvöldsins en unnu góðan sigur á FH í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í framlengdum leik á dögunum. Sá sigurleikur virtist hafa gert sitt fyrir sjálfstraust leikmanna Gróttu sem voru einfaldlega mun einbeittari í fyrri hálfleik og höfðu betur í baráttunni inn á vellinum. Góður varnarleikur Seltirninga gerði útslagiðÁ tíundu mínútu í stöðunni 4-4 settu Seltirningar í gír og náðu fjögurra marka forskoti sem þeir héldu allt til loka fyrri hálfleiks en munurinn fór þegar mest var upp í sex mörk í stöðunni 16-8. Munaði helst um að leikmenn Fram áttu fá svör við 5-1 vörn heimamanna sem leiddi til þess að leikmenn Fram töpuðu boltanum trekk í trekk og fengu heimamenn auðveld mörk upp úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og leiddu 17-13 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks virtust Seltirningar einfaldlega ætla að gera út um leikinn þegar Viggó Kristjánsson kom Gróttu sex mörkum yfir á 34. mínútu en næstu tíu mínútur settu leikmenn Fram einfaldlega í lás. Tókst þeim smátt og smátt að saxa á forskot heimamanna og náðu þeir að koma muninum niður í eitt mark á 43. mínútu þegar Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði af vítalínunni. Leikmönnum Fram tókst hinsvegar ekki að fylgja því eftir og virkuðu einfaldlega bensínlausir næstu mínúturnar eftir að hafa unnið upp fimm marka mun og náði Grótta aftur fjögurra marka mun tíu mínútum fyrir leikslok. Sama hvað leikmenn Fram reyndu síðustu tíu mínútur leiksins tókst þeim ekki að ógna forskoti heimamanna sem unnu að lokum 4 marka sigur og fara upp að hlið ÍBV í 6. sæti Olís-deildarinnar. Viggó fór á kostum í liði Gróttu í leiknum með níu mörk en Daði Laxdal Gautason bætti við fjórum mörkum en í markinu varði Lárus Helgi Ólafsson alls 16 bolta, samtals með 41% markvörslu. Í liði gestanna var það Óðinn Þór sem fór fyrir liði sínu með sex mörk, þar af fjögur af vítalínunni en Arnar Freyr Ársælsson og Ólafur Ægir Ólafsson bættu við fimm mörkum hvor. Í markinu hjá Fram stóð Valtýr Már Hákonarson vakt sína ágætlega með 9 bolta varða, 39% markvörslu en Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Fram, náði sér ekki á strik í leiknum eftir góða byrjun og varði aðeins fimm skot.Viggó: Fór hrollur um mann þegar munurinn var eitt mark „Þetta var ótrúlega sætt, sérstaklega eftir að við töpuðum fyrri leiknum með einu marki á lokasekúndunum,“ sagði Viggó Kristjánsson, leikmaður Gróttu, sáttur og sæll að leik loknum í kvöld. „Við mundum vel eftir þeim leik. Það þekkjast margir leikmenn liðanna vel og það er alltaf frábært að ná sigri gegn þeim.“ Jafnt var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þá settu heimamenn einfaldlega í gír og héldu forskotinu út leikinn. „Við náðum að loka vel á þá í vörninni og í sókninni fór eiginlega bara allt inn. Þeir réðu illa við sóknarleikinn okkar, við hreyfðum okkur vel og fengum eiginlega gott færi í hverri sókn sem við vorum að klára,“ sagði Viggó sem sagði spilamennskuna hafa verið beint áframhald frá spilamennsku liðsins í framlengingunni gegn FH í bikarnum á dögunum. „Eins og ég segi, það gekk eiginlega allt upp í fyrri hálfleik og við settum 1-2 sirkúsmörk. Við vorum ekki frábærir í leiknum gegn FH en lékum frábærlega í framlengingunni og þetta var eiginlega bara beint framhald af því. Núna eru nokkrir leikir eftir fyrir áramót og við þurfum að klára þá.“ Fram tókst að minnka muninn niður í eitt stig korteri fyrir leikslok en þá stigu leikmenn Gróttu einfaldlega aftur á bensíngjöfina og sigldu sigrinum heim. „Það fór auðvitað hrollur um mann þegar munurinn var eitt mark því þetta var algjör óþarfi hjá okkur. Við vorum að klára færin illa í sókninni og óábyrgir en eftir leikhlé byrjaði þetta að rúlla aftur og náðum aftur nokkurra marka forskoti og kláruðum leikinn.“Guðlaugur: Vorum ekki með hugarfarið til að klára þetta „Ég er mjög ósáttur með þessa ferð út á Seltjarnarnes þótt það sé alltaf gaman að koma hingað,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, vonsvikinn eftir leikinn. „Það er mjög margt sem fer úrskeiðis hjá okkur og leikmenn Gróttu gerðu vel með því að koma og spila sinn leik mjög vel. Þeir eiga hrós skilið hvernig þeir kláruðu þetta en það er margt sem þarf að skoða hjá okkur, meðal annars hugarfarið.“ Guðlaugur var ósáttur með agaleysið hjá leikmönnum sínum í fyrri hálfleik en Grótta náði sex marka forskoti þegar mest var í fyrri hálfleik. „Við verðum óagaðir, missum boltann trekk í trekk þegar við erum að kasta boltanum frá okkur. Við erum með fimmtán tapaða bolta í leiknum og töpuðum leiknum bara með fjórum mörkum. Við gáfum okkur tækifæri á að loka á þá og taka eitthvað héðan en vorum einfaldlega ekki með hugarfarið í að klára þetta.“ Guðlaugur sagðist ekki geta kennt markvörðunum um lélega markvörslu í fyrri hálfleik þegar varnarleikur liðsins væri ekki betri en raun bar vitni. „Þeir voru að fá mikið af auðveldum mörkum. Í seinni hálfleik þegar við stilltum upp í vörn lentu þeir í vandræðum en þegar við minnkum muninn niður í eitt mark gefum við þeim auðveld mörk og lendum aftur undir. Þetta er hluti af þroskasögunni og við þurfum einfaldlega að læra af þessu en ég vill ekki taka neitt af leikmönnum Gróttu sem spiluðu vel í dag,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Markvarslan var ekkert sérstök framan af. Mér fannst Valtýr koma vel inn í leikinn og frammistaða hans í seinni hálfleiknum er kannski ljósi punkturinn sem við tökum úr þessu. Hann heldur áfram að setja pressu á Kristófer en um leið og vörnin hrökk í gang fylgdi markvarslan. Þetta eru tveir þættir sem haldast vel saman.“Gunnar: Fínt að kvitta fyrir tapið í Framheimilinu í kvöld „Þetta var mjög mikilvægur sigur og gaman að sigra gamla liðið mitt,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, með bros á vör, eftir leikinn í kvöld. „Það var hrikalega súrt að tapa fyrri leiknum í Framheimilinu og það var fínt að kvitta fyrir það í kvöld.“ Gunnar var ánægður með varnarleik Gróttu í kvöld en Grótta náði forskotinu á 10. mínútu og hélt forskotinu út allan leikinn. „Við spiluðum 5-1 vörn allan tímann og hún gekk nokkuð vel. Þeir áttu í erfiðleikum með að finna lausn á henni og tókst ekki að tækla hana. Upp úr því fengum við auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og það skiptir gríðarlegu máli í handbolta,“ sagði Gunnar en Fram tókst að minnka muninn niður í eitt mark um miðbik seinni hálfleiks. „Við fórum úr því skipulagi sem við lögðum upp með fyrir leikinn að spila agaðan sóknarleik. Við brutum aðeins upp úr því og þeir náðu að refsa okkur á þeim kafla. Fram er með það gott lið að það er ekki hægt að vera með kæruleysi í sóknarleiknum.“ Mikill stígandi hefur verið í leik Gróttu undanfarnar vikur en Grótta hefur fengið 12 stig af 18 mögulegum frá 23-22 sigri Fram á Gróttu í október. Buðu leikmenn liðsins upp á sirkúsmark í fyrri hálfleik. „Við erum búnir að bæta okkur á ýmsum sviðum frá fyrri leik liðanna og það er allt á réttri leið hjá okkur. Við höfum reynt sirkúsmörk á æfingum og það er gaman þegar þetta tekst. Menn mega líka reyna að hafa skemmtanagildið í góðu lagi.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Baráttuglaðir Seltirningar unnu sannfærandi 4 marka sigur á Fram í 16. umferð Olís-deild karla í kvöld, 28-24. Fyrir utan tíu mínútna kafla í seinni hálfleik voru heimamenn einfaldlega mun sterkari og var sigurinn því afar verðskuldaður. Liðin áttu það sameiginlegt fyrir leik að hafa aðeins hikstað í undanförnum tveimur leikjum eftir frábært gengi síðustu vikur. Eftir átta sigurleiki í röð hafði Fram aðeins nælt í stig í síðustu tveimur leikjum. Seltirningar höfðu tapað tveimur leikjum í röð í Olís-deildinni fyrir leik kvöldsins en unnu góðan sigur á FH í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í framlengdum leik á dögunum. Sá sigurleikur virtist hafa gert sitt fyrir sjálfstraust leikmanna Gróttu sem voru einfaldlega mun einbeittari í fyrri hálfleik og höfðu betur í baráttunni inn á vellinum. Góður varnarleikur Seltirninga gerði útslagiðÁ tíundu mínútu í stöðunni 4-4 settu Seltirningar í gír og náðu fjögurra marka forskoti sem þeir héldu allt til loka fyrri hálfleiks en munurinn fór þegar mest var upp í sex mörk í stöðunni 16-8. Munaði helst um að leikmenn Fram áttu fá svör við 5-1 vörn heimamanna sem leiddi til þess að leikmenn Fram töpuðu boltanum trekk í trekk og fengu heimamenn auðveld mörk upp úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og leiddu 17-13 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks virtust Seltirningar einfaldlega ætla að gera út um leikinn þegar Viggó Kristjánsson kom Gróttu sex mörkum yfir á 34. mínútu en næstu tíu mínútur settu leikmenn Fram einfaldlega í lás. Tókst þeim smátt og smátt að saxa á forskot heimamanna og náðu þeir að koma muninum niður í eitt mark á 43. mínútu þegar Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði af vítalínunni. Leikmönnum Fram tókst hinsvegar ekki að fylgja því eftir og virkuðu einfaldlega bensínlausir næstu mínúturnar eftir að hafa unnið upp fimm marka mun og náði Grótta aftur fjögurra marka mun tíu mínútum fyrir leikslok. Sama hvað leikmenn Fram reyndu síðustu tíu mínútur leiksins tókst þeim ekki að ógna forskoti heimamanna sem unnu að lokum 4 marka sigur og fara upp að hlið ÍBV í 6. sæti Olís-deildarinnar. Viggó fór á kostum í liði Gróttu í leiknum með níu mörk en Daði Laxdal Gautason bætti við fjórum mörkum en í markinu varði Lárus Helgi Ólafsson alls 16 bolta, samtals með 41% markvörslu. Í liði gestanna var það Óðinn Þór sem fór fyrir liði sínu með sex mörk, þar af fjögur af vítalínunni en Arnar Freyr Ársælsson og Ólafur Ægir Ólafsson bættu við fimm mörkum hvor. Í markinu hjá Fram stóð Valtýr Már Hákonarson vakt sína ágætlega með 9 bolta varða, 39% markvörslu en Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Fram, náði sér ekki á strik í leiknum eftir góða byrjun og varði aðeins fimm skot.Viggó: Fór hrollur um mann þegar munurinn var eitt mark „Þetta var ótrúlega sætt, sérstaklega eftir að við töpuðum fyrri leiknum með einu marki á lokasekúndunum,“ sagði Viggó Kristjánsson, leikmaður Gróttu, sáttur og sæll að leik loknum í kvöld. „Við mundum vel eftir þeim leik. Það þekkjast margir leikmenn liðanna vel og það er alltaf frábært að ná sigri gegn þeim.“ Jafnt var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þá settu heimamenn einfaldlega í gír og héldu forskotinu út leikinn. „Við náðum að loka vel á þá í vörninni og í sókninni fór eiginlega bara allt inn. Þeir réðu illa við sóknarleikinn okkar, við hreyfðum okkur vel og fengum eiginlega gott færi í hverri sókn sem við vorum að klára,“ sagði Viggó sem sagði spilamennskuna hafa verið beint áframhald frá spilamennsku liðsins í framlengingunni gegn FH í bikarnum á dögunum. „Eins og ég segi, það gekk eiginlega allt upp í fyrri hálfleik og við settum 1-2 sirkúsmörk. Við vorum ekki frábærir í leiknum gegn FH en lékum frábærlega í framlengingunni og þetta var eiginlega bara beint framhald af því. Núna eru nokkrir leikir eftir fyrir áramót og við þurfum að klára þá.“ Fram tókst að minnka muninn niður í eitt stig korteri fyrir leikslok en þá stigu leikmenn Gróttu einfaldlega aftur á bensíngjöfina og sigldu sigrinum heim. „Það fór auðvitað hrollur um mann þegar munurinn var eitt mark því þetta var algjör óþarfi hjá okkur. Við vorum að klára færin illa í sókninni og óábyrgir en eftir leikhlé byrjaði þetta að rúlla aftur og náðum aftur nokkurra marka forskoti og kláruðum leikinn.“Guðlaugur: Vorum ekki með hugarfarið til að klára þetta „Ég er mjög ósáttur með þessa ferð út á Seltjarnarnes þótt það sé alltaf gaman að koma hingað,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, vonsvikinn eftir leikinn. „Það er mjög margt sem fer úrskeiðis hjá okkur og leikmenn Gróttu gerðu vel með því að koma og spila sinn leik mjög vel. Þeir eiga hrós skilið hvernig þeir kláruðu þetta en það er margt sem þarf að skoða hjá okkur, meðal annars hugarfarið.“ Guðlaugur var ósáttur með agaleysið hjá leikmönnum sínum í fyrri hálfleik en Grótta náði sex marka forskoti þegar mest var í fyrri hálfleik. „Við verðum óagaðir, missum boltann trekk í trekk þegar við erum að kasta boltanum frá okkur. Við erum með fimmtán tapaða bolta í leiknum og töpuðum leiknum bara með fjórum mörkum. Við gáfum okkur tækifæri á að loka á þá og taka eitthvað héðan en vorum einfaldlega ekki með hugarfarið í að klára þetta.“ Guðlaugur sagðist ekki geta kennt markvörðunum um lélega markvörslu í fyrri hálfleik þegar varnarleikur liðsins væri ekki betri en raun bar vitni. „Þeir voru að fá mikið af auðveldum mörkum. Í seinni hálfleik þegar við stilltum upp í vörn lentu þeir í vandræðum en þegar við minnkum muninn niður í eitt mark gefum við þeim auðveld mörk og lendum aftur undir. Þetta er hluti af þroskasögunni og við þurfum einfaldlega að læra af þessu en ég vill ekki taka neitt af leikmönnum Gróttu sem spiluðu vel í dag,“ sagði Guðlaugur og bætti við: „Markvarslan var ekkert sérstök framan af. Mér fannst Valtýr koma vel inn í leikinn og frammistaða hans í seinni hálfleiknum er kannski ljósi punkturinn sem við tökum úr þessu. Hann heldur áfram að setja pressu á Kristófer en um leið og vörnin hrökk í gang fylgdi markvarslan. Þetta eru tveir þættir sem haldast vel saman.“Gunnar: Fínt að kvitta fyrir tapið í Framheimilinu í kvöld „Þetta var mjög mikilvægur sigur og gaman að sigra gamla liðið mitt,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, með bros á vör, eftir leikinn í kvöld. „Það var hrikalega súrt að tapa fyrri leiknum í Framheimilinu og það var fínt að kvitta fyrir það í kvöld.“ Gunnar var ánægður með varnarleik Gróttu í kvöld en Grótta náði forskotinu á 10. mínútu og hélt forskotinu út allan leikinn. „Við spiluðum 5-1 vörn allan tímann og hún gekk nokkuð vel. Þeir áttu í erfiðleikum með að finna lausn á henni og tókst ekki að tækla hana. Upp úr því fengum við auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og það skiptir gríðarlegu máli í handbolta,“ sagði Gunnar en Fram tókst að minnka muninn niður í eitt mark um miðbik seinni hálfleiks. „Við fórum úr því skipulagi sem við lögðum upp með fyrir leikinn að spila agaðan sóknarleik. Við brutum aðeins upp úr því og þeir náðu að refsa okkur á þeim kafla. Fram er með það gott lið að það er ekki hægt að vera með kæruleysi í sóknarleiknum.“ Mikill stígandi hefur verið í leik Gróttu undanfarnar vikur en Grótta hefur fengið 12 stig af 18 mögulegum frá 23-22 sigri Fram á Gróttu í október. Buðu leikmenn liðsins upp á sirkúsmark í fyrri hálfleik. „Við erum búnir að bæta okkur á ýmsum sviðum frá fyrri leik liðanna og það er allt á réttri leið hjá okkur. Við höfum reynt sirkúsmörk á æfingum og það er gaman þegar þetta tekst. Menn mega líka reyna að hafa skemmtanagildið í góðu lagi.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira