UFC byggir risahús fyrir íþróttafólkið sitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. desember 2015 17:30 Þessar skóflur voru notaðar í fyrstu skóflustungunni. vísir/getty Í byrjun næsta árs verður hafist handa við að byggja risa æfinga-, lækna- og fræðslumiðstöð fyrir bardagakappana í UFC. Húsið verður í Las Vegas. Hugmyndin er að með þessari miðstöð muni meiðslum fækka og þar af leiðandi verði UFC ekki fyrir eins miklu fjárhagslegu tjóni og oft áður er bardagakappar meiðast skömmu fyrir bardaga. Þegar það gerist þá hættir fólk við að kaupa svokallað Pay Per View til að horfa á bardagann eða hefur hreinlega ekki áhuga á að koma. Það er vont fyrir UFC sem ætlar að eyða peningum í von um að græða peninga. Það mun taka rúmt ár að byggja þessa miðstöð sem verður 184 þúsund fermetrar. Æfingasvæðið sjálft verður um 30 þúsund fermetrar. Þarna verður hægt að æfa, fá læknisaðstoð og kennslu í réttum æfingum. Einnig hvernig skuli standa rétt að endurhæfingu. Það verður allt gert til þess að minnka líkurnar á meiðslum.Svona mun inngangur hússins líta út.mynd/ufc.com„Það er ekki spurning að við töpum miklum peningum er bardagakappi meiðist og við þurfum að breyta aðalbardaganum með skömmum fyrirvara. Þá er kannski búið að eyða milljónum dollara í auglýsingastarf og það fer allt í súginn," sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC. Nærtækasta dæmið er frá síðasta sumar er Jose Aldo varð að draga sig úr keppni gegn Conor McGregor með tveggja vikna fyrirvara. Þeir höfðu þá farið í dýra kynningarferð um allan heim. „Þegar einhver slítur krossband hjá okkur þá sendum við hann til besta læknisins og síðan heim til sín," segir Dana White, forseti UFC. „Þú sendir ekki Tom Brady heim ef hann slítur krossband. Þá sérð til þess fyrst að hann fái rétta endurhæfingu og þjónustu því þú þarft á því að halda að hann komi fljótt til baka og í góðu standi. Við vorum ekki að gera það og vissum ekki betur. Nú vitum við betur og ætlum að gera betur." Bardagakapparnir geta haldið æfingabúðir sínar þarna og eflaust munu einhverjir þeirra flytja til Las Vegas til þess að nýta sér þessa stórkostlegu aðstöðu.Frá blaðamannafundi UFC í eyðimörkinni í gær.vísir/getty MMA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Sjá meira
Í byrjun næsta árs verður hafist handa við að byggja risa æfinga-, lækna- og fræðslumiðstöð fyrir bardagakappana í UFC. Húsið verður í Las Vegas. Hugmyndin er að með þessari miðstöð muni meiðslum fækka og þar af leiðandi verði UFC ekki fyrir eins miklu fjárhagslegu tjóni og oft áður er bardagakappar meiðast skömmu fyrir bardaga. Þegar það gerist þá hættir fólk við að kaupa svokallað Pay Per View til að horfa á bardagann eða hefur hreinlega ekki áhuga á að koma. Það er vont fyrir UFC sem ætlar að eyða peningum í von um að græða peninga. Það mun taka rúmt ár að byggja þessa miðstöð sem verður 184 þúsund fermetrar. Æfingasvæðið sjálft verður um 30 þúsund fermetrar. Þarna verður hægt að æfa, fá læknisaðstoð og kennslu í réttum æfingum. Einnig hvernig skuli standa rétt að endurhæfingu. Það verður allt gert til þess að minnka líkurnar á meiðslum.Svona mun inngangur hússins líta út.mynd/ufc.com„Það er ekki spurning að við töpum miklum peningum er bardagakappi meiðist og við þurfum að breyta aðalbardaganum með skömmum fyrirvara. Þá er kannski búið að eyða milljónum dollara í auglýsingastarf og það fer allt í súginn," sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC. Nærtækasta dæmið er frá síðasta sumar er Jose Aldo varð að draga sig úr keppni gegn Conor McGregor með tveggja vikna fyrirvara. Þeir höfðu þá farið í dýra kynningarferð um allan heim. „Þegar einhver slítur krossband hjá okkur þá sendum við hann til besta læknisins og síðan heim til sín," segir Dana White, forseti UFC. „Þú sendir ekki Tom Brady heim ef hann slítur krossband. Þá sérð til þess fyrst að hann fái rétta endurhæfingu og þjónustu því þú þarft á því að halda að hann komi fljótt til baka og í góðu standi. Við vorum ekki að gera það og vissum ekki betur. Nú vitum við betur og ætlum að gera betur." Bardagakapparnir geta haldið æfingabúðir sínar þarna og eflaust munu einhverjir þeirra flytja til Las Vegas til þess að nýta sér þessa stórkostlegu aðstöðu.Frá blaðamannafundi UFC í eyðimörkinni í gær.vísir/getty
MMA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Sjá meira