UFC byggir risahús fyrir íþróttafólkið sitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. desember 2015 17:30 Þessar skóflur voru notaðar í fyrstu skóflustungunni. vísir/getty Í byrjun næsta árs verður hafist handa við að byggja risa æfinga-, lækna- og fræðslumiðstöð fyrir bardagakappana í UFC. Húsið verður í Las Vegas. Hugmyndin er að með þessari miðstöð muni meiðslum fækka og þar af leiðandi verði UFC ekki fyrir eins miklu fjárhagslegu tjóni og oft áður er bardagakappar meiðast skömmu fyrir bardaga. Þegar það gerist þá hættir fólk við að kaupa svokallað Pay Per View til að horfa á bardagann eða hefur hreinlega ekki áhuga á að koma. Það er vont fyrir UFC sem ætlar að eyða peningum í von um að græða peninga. Það mun taka rúmt ár að byggja þessa miðstöð sem verður 184 þúsund fermetrar. Æfingasvæðið sjálft verður um 30 þúsund fermetrar. Þarna verður hægt að æfa, fá læknisaðstoð og kennslu í réttum æfingum. Einnig hvernig skuli standa rétt að endurhæfingu. Það verður allt gert til þess að minnka líkurnar á meiðslum.Svona mun inngangur hússins líta út.mynd/ufc.com„Það er ekki spurning að við töpum miklum peningum er bardagakappi meiðist og við þurfum að breyta aðalbardaganum með skömmum fyrirvara. Þá er kannski búið að eyða milljónum dollara í auglýsingastarf og það fer allt í súginn," sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC. Nærtækasta dæmið er frá síðasta sumar er Jose Aldo varð að draga sig úr keppni gegn Conor McGregor með tveggja vikna fyrirvara. Þeir höfðu þá farið í dýra kynningarferð um allan heim. „Þegar einhver slítur krossband hjá okkur þá sendum við hann til besta læknisins og síðan heim til sín," segir Dana White, forseti UFC. „Þú sendir ekki Tom Brady heim ef hann slítur krossband. Þá sérð til þess fyrst að hann fái rétta endurhæfingu og þjónustu því þú þarft á því að halda að hann komi fljótt til baka og í góðu standi. Við vorum ekki að gera það og vissum ekki betur. Nú vitum við betur og ætlum að gera betur." Bardagakapparnir geta haldið æfingabúðir sínar þarna og eflaust munu einhverjir þeirra flytja til Las Vegas til þess að nýta sér þessa stórkostlegu aðstöðu.Frá blaðamannafundi UFC í eyðimörkinni í gær.vísir/getty MMA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Í byrjun næsta árs verður hafist handa við að byggja risa æfinga-, lækna- og fræðslumiðstöð fyrir bardagakappana í UFC. Húsið verður í Las Vegas. Hugmyndin er að með þessari miðstöð muni meiðslum fækka og þar af leiðandi verði UFC ekki fyrir eins miklu fjárhagslegu tjóni og oft áður er bardagakappar meiðast skömmu fyrir bardaga. Þegar það gerist þá hættir fólk við að kaupa svokallað Pay Per View til að horfa á bardagann eða hefur hreinlega ekki áhuga á að koma. Það er vont fyrir UFC sem ætlar að eyða peningum í von um að græða peninga. Það mun taka rúmt ár að byggja þessa miðstöð sem verður 184 þúsund fermetrar. Æfingasvæðið sjálft verður um 30 þúsund fermetrar. Þarna verður hægt að æfa, fá læknisaðstoð og kennslu í réttum æfingum. Einnig hvernig skuli standa rétt að endurhæfingu. Það verður allt gert til þess að minnka líkurnar á meiðslum.Svona mun inngangur hússins líta út.mynd/ufc.com„Það er ekki spurning að við töpum miklum peningum er bardagakappi meiðist og við þurfum að breyta aðalbardaganum með skömmum fyrirvara. Þá er kannski búið að eyða milljónum dollara í auglýsingastarf og það fer allt í súginn," sagði Lorenzo Fertitta, stjórnarformaður UFC. Nærtækasta dæmið er frá síðasta sumar er Jose Aldo varð að draga sig úr keppni gegn Conor McGregor með tveggja vikna fyrirvara. Þeir höfðu þá farið í dýra kynningarferð um allan heim. „Þegar einhver slítur krossband hjá okkur þá sendum við hann til besta læknisins og síðan heim til sín," segir Dana White, forseti UFC. „Þú sendir ekki Tom Brady heim ef hann slítur krossband. Þá sérð til þess fyrst að hann fái rétta endurhæfingu og þjónustu því þú þarft á því að halda að hann komi fljótt til baka og í góðu standi. Við vorum ekki að gera það og vissum ekki betur. Nú vitum við betur og ætlum að gera betur." Bardagakapparnir geta haldið æfingabúðir sínar þarna og eflaust munu einhverjir þeirra flytja til Las Vegas til þess að nýta sér þessa stórkostlegu aðstöðu.Frá blaðamannafundi UFC í eyðimörkinni í gær.vísir/getty
MMA Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira