Staðreyndir um vopnaburð lögreglu Vilhjálmur Árnason skrifar 1. desember 2015 11:52 Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakössum í sex bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunar er ekki um mikla breytingu að ræða og enga stefnubreytingu. Í umræðunni í fyrra kom fram að nokkrir lögreglubílar um land allt væru útbúnir skotvopnum og hafa verið til margra ára. Sú breyting sem hér um ræðir snýst um geymslustað sem miðar að því að stytta viðbragðstíma. Þá er rétt að taka fram að ekki er verið að fjölga vopnum, heldur einungis verið að færa þau milli staða. Einnig er rétt að benda á að þessi ákvörðun tengist á engan hátt hryðjuverkunum í París og/eða aðgerðum þjóða í Evrópu gegn Íslamska ríkinu (IS). Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2012 gert áhættu- og veikleikagreiningu árlega á öllu landinu sem kynnt er ráðuneytinu og Alþingi. Sú áhættumatsgreining hefur ekki skilað ásættanlegri niðurstöðu og telur ríkisslögreglustjóri brýna ástæðu til viðbragða. Þess vegna hefur staðið yfir undirbúningur hjá lögreglunni sem miðar að því að lögreglumenn séu undir það búnir að nota skotvopn á sem öruggastan hátt, sem er algjört lykilatriði. Ef eitthvað óvænt kemur upp, sem krefst vopnaðra viðbragða, þá verður lögreglan að hafa aðgang að þeim búnaði sem þarf til að tryggja öryggi bæði borgara og sitt eigið.Vilja almennt ekki bera skotvopn við dagleg störf Eðli málsins samkvæmt verða margir uggandi þegar talað er um skotvopnaburð lögreglunnar. Sjálfur er ég engin undantekning. Staðreyndin er sú að lögreglumenn vilja almennt ekki vera vopnaðir eða bera skotvopn við dagleg störf. Enda felur umrædd breyting ekki í sér almennan skotvopnaburð lögreglunnar né auknar heimildir til nýtingar skotvopna.Framkvæmdin hert Því til stuðnings er rétt að taka fram að hérlendis eru í gildi Vopnareglur (nr. 16/1999) sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur nýlega opinberað. Samkvæmt þeim fær engin lögreglumaður vopn í hendur nema að varðstjóri afhendi það að undangengnum ákveðnum viðmiðum. Með sérstökum vopnakössum er því verið að tryggja að Vopnalögum sé fylgt. Þannig þurfa lögreglumenn að óska eftir heimild til að fá aðgang að vopni í ökutæki. Fái þeir heimild, sendir varðstjóri öryggiskóða til þess að unnt sé að opna kassana. Eins og fyrirkomulagið hefur verið, þar sem að vopn eru í ökutækjum, hefur hingað til verið möguleiki á að komast í vopnið án heimildar varðstjóra, en nú hefur framkvæmdin verið hert til þess að efla öryggi í meðferð skotvopna.Aukið eftirlit? Skiljanlega hefur mörgum orðið tíðrætt um aukið eftirlit samhliða þessari umræðu og er sú umræða fagnaðarefni. Lögreglan hefur það hlutverk að verja réttindi borgaranna með störfum sínum. Lögreglan sjálf fagnar því að hafa gott eftirlit. Ef eftirlitið er gegnsætt og almennt traust ríkir til þess, þá er fagmennska innan lögreglunnar sönnuð og erfitt að sá tortryggni í garð hennar.Allt vald skal tempra með eftirliti Þau sjónarmið hafa heyrst að ekkert eftirlit sé haft með lögreglunni. Á slíkt er ekki hægt að fallast. Nýverið hafa lögreglumenn verið dæmdir fyrir brot í starfi og ég fullyrði að enginn lögreglumaður vill hafa skemmt epli sér við hlið, enda dregur slíkt úr trúverðugleika þeirra sjálfra. Þá er engin ástæða til þess að ætla að það 90% traust sem borið er til lögreglunnar sé byggt á sandi. Það er innistæða fyrir því mikla trausti. Standi lögreglan hins vegar ekki undir því trausti ber tafarlaust að endurskoða eftirlit og kemur þar sjálfstætt eftirlit einna helst til álita. Ég vil að lokum lýsa þeirri skoðun minni að vald skuli tempra með eftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakössum í sex bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunar er ekki um mikla breytingu að ræða og enga stefnubreytingu. Í umræðunni í fyrra kom fram að nokkrir lögreglubílar um land allt væru útbúnir skotvopnum og hafa verið til margra ára. Sú breyting sem hér um ræðir snýst um geymslustað sem miðar að því að stytta viðbragðstíma. Þá er rétt að taka fram að ekki er verið að fjölga vopnum, heldur einungis verið að færa þau milli staða. Einnig er rétt að benda á að þessi ákvörðun tengist á engan hátt hryðjuverkunum í París og/eða aðgerðum þjóða í Evrópu gegn Íslamska ríkinu (IS). Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2012 gert áhættu- og veikleikagreiningu árlega á öllu landinu sem kynnt er ráðuneytinu og Alþingi. Sú áhættumatsgreining hefur ekki skilað ásættanlegri niðurstöðu og telur ríkisslögreglustjóri brýna ástæðu til viðbragða. Þess vegna hefur staðið yfir undirbúningur hjá lögreglunni sem miðar að því að lögreglumenn séu undir það búnir að nota skotvopn á sem öruggastan hátt, sem er algjört lykilatriði. Ef eitthvað óvænt kemur upp, sem krefst vopnaðra viðbragða, þá verður lögreglan að hafa aðgang að þeim búnaði sem þarf til að tryggja öryggi bæði borgara og sitt eigið.Vilja almennt ekki bera skotvopn við dagleg störf Eðli málsins samkvæmt verða margir uggandi þegar talað er um skotvopnaburð lögreglunnar. Sjálfur er ég engin undantekning. Staðreyndin er sú að lögreglumenn vilja almennt ekki vera vopnaðir eða bera skotvopn við dagleg störf. Enda felur umrædd breyting ekki í sér almennan skotvopnaburð lögreglunnar né auknar heimildir til nýtingar skotvopna.Framkvæmdin hert Því til stuðnings er rétt að taka fram að hérlendis eru í gildi Vopnareglur (nr. 16/1999) sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur nýlega opinberað. Samkvæmt þeim fær engin lögreglumaður vopn í hendur nema að varðstjóri afhendi það að undangengnum ákveðnum viðmiðum. Með sérstökum vopnakössum er því verið að tryggja að Vopnalögum sé fylgt. Þannig þurfa lögreglumenn að óska eftir heimild til að fá aðgang að vopni í ökutæki. Fái þeir heimild, sendir varðstjóri öryggiskóða til þess að unnt sé að opna kassana. Eins og fyrirkomulagið hefur verið, þar sem að vopn eru í ökutækjum, hefur hingað til verið möguleiki á að komast í vopnið án heimildar varðstjóra, en nú hefur framkvæmdin verið hert til þess að efla öryggi í meðferð skotvopna.Aukið eftirlit? Skiljanlega hefur mörgum orðið tíðrætt um aukið eftirlit samhliða þessari umræðu og er sú umræða fagnaðarefni. Lögreglan hefur það hlutverk að verja réttindi borgaranna með störfum sínum. Lögreglan sjálf fagnar því að hafa gott eftirlit. Ef eftirlitið er gegnsætt og almennt traust ríkir til þess, þá er fagmennska innan lögreglunnar sönnuð og erfitt að sá tortryggni í garð hennar.Allt vald skal tempra með eftirliti Þau sjónarmið hafa heyrst að ekkert eftirlit sé haft með lögreglunni. Á slíkt er ekki hægt að fallast. Nýverið hafa lögreglumenn verið dæmdir fyrir brot í starfi og ég fullyrði að enginn lögreglumaður vill hafa skemmt epli sér við hlið, enda dregur slíkt úr trúverðugleika þeirra sjálfra. Þá er engin ástæða til þess að ætla að það 90% traust sem borið er til lögreglunnar sé byggt á sandi. Það er innistæða fyrir því mikla trausti. Standi lögreglan hins vegar ekki undir því trausti ber tafarlaust að endurskoða eftirlit og kemur þar sjálfstætt eftirlit einna helst til álita. Ég vil að lokum lýsa þeirri skoðun minni að vald skuli tempra með eftirliti.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun