Verdens Gang: Þórir með súpertölfræði í undanúrslitaleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2015 13:00 Þórir Hergeirsson og norska landsliðskonan Linn Jorum Sulland. Vísir/AFP Íslendingurinn Þórir Hergeirsson stýrir liði Noregs í kvöld í undanúrslitaleik HM kvenna í handbolta en norsku stelpurnar mæta þá spútnikliði Rúmeníu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þórir var varkár þegar hann hitti norska blaðamenn fyrir leikinn og talaði um að norska liði ætti helmingsmöguleika á sigri en það búast flestir við því að norska liðið vinni þær rúmensku. Verden Gang kallar Þóri undanúrslitakónginn í grein í dag og rökstyður það með tölfræði norska liðsins í undanúrslitaleikjum þegar Þórir hefur annaðhvort verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari. Það er vissulega hægt að taka undir með blaðamanni Verdens Gang sem fer yfir súpertölfræði Þóris í undanúrslitaleikjum á stórmótum. Síðan að hann kom inn sem aðstoðarþjálfari norsku stelpnanna árið 2001 hefur liðið unnið 12 af 13 undanúrslitaleikjum sínum á stórmótum. Eina tapið kom á HM 2009 sem var jafnfram fyrsta stórmót hans sem aðalþjálfara. „Lykillinn að þessu er að við tökum hvern undanúrslitaleik mjög alvarlega og undirbúum okkur eins vel og við getum. Það eru 50 prósent líkur á móti Rúmeníu," sagði Þórir við blaðamann VG. „Við erum að fara mæta mjög góðu rúmensku liði sem hefur þegar slegið út heimsmeistara Brasilíu og vann líka danska liðið fyrir framan tólf þúsund Dani hér í Herning. Þær eru að spila fyrir hverja aðra í dag," sagði Þórir og hann talaði líka um að rúmenska liðið væri allt annað lið núna en þegar norska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni. „Rúmenarnir hafa breytt leikstílnum sínum og spila aðallega með hægri handar leikmenn í öllum stöðum. Það kallar á öðruvísi leik. Vörnin þeirra er orðin skipulagðari og þær hafa vaxið mikið. Það eiga reyndar við öll liðin í undanúrslitunum," sagði Þórir en Pólland og Holland mætast í hinum undanúrslitaleiknum.Undanúrslitaleikir norska landsliðsins í tíð Þóris Hergeirssonar: HM 2001: 34-33 sigur á Júgóslavíu EM 2002: 21-16 sigur á Frakklandi EM 2004: 44-29 sigur á Ungverjalandi EM 2006: 28-24 sigur á Frakklandi HM 2007: 33-30 sigur á Þýskalandi ÓL 2008: 29-28 sigur á Suður Kóreu EM 2008: 24-18 sigur á Rússlandi HM 2009: 20-28 tap fyrir Rússlandi EM 2010: 29-19 sigur á Danmörku HM 2011: 30-22 sigur á Spáni ÓL 2012: 31-25 sigur á Suður Kóreu EM 2012: 30-19 sigur á Ungverjalandi EM 2014: 29-25 sigur á Svíþjóð HM 2015: Leikur á móti Rúmeníu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Íslendingurinn Þórir Hergeirsson stýrir liði Noregs í kvöld í undanúrslitaleik HM kvenna í handbolta en norsku stelpurnar mæta þá spútnikliði Rúmeníu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þórir var varkár þegar hann hitti norska blaðamenn fyrir leikinn og talaði um að norska liði ætti helmingsmöguleika á sigri en það búast flestir við því að norska liðið vinni þær rúmensku. Verden Gang kallar Þóri undanúrslitakónginn í grein í dag og rökstyður það með tölfræði norska liðsins í undanúrslitaleikjum þegar Þórir hefur annaðhvort verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari. Það er vissulega hægt að taka undir með blaðamanni Verdens Gang sem fer yfir súpertölfræði Þóris í undanúrslitaleikjum á stórmótum. Síðan að hann kom inn sem aðstoðarþjálfari norsku stelpnanna árið 2001 hefur liðið unnið 12 af 13 undanúrslitaleikjum sínum á stórmótum. Eina tapið kom á HM 2009 sem var jafnfram fyrsta stórmót hans sem aðalþjálfara. „Lykillinn að þessu er að við tökum hvern undanúrslitaleik mjög alvarlega og undirbúum okkur eins vel og við getum. Það eru 50 prósent líkur á móti Rúmeníu," sagði Þórir við blaðamann VG. „Við erum að fara mæta mjög góðu rúmensku liði sem hefur þegar slegið út heimsmeistara Brasilíu og vann líka danska liðið fyrir framan tólf þúsund Dani hér í Herning. Þær eru að spila fyrir hverja aðra í dag," sagði Þórir og hann talaði líka um að rúmenska liðið væri allt annað lið núna en þegar norska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni. „Rúmenarnir hafa breytt leikstílnum sínum og spila aðallega með hægri handar leikmenn í öllum stöðum. Það kallar á öðruvísi leik. Vörnin þeirra er orðin skipulagðari og þær hafa vaxið mikið. Það eiga reyndar við öll liðin í undanúrslitunum," sagði Þórir en Pólland og Holland mætast í hinum undanúrslitaleiknum.Undanúrslitaleikir norska landsliðsins í tíð Þóris Hergeirssonar: HM 2001: 34-33 sigur á Júgóslavíu EM 2002: 21-16 sigur á Frakklandi EM 2004: 44-29 sigur á Ungverjalandi EM 2006: 28-24 sigur á Frakklandi HM 2007: 33-30 sigur á Þýskalandi ÓL 2008: 29-28 sigur á Suður Kóreu EM 2008: 24-18 sigur á Rússlandi HM 2009: 20-28 tap fyrir Rússlandi EM 2010: 29-19 sigur á Danmörku HM 2011: 30-22 sigur á Spáni ÓL 2012: 31-25 sigur á Suður Kóreu EM 2012: 30-19 sigur á Ungverjalandi EM 2014: 29-25 sigur á Svíþjóð HM 2015: Leikur á móti Rúmeníu
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira