Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grótta 26-27 | Sterkur útisigur hjá Gróttu Stefán Árni Pálsson í Austurbergi skrifar 16. desember 2015 14:52 Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk í liði Gróttu. Vísir/ernir Grótta vann frábæran útisigur á ÍR, 27-26, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR byrjaði leikinn mun betur en Grótta svaraði í síðari hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Austurberginu og tók meðfylgjandi myndir. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn í ÍR fínum tökum á leiknum. Þeir náðu mest sex marka forskoti og voru að leika sérstaklega vel. Beittu hröðum upphlaupum og spiluðu varnarleikinn fast en jafnframt vel. Grótta náði örlítið að klóra í bakkann undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn í 16-13 sem var staðan eftir 30 mínútna leik. Í upphafi síðari hálfleiksins voru það gestirnir sem byrjuðu betur og tók þá aðeins sjö mínútur að jafna leikinn 17-17. Grótta náði hægt og rólega tökum á leiknum og var liðið komið tveimur mörkum yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá fóru heimamenn aftur í gang og skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 21-20 sér í vil. Mikil spenna var út leiktímann en það voru samt sem áður Gróttumenn sem náðu að tryggja sér stigin tvö undir lokin og lauk leiknum með 27-26 sigri gestanna. ÍR-ingar þurfa nauðsynlega að skoða sinn sóknarleik, en leikmenn liðsins tóku oft upp á því í leiknum að taka einkennileg og mjög svo ótímabær skot. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Bjarni: Einhver djöfull á öxlunum á þeim„Við bara leyfðum þeim að komast inn í leikinn algjörlega að óþörfu seinustu tíu mínúturnar í leiknum,“ segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þeir komast síðan í gang í síðari hálfleiknum þegar markvörðurinn þeirra fer að verja. Við vorum mjög agalausir í okkar leik og.“ Bjarni var ekki ánægður með ákvörðunartöku leikmanna í kvöld. „Við höfum verið að vinna með þetta lengi og menn hafa verið að bæta sig, en þetta var ekki gott í kvöld. Það virðist stundum vera einhver djöfull á öxlunum á mönnum.“ Hann segir að þegar að liðið nái nokkurra marka forskoti þá sleppa menn tökunum. Gunnar: Hrikalega sáttur með strákana„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Grótta, eftir leikinn. „Það var allt of auðvelt fyrir þá að skora mörk og við vorum bara ekki að finna taktinn. Við vorum kannski dálítið lemstraðir eftir síðasta leik. Það sat í okkur kannski eitthvað svekkelsi,“ segir Gunnar en Grótta tapaði með einu marki gegn Akureyri. „Ég er hrikalega stoltur af því hvernig við náðum að vinna okkur inn í leikinn og síðan að ná að klára hann.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi bara verið aðeins klókari undir lokin. „Við vorum þolinmóðari og ég er bara hrikalega sáttur með það hvernig við kláruðum þennan leik.“vísir/ernir Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Grótta vann frábæran útisigur á ÍR, 27-26, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR byrjaði leikinn mun betur en Grótta svaraði í síðari hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Austurberginu og tók meðfylgjandi myndir. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn í ÍR fínum tökum á leiknum. Þeir náðu mest sex marka forskoti og voru að leika sérstaklega vel. Beittu hröðum upphlaupum og spiluðu varnarleikinn fast en jafnframt vel. Grótta náði örlítið að klóra í bakkann undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn í 16-13 sem var staðan eftir 30 mínútna leik. Í upphafi síðari hálfleiksins voru það gestirnir sem byrjuðu betur og tók þá aðeins sjö mínútur að jafna leikinn 17-17. Grótta náði hægt og rólega tökum á leiknum og var liðið komið tveimur mörkum yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá fóru heimamenn aftur í gang og skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 21-20 sér í vil. Mikil spenna var út leiktímann en það voru samt sem áður Gróttumenn sem náðu að tryggja sér stigin tvö undir lokin og lauk leiknum með 27-26 sigri gestanna. ÍR-ingar þurfa nauðsynlega að skoða sinn sóknarleik, en leikmenn liðsins tóku oft upp á því í leiknum að taka einkennileg og mjög svo ótímabær skot. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Bjarni: Einhver djöfull á öxlunum á þeim„Við bara leyfðum þeim að komast inn í leikinn algjörlega að óþörfu seinustu tíu mínúturnar í leiknum,“ segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þeir komast síðan í gang í síðari hálfleiknum þegar markvörðurinn þeirra fer að verja. Við vorum mjög agalausir í okkar leik og.“ Bjarni var ekki ánægður með ákvörðunartöku leikmanna í kvöld. „Við höfum verið að vinna með þetta lengi og menn hafa verið að bæta sig, en þetta var ekki gott í kvöld. Það virðist stundum vera einhver djöfull á öxlunum á mönnum.“ Hann segir að þegar að liðið nái nokkurra marka forskoti þá sleppa menn tökunum. Gunnar: Hrikalega sáttur með strákana„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Grótta, eftir leikinn. „Það var allt of auðvelt fyrir þá að skora mörk og við vorum bara ekki að finna taktinn. Við vorum kannski dálítið lemstraðir eftir síðasta leik. Það sat í okkur kannski eitthvað svekkelsi,“ segir Gunnar en Grótta tapaði með einu marki gegn Akureyri. „Ég er hrikalega stoltur af því hvernig við náðum að vinna okkur inn í leikinn og síðan að ná að klára hann.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi bara verið aðeins klókari undir lokin. „Við vorum þolinmóðari og ég er bara hrikalega sáttur með það hvernig við kláruðum þennan leik.“vísir/ernir
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira