Evrópusambandið hyggst stórefla landamæraeftirlit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2015 07:00 Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill herða landamæraeftirlit. Nordicphotos/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í gær fram tillögu þess efnis að leggja niður Landamærastofnun Evrópu, oft kölluð FRONTEX, og koma þess í stað á fót á nýrri stofnun, Evrópsku landamæra- og landhelgisgæslunni. Í tillögunni kemur fram að fastir starfsmenn nýju gæslunnar skuli vera um þúsund talsins en fastir starfsmenn FRONTEX eru nú um 350. Þá myndu einnig um 1.500 landamæraverðir aukalega vera til taks ef þess gerðist þörf. Einnig myndi nýja gæslan vera frábrugðin FRONTEX að því leyti að landamæraverðir hennar hefðu rétt á að taka völdin á landamærum Evrópusambandsríkja án þess að þurfa leyfi viðkomandi ríkis hverju sinni. Gífurlegur fjöldi flóttafólks, einkum frá Sýrlandi, hefur undanfarna mánuði flætt inn fyrir landamæri Evrópusambandsins. Hefur ástandið á ytri landamærum sambandsins valdið töluverðum titringi innan þess. Þá urðu hryðjuverkaárásirnar á París til þess að ákveðið var að herða landamæraeftirlit innan Schengen-samstarfsins. Í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar í gær er haft eftir varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, Frans Timmermans, að nýja gæslan myndi taka völdin á landamærum í undantekningartilvikum, þegar sambandsríki réðu ekki við stöðuna. „Þetta verður öryggisnet sem, líkt og öll öryggisnet, við vonum að við kæmum aldrei til með að nota. En það er nauðsynlegt til að endurreisa trúverðugleika landamæraeftirlits okkar,“ segir Timmermans. Flóttamenn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í gær fram tillögu þess efnis að leggja niður Landamærastofnun Evrópu, oft kölluð FRONTEX, og koma þess í stað á fót á nýrri stofnun, Evrópsku landamæra- og landhelgisgæslunni. Í tillögunni kemur fram að fastir starfsmenn nýju gæslunnar skuli vera um þúsund talsins en fastir starfsmenn FRONTEX eru nú um 350. Þá myndu einnig um 1.500 landamæraverðir aukalega vera til taks ef þess gerðist þörf. Einnig myndi nýja gæslan vera frábrugðin FRONTEX að því leyti að landamæraverðir hennar hefðu rétt á að taka völdin á landamærum Evrópusambandsríkja án þess að þurfa leyfi viðkomandi ríkis hverju sinni. Gífurlegur fjöldi flóttafólks, einkum frá Sýrlandi, hefur undanfarna mánuði flætt inn fyrir landamæri Evrópusambandsins. Hefur ástandið á ytri landamærum sambandsins valdið töluverðum titringi innan þess. Þá urðu hryðjuverkaárásirnar á París til þess að ákveðið var að herða landamæraeftirlit innan Schengen-samstarfsins. Í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar í gær er haft eftir varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, Frans Timmermans, að nýja gæslan myndi taka völdin á landamærum í undantekningartilvikum, þegar sambandsríki réðu ekki við stöðuna. „Þetta verður öryggisnet sem, líkt og öll öryggisnet, við vonum að við kæmum aldrei til með að nota. En það er nauðsynlegt til að endurreisa trúverðugleika landamæraeftirlits okkar,“ segir Timmermans.
Flóttamenn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira