Hélt í sáttaleiðangur til Moskvu Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. desember 2015 07:00 John Kerry leggur við eyrun á fundi með starfsbróður sínum, Sergei Lavrov, í Moskvu vísir/EPA John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat í gær á fundum í Moskvu með Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra, í von um að geta jafnað ágreining ríkjanna um borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Ég vona að við getum fundið einhvern sameiginlegan grundvöll,“ sagði Kerry við blaðamenn. „Jafnvel þótt við höfum verið ósammála um sumt þá höfum við getað unnið að ákveðnum málum með góðum árangri.“ Bandaríkin hafa í meira en ár varpað sprengjum í gríð og erg á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Í september hófu Rússar svo að varpa sprengjum á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal liðsmenn Daish-samtakanna. Yfirlýst markmið Rússa hefur verið að styrkja stöðu Bashar al Assads forseta, en Bandaríkin og Vesturlönd almennt telja ekki koma til greina að styðja hann með neinum hætti. Frakkar tóku svo að varpa sprengjum á Daish-samtökin eftir voðaverkin í París í nóvember. Bretar og fleiri vestrænar þjóðir hafa einnig ákveðið að vera með í þessum hernaði. Jórdanía og fleiri ríki í Mið-Austurlöndum hafa einnig gert sprengjuárásir á Íslamska ríkið. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa ítrekað sagt að allar þessar sprengjur hafi kostað fjölda almennra borgara lífið. Þá skýrði Sádi-Arabía í gær frá því að 34 ríki verði meðlimir í nýju hernaðarbandalagi, sem beint verður gegn Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum eins og þau nefnast ef notast er við arabísku skammstöfunina. Mohammed bin Salman, varnarmálaráðherra Sádi-Arabíu og varakrónprins landsins, segir Íslamska ríkið vera sjúkdóm sem hinn íslamski heimur verði að berjast gegn. Flest eru þetta ríki, þar sem múslimar eru í miklum meirihluta íbúa. Þar á meðal má nefna Egyptaland, Tyrkland, Jórdaníu og Pakistan, en hvorki Íran né Indónesía eru þó með í þessu nýja bandalagi. Bandaríkjamenn fögnuðu í gær framtaki Sádi-Arabíu: „Almennt séð virðist þetta í meginatriðum í samræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní-múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í Tyrklandi.Aðildarríki nýja bandalagsins gegn Daish:Barein, Bangladess, Benín, Djíbútí, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Palestína, Jemen, Jórdanía, Katar, Komoros-eyjar, Kúveit, Líbanon, Líbía, Maldív-eyjar, Malí, Malasía, Egyptaland, Marokkó, Máritania, Níger, Nígería, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Tógó, Tsjad, Tyrkland og Túnis. Máritanía Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat í gær á fundum í Moskvu með Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra, í von um að geta jafnað ágreining ríkjanna um borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Ég vona að við getum fundið einhvern sameiginlegan grundvöll,“ sagði Kerry við blaðamenn. „Jafnvel þótt við höfum verið ósammála um sumt þá höfum við getað unnið að ákveðnum málum með góðum árangri.“ Bandaríkin hafa í meira en ár varpað sprengjum í gríð og erg á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Í september hófu Rússar svo að varpa sprengjum á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal liðsmenn Daish-samtakanna. Yfirlýst markmið Rússa hefur verið að styrkja stöðu Bashar al Assads forseta, en Bandaríkin og Vesturlönd almennt telja ekki koma til greina að styðja hann með neinum hætti. Frakkar tóku svo að varpa sprengjum á Daish-samtökin eftir voðaverkin í París í nóvember. Bretar og fleiri vestrænar þjóðir hafa einnig ákveðið að vera með í þessum hernaði. Jórdanía og fleiri ríki í Mið-Austurlöndum hafa einnig gert sprengjuárásir á Íslamska ríkið. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa ítrekað sagt að allar þessar sprengjur hafi kostað fjölda almennra borgara lífið. Þá skýrði Sádi-Arabía í gær frá því að 34 ríki verði meðlimir í nýju hernaðarbandalagi, sem beint verður gegn Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum eins og þau nefnast ef notast er við arabísku skammstöfunina. Mohammed bin Salman, varnarmálaráðherra Sádi-Arabíu og varakrónprins landsins, segir Íslamska ríkið vera sjúkdóm sem hinn íslamski heimur verði að berjast gegn. Flest eru þetta ríki, þar sem múslimar eru í miklum meirihluta íbúa. Þar á meðal má nefna Egyptaland, Tyrkland, Jórdaníu og Pakistan, en hvorki Íran né Indónesía eru þó með í þessu nýja bandalagi. Bandaríkjamenn fögnuðu í gær framtaki Sádi-Arabíu: „Almennt séð virðist þetta í meginatriðum í samræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní-múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í Tyrklandi.Aðildarríki nýja bandalagsins gegn Daish:Barein, Bangladess, Benín, Djíbútí, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Palestína, Jemen, Jórdanía, Katar, Komoros-eyjar, Kúveit, Líbanon, Líbía, Maldív-eyjar, Malí, Malasía, Egyptaland, Marokkó, Máritania, Níger, Nígería, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Tógó, Tsjad, Tyrkland og Túnis.
Máritanía Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira