Hélt í sáttaleiðangur til Moskvu Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. desember 2015 07:00 John Kerry leggur við eyrun á fundi með starfsbróður sínum, Sergei Lavrov, í Moskvu vísir/EPA John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat í gær á fundum í Moskvu með Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra, í von um að geta jafnað ágreining ríkjanna um borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Ég vona að við getum fundið einhvern sameiginlegan grundvöll,“ sagði Kerry við blaðamenn. „Jafnvel þótt við höfum verið ósammála um sumt þá höfum við getað unnið að ákveðnum málum með góðum árangri.“ Bandaríkin hafa í meira en ár varpað sprengjum í gríð og erg á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Í september hófu Rússar svo að varpa sprengjum á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal liðsmenn Daish-samtakanna. Yfirlýst markmið Rússa hefur verið að styrkja stöðu Bashar al Assads forseta, en Bandaríkin og Vesturlönd almennt telja ekki koma til greina að styðja hann með neinum hætti. Frakkar tóku svo að varpa sprengjum á Daish-samtökin eftir voðaverkin í París í nóvember. Bretar og fleiri vestrænar þjóðir hafa einnig ákveðið að vera með í þessum hernaði. Jórdanía og fleiri ríki í Mið-Austurlöndum hafa einnig gert sprengjuárásir á Íslamska ríkið. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa ítrekað sagt að allar þessar sprengjur hafi kostað fjölda almennra borgara lífið. Þá skýrði Sádi-Arabía í gær frá því að 34 ríki verði meðlimir í nýju hernaðarbandalagi, sem beint verður gegn Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum eins og þau nefnast ef notast er við arabísku skammstöfunina. Mohammed bin Salman, varnarmálaráðherra Sádi-Arabíu og varakrónprins landsins, segir Íslamska ríkið vera sjúkdóm sem hinn íslamski heimur verði að berjast gegn. Flest eru þetta ríki, þar sem múslimar eru í miklum meirihluta íbúa. Þar á meðal má nefna Egyptaland, Tyrkland, Jórdaníu og Pakistan, en hvorki Íran né Indónesía eru þó með í þessu nýja bandalagi. Bandaríkjamenn fögnuðu í gær framtaki Sádi-Arabíu: „Almennt séð virðist þetta í meginatriðum í samræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní-múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í Tyrklandi.Aðildarríki nýja bandalagsins gegn Daish:Barein, Bangladess, Benín, Djíbútí, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Palestína, Jemen, Jórdanía, Katar, Komoros-eyjar, Kúveit, Líbanon, Líbía, Maldív-eyjar, Malí, Malasía, Egyptaland, Marokkó, Máritania, Níger, Nígería, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Tógó, Tsjad, Tyrkland og Túnis. Máritanía Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat í gær á fundum í Moskvu með Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra, í von um að geta jafnað ágreining ríkjanna um borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Ég vona að við getum fundið einhvern sameiginlegan grundvöll,“ sagði Kerry við blaðamenn. „Jafnvel þótt við höfum verið ósammála um sumt þá höfum við getað unnið að ákveðnum málum með góðum árangri.“ Bandaríkin hafa í meira en ár varpað sprengjum í gríð og erg á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Í september hófu Rússar svo að varpa sprengjum á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal liðsmenn Daish-samtakanna. Yfirlýst markmið Rússa hefur verið að styrkja stöðu Bashar al Assads forseta, en Bandaríkin og Vesturlönd almennt telja ekki koma til greina að styðja hann með neinum hætti. Frakkar tóku svo að varpa sprengjum á Daish-samtökin eftir voðaverkin í París í nóvember. Bretar og fleiri vestrænar þjóðir hafa einnig ákveðið að vera með í þessum hernaði. Jórdanía og fleiri ríki í Mið-Austurlöndum hafa einnig gert sprengjuárásir á Íslamska ríkið. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa ítrekað sagt að allar þessar sprengjur hafi kostað fjölda almennra borgara lífið. Þá skýrði Sádi-Arabía í gær frá því að 34 ríki verði meðlimir í nýju hernaðarbandalagi, sem beint verður gegn Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum eins og þau nefnast ef notast er við arabísku skammstöfunina. Mohammed bin Salman, varnarmálaráðherra Sádi-Arabíu og varakrónprins landsins, segir Íslamska ríkið vera sjúkdóm sem hinn íslamski heimur verði að berjast gegn. Flest eru þetta ríki, þar sem múslimar eru í miklum meirihluta íbúa. Þar á meðal má nefna Egyptaland, Tyrkland, Jórdaníu og Pakistan, en hvorki Íran né Indónesía eru þó með í þessu nýja bandalagi. Bandaríkjamenn fögnuðu í gær framtaki Sádi-Arabíu: „Almennt séð virðist þetta í meginatriðum í samræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní-múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í Tyrklandi.Aðildarríki nýja bandalagsins gegn Daish:Barein, Bangladess, Benín, Djíbútí, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Palestína, Jemen, Jórdanía, Katar, Komoros-eyjar, Kúveit, Líbanon, Líbía, Maldív-eyjar, Malí, Malasía, Egyptaland, Marokkó, Máritania, Níger, Nígería, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Tógó, Tsjad, Tyrkland og Túnis.
Máritanía Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira