Innlent

Minnihlutinn vill útvarpsgjaldið í 17.800 krónur

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þingkonur minnihlutans hafa lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið 2016.
Þingkonur minnihlutans hafa lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið 2016. Vísir/GVA
Fjórar þingkonur minnihlutans leggja til að útvarpsgjaldið haldist óbreytt í 17.800 krónum. Þær hafa lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þess efnis. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt fram samskonar tillögu í ríkisstjórn en hún hefur ekki verið afgreidd þaðan og inn í þingið. 

Það eru þær Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingar, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, og Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, sem standa að frumvarpinu. Það gerir ráð fyrir að framlag til RÚV úr ríkissjóði verði 303 milljónum króna hærra en gert er ráð fyrir í frumvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×