Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2015 15:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ætlar ekki að tjá sig um ástæður þess að starfsmanni hjá embættinu var veitt leyfi frá störfum og svo færður til í starfi fyrr á árinu. Ástæðan er sú, eins og Vísir fjallaði um í morgun, að grunur leikur á um að viðkomandi starfsmaður hafi lekið upplýsingum um mál sem voru til skoðunar hjá lögreglu. Viðkomandi starfsmaður hafði meðal annars aðgang að upplýsingum sem gátu haft áhrif á umfangsmikil fíkniefnamál.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson vildu hvorugt tjá sig um málið í morgun og vísuðu á Sigríði Björk.VísirAldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildu hvorugt tjá sig um málið í samtali við Vísi í morgun. Töldu þau réttast að Sigríður Björk svaraði fyrir málið þar sem hún væri lögreglustjórinn. Sigríður Björk var vant við látin þegar blaðamaður heyrði í henni á ellefta tímanum í morgun en boðaði svör í framhaldinu. Var óskað eftir skriflegri fyrirspurn sem blaðamaður sendi um hæl. Maðurinn sem færður var til í starfi er lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/GVAMargir mánuðir liðnir frá breytingum Í skriflegu og knöppu svari Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar, kynningarfulltrúa LRH, fyrir hönd Sigríðar Bjarkar sem barst fréttastofu á þriðja tímanum segir að ekki sé hægt að veita neinar upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Þá beri að hafa í huga að embætti ríkissaksóknara fari með mál „ef um er að ræða ætlað refsivert brot lögreglumanns við framkvæmd starfa hans.“ Ekkert kemur fram í svari lögreglu hvort málinu hafi verið vísað til ríkissaksóknara til að fá óháða rannsókn á meintum leka. Heimildir Vísis herma að töluverður tími sé liðinn, nokkrir mánuðir, síðan starfsmaðurinn var færður til innan lögreglu vegna þráláts orðróms um leka. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15 Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ætlar ekki að tjá sig um ástæður þess að starfsmanni hjá embættinu var veitt leyfi frá störfum og svo færður til í starfi fyrr á árinu. Ástæðan er sú, eins og Vísir fjallaði um í morgun, að grunur leikur á um að viðkomandi starfsmaður hafi lekið upplýsingum um mál sem voru til skoðunar hjá lögreglu. Viðkomandi starfsmaður hafði meðal annars aðgang að upplýsingum sem gátu haft áhrif á umfangsmikil fíkniefnamál.Aldís Hilmarsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson vildu hvorugt tjá sig um málið í morgun og vísuðu á Sigríði Björk.VísirAldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vildu hvorugt tjá sig um málið í samtali við Vísi í morgun. Töldu þau réttast að Sigríður Björk svaraði fyrir málið þar sem hún væri lögreglustjórinn. Sigríður Björk var vant við látin þegar blaðamaður heyrði í henni á ellefta tímanum í morgun en boðaði svör í framhaldinu. Var óskað eftir skriflegri fyrirspurn sem blaðamaður sendi um hæl. Maðurinn sem færður var til í starfi er lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/GVAMargir mánuðir liðnir frá breytingum Í skriflegu og knöppu svari Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar, kynningarfulltrúa LRH, fyrir hönd Sigríðar Bjarkar sem barst fréttastofu á þriðja tímanum segir að ekki sé hægt að veita neinar upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Þá beri að hafa í huga að embætti ríkissaksóknara fari með mál „ef um er að ræða ætlað refsivert brot lögreglumanns við framkvæmd starfa hans.“ Ekkert kemur fram í svari lögreglu hvort málinu hafi verið vísað til ríkissaksóknara til að fá óháða rannsókn á meintum leka. Heimildir Vísis herma að töluverður tími sé liðinn, nokkrir mánuðir, síðan starfsmaðurinn var færður til innan lögreglu vegna þráláts orðróms um leka.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15 Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15
Yfirmaður segir fjarskiptavandamál hafa orðið til þess að sendisveinn var handtekinn "Það er ekki hægt að flokka þetta sem mistök. Aðstæður breyttust skyndilega,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. desember 2015 09:30
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45