Árni Páll efast um að fjármálaráðherra sé eins og Jesú Kristur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 13:20 Árni Páll Árnason og Bjarni Benediktsson. vísir „Mér finnst þetta mjög sérkennileg ummæli í ljósi þess að fólk sem er á ellilífeyri og örorkulíeyri hefur ekki val um það að vakna á morgnana og vinna fyrir sér vegna þess annars vegar að ef um aldraða er að ræða þá er fólk bundið af eftirlaunaaldri og í tilviki örorkulífeyrisþega þá getur fólk ekki unnið fyrir sér. [...] Ég vil því spyrja hæstvirtan fjármála ráðherra hvað þessi ummæli eigi að þýða?“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag en hann spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í eftirfarandi ummæli sem ráðherrann lét falla í þættinum Sprengisandi í gær: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“Sakar ráðherrann um að skapa úlfúð á milli láglaunafólks og bótaþega Árni Páll sagði þessi ummæli til þess fallin að grafa undan samstöðu í samfélaginu um að lífeyrisþegar eigi að njóta jafnrar stöðu á við aðra í þjóðfélaginu. Þá sagði hann ummælin einnig til þess fallin að skapa úlfúð á milli þeirra lægst launuðu í landinu og bótaþega. Bjarni svaraði því til að það væri alveg ljóst að bætur muni á næsta ári hækka að fullu til jafns við launaþróun í landinu en á sama tíma væri fólk á vinnumarkaði sem væri ekkert mikið betur sett en bótaþegar. Þetta skipti máli þar sem hvatar í kerfinu skipti máli. „Fjölgun öryrkjar er orðið sjálfstætt og sérstakt vandamál á Íslandi og á Norðurlöndunum reyndar líka. Við getum fagnað því í sjálfu sér að það hefur dregið úr fjölguninni en hún er raunverulegt vandamál,“ sagði Bjarni.Segir kaupmátt bóta hafa aukist mikið Árni Páll gaf lítið fyrir þessi svör ráðherra: „Það getur vel verið að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi að hann sé eins og Jesú Kristur, geti veitt blindum sýn og fengið sjúka til að taka sæng sína og ganga en ég held að það sé ekki á færi hans. Ég held að hann verði að horfast í augu við það að fólk er auðvitað, öryrkjar, heilsufars vegna, og fólk er aldrað aldur síns vegna og hann er að afvegaleiða umræðuna með þessum ummælum.“ Bjarni sagði Árna Pál tala eins og við værum stödd í miðri kreppu. Hann minnti á að verðbólga hafi farið minnkandi síðan ríkisstjórnin tók við árið 2013 og því hafi kaupmáttur aukist, þar með talið kaupmáttur bóta. Sagði fjármálaráðherra það reyndar vera þannig að bætur myndu hafa meiri kaupmátt á næsta ári en áður hafi þekkst. Alþingi Tengdar fréttir Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Mér finnst þetta mjög sérkennileg ummæli í ljósi þess að fólk sem er á ellilífeyri og örorkulíeyri hefur ekki val um það að vakna á morgnana og vinna fyrir sér vegna þess annars vegar að ef um aldraða er að ræða þá er fólk bundið af eftirlaunaaldri og í tilviki örorkulífeyrisþega þá getur fólk ekki unnið fyrir sér. [...] Ég vil því spyrja hæstvirtan fjármála ráðherra hvað þessi ummæli eigi að þýða?“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag en hann spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í eftirfarandi ummæli sem ráðherrann lét falla í þættinum Sprengisandi í gær: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“Sakar ráðherrann um að skapa úlfúð á milli láglaunafólks og bótaþega Árni Páll sagði þessi ummæli til þess fallin að grafa undan samstöðu í samfélaginu um að lífeyrisþegar eigi að njóta jafnrar stöðu á við aðra í þjóðfélaginu. Þá sagði hann ummælin einnig til þess fallin að skapa úlfúð á milli þeirra lægst launuðu í landinu og bótaþega. Bjarni svaraði því til að það væri alveg ljóst að bætur muni á næsta ári hækka að fullu til jafns við launaþróun í landinu en á sama tíma væri fólk á vinnumarkaði sem væri ekkert mikið betur sett en bótaþegar. Þetta skipti máli þar sem hvatar í kerfinu skipti máli. „Fjölgun öryrkjar er orðið sjálfstætt og sérstakt vandamál á Íslandi og á Norðurlöndunum reyndar líka. Við getum fagnað því í sjálfu sér að það hefur dregið úr fjölguninni en hún er raunverulegt vandamál,“ sagði Bjarni.Segir kaupmátt bóta hafa aukist mikið Árni Páll gaf lítið fyrir þessi svör ráðherra: „Það getur vel verið að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi að hann sé eins og Jesú Kristur, geti veitt blindum sýn og fengið sjúka til að taka sæng sína og ganga en ég held að það sé ekki á færi hans. Ég held að hann verði að horfast í augu við það að fólk er auðvitað, öryrkjar, heilsufars vegna, og fólk er aldrað aldur síns vegna og hann er að afvegaleiða umræðuna með þessum ummælum.“ Bjarni sagði Árna Pál tala eins og við værum stödd í miðri kreppu. Hann minnti á að verðbólga hafi farið minnkandi síðan ríkisstjórnin tók við árið 2013 og því hafi kaupmáttur aukist, þar með talið kaupmáttur bóta. Sagði fjármálaráðherra það reyndar vera þannig að bætur myndu hafa meiri kaupmátt á næsta ári en áður hafi þekkst.
Alþingi Tengdar fréttir Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Varar við væntingum um afturvirkni bóta Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld ætli að verja 100 milljörðum til að hækka lífeyrisbætur á næsta ári. Bætur séu að hækka um 9,7 prósent og lífeyrisþegar muni hafa meiri kaupmátt á næsta ári en nokkru sinni áður. 13. desember 2015 12:50