Skilur að það þyki „skjóta skökku við“ að taka á móti fjölda sýrlenskra flóttamanna á meðan öðrum er vísað úr landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 12:11 Þær Jana og Joula eru sýrlenskar og komu hingað fyrir fjórum mánuðum ásamt foreldrum sínum sem sóttu um hæli. Þeim var hins vegar synjað um efnislega meðferð þar sem fjölskyldan hefur fengið hæli í Grikklandi. vísir/vilhelm Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði mál sýrlenskrar flóttafjölskyldu að umræðuefni á Alþingi í dag en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um efnislega meðferð á hælisumsókn þeirra þar sem þau höfðu þegar fengið hæli í Grikklandi. Á því að vísa þeim aftur þangað en fjölskyldan kærði ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. „Ég vil líka spyrja ráðherrann hvort að það sé ekki beinlínis hrópandi að ætla með annarri hendinni að taka á móti 500 sýrlenskum flóttamönnum en vera með hinni hendinni að vísa þeim sömu í burtu? [...] Þurfum við að segja að það eigi að taka sérstaklega á málefnum sýrlenskra flóttamanna meðan að við erum að taka á móti þessum 500 manna hópi og þeir geti talið inn í það sem að hingað eru að leita á þeim tíma?“Sjá einnig: Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Ólöf sagði í svari sínu að það væri mikilvægt að mál sýrlensku fjölskyldunnar skyldi hafa ratað til kærunefndarinnar og sagðist hún búast við niðurstöðu í því máli í lok janúar á næsta ári. „Ég get hins vegar alveg skilið þær hugrenningar háttvirts þingmanns varðandi það að það skjóti nokkuð skökku við að á meðan við erum að taka á móti Sýrlendingum þá eru aðrir Sýrlendingar jafnvel að hverfa héðan af braut. Ég vil á þessu stigi, í ljósi gætni, ekki ganga lengra en ég geri með þessum orðum og bíða eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar, að hverju hún kemst og hvernig málið lítur út þá.“ Alþingi Flóttamenn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði mál sýrlenskrar flóttafjölskyldu að umræðuefni á Alþingi í dag en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um efnislega meðferð á hælisumsókn þeirra þar sem þau höfðu þegar fengið hæli í Grikklandi. Á því að vísa þeim aftur þangað en fjölskyldan kærði ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. „Ég vil líka spyrja ráðherrann hvort að það sé ekki beinlínis hrópandi að ætla með annarri hendinni að taka á móti 500 sýrlenskum flóttamönnum en vera með hinni hendinni að vísa þeim sömu í burtu? [...] Þurfum við að segja að það eigi að taka sérstaklega á málefnum sýrlenskra flóttamanna meðan að við erum að taka á móti þessum 500 manna hópi og þeir geti talið inn í það sem að hingað eru að leita á þeim tíma?“Sjá einnig: Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Ólöf sagði í svari sínu að það væri mikilvægt að mál sýrlensku fjölskyldunnar skyldi hafa ratað til kærunefndarinnar og sagðist hún búast við niðurstöðu í því máli í lok janúar á næsta ári. „Ég get hins vegar alveg skilið þær hugrenningar háttvirts þingmanns varðandi það að það skjóti nokkuð skökku við að á meðan við erum að taka á móti Sýrlendingum þá eru aðrir Sýrlendingar jafnvel að hverfa héðan af braut. Ég vil á þessu stigi, í ljósi gætni, ekki ganga lengra en ég geri með þessum orðum og bíða eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar, að hverju hún kemst og hvernig málið lítur út þá.“
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira