Bardagi ólíkur öllum öðrum hjá Gunnari Nelson Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 12. desember 2015 08:00 Gunnar gekk út úr búrinu sem sigurvegari eftir bardaga sinn gegn Brandon Thatch á UFC 189 í Las Vegas í júlí. Eftir langan og strangan undirbúning er komið að stóru stundinni. Gunnar Nelson stígur í nótt inn í búrið í Las Vegas á stærsta bardagakvöldi allra tíma í UFC. Okkar maður er að keppa gegn Brasilíumanninum Demian Maia í einum af aðalbardögum kvöldsins og heimurinn fylgist með. „Ég er helvíti góður,“ segir Gunnar, sultuslakur að venju er Fréttablaðið hittir hann á MGM Grand-hótelinu glæsilega þar sem bardagarnir fara fram. Gunnar er lítið öðruvísi núna en áður nema hann virkar ákveðnari. „Síðustu tíu dagana gerir maður lítið annað en að bíða eftir stóra kvöldinu,“ segir Gunnar en hann tók góðar æfingabúðir með stærstu stjörnu kvöldsins, Íranum Conor McGregor, en þeir æfa báðir undir handleiðslu Írans John Kavanagh og hafa lengi gert.Sjá einnig:Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Þetta voru líklega okkar bestu æfingabúðir hingað til. Við byrjuðum í Dublin og vorum þar í tvo mánuði áður en við héldum til Los Angeles. Fá smá sól. Þetta small helvíti vel saman hjá okkur,“ segir Gunnar en mikið var látið með að þeir væru farnir að lifa á Las Vegas-tíma strax í Dublin. Málið var nú ekki alveg svo einfalt.Bíómyndir og síðbúnar æfingar „Við vorum farnir að draga það helvíti lengi að fara að sofa á kvöldin. Þetta gerðist bara. Við vorum að horfa á bíómyndir eða djöflast í æfingasalnum seint um kvöld. Það hentaði okkur því vel að segja út á við að við værum á Vegas-tíma,“ segir Gunnar og glottir. Undirbúningurinn að þessu sinni var óhefðbundinn að því leyti að nýr maður kom inn í þjálfarateymið til að hjálpa þeim. Sá heitir Ido Portal og sérhæfir sig í hreyfingum líkamans. „Hann hefur farið yfir alls konar hreyfingar með okkur og þetta opnar skrokkinn, sem og hugann, fyrir nýjum hreyfingum. Þetta hjálpaði helling og ég hafði líka mjög gaman af þessu. Mér leið vel eftir þessar æfingar og fann að þetta er eitthvað sem maður þarf. “Sjá einnig:Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Það hefur áður komið fram að Gunnar vaknaði í raun aftur til lífsins eftir tapið gegn Rick Story og mætti til leiks síðasta sumar í sínu besta formi. Hann er í enn betra formi núna og ætlar sér stóra hluti. Það veitir ekki af því Maia var svo sannarlega ekki að byrja í bransanum og vill, ólíkt öllum öðrum, fara með Gunnari í gólfið. „Það hefur eiginlega aldrei gerst að menn vilji koma sérstaklega nálægt mér þannig að við fáum að sjá hluti í þessum bardaga sem hafa ekki sést áður í bardögum hjá mér. Ég verð með eitthvað skemmtilegt í pokahorninu fyrir hann,“ segir Gunnar en hann stefnir ótrauður á að verða heimsmeistari og vill senda sterk skilaboð í þessum bardaga. „Þetta er eitt af skrefunum í áttina að titlinum sem ég vil vinna á næsta ári. Stefnan er að senda sterk skilaboð á þessu kvöldi.“ MMA Tengdar fréttir Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Attar: Gunnar stendur frammi fyrir risatækifæri Bandaríski umboðsmaðurinn Audie Attar segir að Gunnar Nelson verði kominn í kjöraðstöðu í UFC-heiminum ef hann klárar Demian Maia með stæl. 11. desember 2015 14:07 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30 Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki Þjálfari Gunnars Nelson reiknar með að Gunnar berjist um heimsmeistaratitilinn næsta sumar. 11. desember 2015 12:00 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Eftir langan og strangan undirbúning er komið að stóru stundinni. Gunnar Nelson stígur í nótt inn í búrið í Las Vegas á stærsta bardagakvöldi allra tíma í UFC. Okkar maður er að keppa gegn Brasilíumanninum Demian Maia í einum af aðalbardögum kvöldsins og heimurinn fylgist með. „Ég er helvíti góður,“ segir Gunnar, sultuslakur að venju er Fréttablaðið hittir hann á MGM Grand-hótelinu glæsilega þar sem bardagarnir fara fram. Gunnar er lítið öðruvísi núna en áður nema hann virkar ákveðnari. „Síðustu tíu dagana gerir maður lítið annað en að bíða eftir stóra kvöldinu,“ segir Gunnar en hann tók góðar æfingabúðir með stærstu stjörnu kvöldsins, Íranum Conor McGregor, en þeir æfa báðir undir handleiðslu Írans John Kavanagh og hafa lengi gert.Sjá einnig:Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Þetta voru líklega okkar bestu æfingabúðir hingað til. Við byrjuðum í Dublin og vorum þar í tvo mánuði áður en við héldum til Los Angeles. Fá smá sól. Þetta small helvíti vel saman hjá okkur,“ segir Gunnar en mikið var látið með að þeir væru farnir að lifa á Las Vegas-tíma strax í Dublin. Málið var nú ekki alveg svo einfalt.Bíómyndir og síðbúnar æfingar „Við vorum farnir að draga það helvíti lengi að fara að sofa á kvöldin. Þetta gerðist bara. Við vorum að horfa á bíómyndir eða djöflast í æfingasalnum seint um kvöld. Það hentaði okkur því vel að segja út á við að við værum á Vegas-tíma,“ segir Gunnar og glottir. Undirbúningurinn að þessu sinni var óhefðbundinn að því leyti að nýr maður kom inn í þjálfarateymið til að hjálpa þeim. Sá heitir Ido Portal og sérhæfir sig í hreyfingum líkamans. „Hann hefur farið yfir alls konar hreyfingar með okkur og þetta opnar skrokkinn, sem og hugann, fyrir nýjum hreyfingum. Þetta hjálpaði helling og ég hafði líka mjög gaman af þessu. Mér leið vel eftir þessar æfingar og fann að þetta er eitthvað sem maður þarf. “Sjá einnig:Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Það hefur áður komið fram að Gunnar vaknaði í raun aftur til lífsins eftir tapið gegn Rick Story og mætti til leiks síðasta sumar í sínu besta formi. Hann er í enn betra formi núna og ætlar sér stóra hluti. Það veitir ekki af því Maia var svo sannarlega ekki að byrja í bransanum og vill, ólíkt öllum öðrum, fara með Gunnari í gólfið. „Það hefur eiginlega aldrei gerst að menn vilji koma sérstaklega nálægt mér þannig að við fáum að sjá hluti í þessum bardaga sem hafa ekki sést áður í bardögum hjá mér. Ég verð með eitthvað skemmtilegt í pokahorninu fyrir hann,“ segir Gunnar en hann stefnir ótrauður á að verða heimsmeistari og vill senda sterk skilaboð í þessum bardaga. „Þetta er eitt af skrefunum í áttina að titlinum sem ég vil vinna á næsta ári. Stefnan er að senda sterk skilaboð á þessu kvöldi.“
MMA Tengdar fréttir Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Attar: Gunnar stendur frammi fyrir risatækifæri Bandaríski umboðsmaðurinn Audie Attar segir að Gunnar Nelson verði kominn í kjöraðstöðu í UFC-heiminum ef hann klárar Demian Maia með stæl. 11. desember 2015 14:07 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30 Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki Þjálfari Gunnars Nelson reiknar með að Gunnar berjist um heimsmeistaratitilinn næsta sumar. 11. desember 2015 12:00 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30
Attar: Gunnar stendur frammi fyrir risatækifæri Bandaríski umboðsmaðurinn Audie Attar segir að Gunnar Nelson verði kominn í kjöraðstöðu í UFC-heiminum ef hann klárar Demian Maia með stæl. 11. desember 2015 14:07
Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45
Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30
Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki Þjálfari Gunnars Nelson reiknar með að Gunnar berjist um heimsmeistaratitilinn næsta sumar. 11. desember 2015 12:00
Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45
Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37