Og svo tjöllum við okkur í rallið er besti bókartitill ársins 2015 Magnús Guðmundsson skrifar 12. desember 2015 11:00 Og svo tjöllum við okkur í rallið er besti bókartitill ársins 2015 að mati álitsgjafa okkar. Titill bókar getur haft mikið að segja um fyrstu upplifun lesenda og því skelltum við okkur í að skoða hverjir eru bestu og verstu titlar ársins 2015 að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Það ætti þó enginn að láta þennan létta leik ráða för við lestur jólabókanna enda er þetta bara til gamans gert og vonandi sárnar engum gjörningurinn.Besti bókartitill ársins: 1. sætiOg svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorsteinsson„Skemmtilegur og hlýlegur titill“ „Titill sem er fullur af leik og skemmtilegheitum og er í senn eitthvað svo freistandi því mann langar til þess að vita meira. Algjör snilld!“„Hlýlegur bókartitill sem kallast á við ljósmyndina af þeim feðgum á bókarkápunni.“ 2. sætiHin hálu þrep – lífshlaup mitt eftir Bjarna Bernharð Bjarnason„Glæsilegur titill og með snjalla tilvísun í efni bókarinnar.“ „Það hlýtur að vera safarík saga á bak við þennan titil. Freistandi og ljóðrænt.“3. sætiEitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson„Fallegur titill sem vekur forvitni.“Versti bókartitill ársins:1. sætiSjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason„Ég veit það ekki, en í hvert sinn sem ég heyri minnst á Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason, verður mér hugsað til Vaknað í Brussel, eftir Betu rokk. Það eru ekki góð hugrenningatengsl.“ „Þarfnast það útskýringa?“ „Sjóveiki og München saman í titli er ekki aðlaðandi. Þá væri ég frekar til í að vera bílveikur í Búdapest.“2. sætiBrynhildur Georgía Björnsson eftir Ragnhildi Thorlacius„Bók um konu sem átti einstaklega litríka og ævintýralega ævi en titillinn er eins og upphafið á skýrslu hagstofunnar. Andleysi ársins.“ „Hefði ekki mátt finna eitthvað einkennandi fyrir þessa merkilegu konu í bókartitil? Það finnst mér. Af nógu er að taka.“3. sætiStúlka með höfuð eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur„Þetta blekkir mann aðeins því kápan er falleg. En ef þú spáir í titilinn einan og sér, þá meikar hann algjörlega engan sens.“ „Æ, það er eitthvað svo skelfing áreynslukennt við þetta.“Þessir titlar komu einnig talsvert til álita:Þá hló Skúli eftir Óskar Guðmundsson„Ha Skúli, hvaða Skúli, fógetinn eða rafvirkinn? Forvitnilegur maður sjálfsagt en einstaklega óspennandi, vísun í Þá hló þingheimur sem er enn þá verra.“Litlar byltingar, draumar um betri daga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur „Litlar byltingar eru einhvern veginn óspennandi og það er eitthvað vælulegt við undirtitilinn.“Hvað með börnin? eftir Hugleik Dagsson„Já, hvað með þau? Þau fá að minnsta kosti örugglega ekki að blaða í þessari bók dónakallsins Hugleiks Dagssonar, en fyndinn er hann. Titillinn og Hugleikur.“Álitsgjafar: Hildur Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Skaftadóttir blaðamaður, Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður, Jakob Bjarnar Grétarson blaðamaður, Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður, Margeir Gunnar Sigurðsson bóksali, Jón Kaldal ritstjóri, Þorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður. Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Titill bókar getur haft mikið að segja um fyrstu upplifun lesenda og því skelltum við okkur í að skoða hverjir eru bestu og verstu titlar ársins 2015 að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Það ætti þó enginn að láta þennan létta leik ráða för við lestur jólabókanna enda er þetta bara til gamans gert og vonandi sárnar engum gjörningurinn.Besti bókartitill ársins: 1. sætiOg svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorsteinsson„Skemmtilegur og hlýlegur titill“ „Titill sem er fullur af leik og skemmtilegheitum og er í senn eitthvað svo freistandi því mann langar til þess að vita meira. Algjör snilld!“„Hlýlegur bókartitill sem kallast á við ljósmyndina af þeim feðgum á bókarkápunni.“ 2. sætiHin hálu þrep – lífshlaup mitt eftir Bjarna Bernharð Bjarnason„Glæsilegur titill og með snjalla tilvísun í efni bókarinnar.“ „Það hlýtur að vera safarík saga á bak við þennan titil. Freistandi og ljóðrænt.“3. sætiEitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson„Fallegur titill sem vekur forvitni.“Versti bókartitill ársins:1. sætiSjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason„Ég veit það ekki, en í hvert sinn sem ég heyri minnst á Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason, verður mér hugsað til Vaknað í Brussel, eftir Betu rokk. Það eru ekki góð hugrenningatengsl.“ „Þarfnast það útskýringa?“ „Sjóveiki og München saman í titli er ekki aðlaðandi. Þá væri ég frekar til í að vera bílveikur í Búdapest.“2. sætiBrynhildur Georgía Björnsson eftir Ragnhildi Thorlacius„Bók um konu sem átti einstaklega litríka og ævintýralega ævi en titillinn er eins og upphafið á skýrslu hagstofunnar. Andleysi ársins.“ „Hefði ekki mátt finna eitthvað einkennandi fyrir þessa merkilegu konu í bókartitil? Það finnst mér. Af nógu er að taka.“3. sætiStúlka með höfuð eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur„Þetta blekkir mann aðeins því kápan er falleg. En ef þú spáir í titilinn einan og sér, þá meikar hann algjörlega engan sens.“ „Æ, það er eitthvað svo skelfing áreynslukennt við þetta.“Þessir titlar komu einnig talsvert til álita:Þá hló Skúli eftir Óskar Guðmundsson„Ha Skúli, hvaða Skúli, fógetinn eða rafvirkinn? Forvitnilegur maður sjálfsagt en einstaklega óspennandi, vísun í Þá hló þingheimur sem er enn þá verra.“Litlar byltingar, draumar um betri daga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur „Litlar byltingar eru einhvern veginn óspennandi og það er eitthvað vælulegt við undirtitilinn.“Hvað með börnin? eftir Hugleik Dagsson„Já, hvað með þau? Þau fá að minnsta kosti örugglega ekki að blaða í þessari bók dónakallsins Hugleiks Dagssonar, en fyndinn er hann. Titillinn og Hugleikur.“Álitsgjafar: Hildur Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Skaftadóttir blaðamaður, Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður, Jakob Bjarnar Grétarson blaðamaður, Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður, Margeir Gunnar Sigurðsson bóksali, Jón Kaldal ritstjóri, Þorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður.
Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira