Körfubolti

Sjaldséð þrenna frá Durant í sigri Oklahoma City | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kevin Durant sauð saman í þrennu í nótt.
Kevin Durant sauð saman í þrennu í nótt. vísir/getty
Oklahoma City Thunder (14-8) vann nokkuð þægilegan sigur á Atlanta Hawks (14-10) þegar liðin mættust í NBA-deildinni í nótt, 107-94.

Stórstjörnunar þrjár í liði Oklahoma; Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka, voru allir mjög góðar og skoruðu yfir 20 stig.

Durant skellti í sjaldséða þrennu, en hann skoraði 25 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta er aðeins sjöunda þrenna þessa fjórfalda stigakóngs NBA-deildarinnar á hans ferli.

Westbrook skoraði 23 stig og bætti við tíu stoðsendingum en Ibaka skoraði 23 stig og tók tíu fráköst. Kent Bazemore var stigahæstur hjá Atlanta en hann skoraði 22 stig af bekknum.

Durant fer á kostum:


Chicago Bulls (12-8) batt enda á þriggja leikja taphrinu þegar liðið lagði Los Angeles Clippers (13-10) á heimavelli í nótt, 83-80.

Chicago náði góðri forystu í þriðja leikhluta og barði svo af sér endurkomu gestanna sem unnu þó fjórða leikhlutann með sjö stigum. Þetta er fimmta útivallartap Clippers í níu leikjum.

Pau Gasol var stigahæstur Chicago-liðsins með 24 stig og sex fráköst en Blake Griffin skoraði mest fyrir Clippers eða 18 stig.

Það var nokkuð vel af sér gert hjá Griffin því hann spilaði bara 25 mínútur. Griffin var hent út úr húsi fyrir fyrir ljóta villu á Taj Gibson í þriðja leikhluta.

Úrslit næturinnar:

Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 100-91

Chicago Bulls - LA Clippers 83-80

OKC Thunder - Atlanta Hawks 107-94

Sacramento Kings - NY Knicks 99-97

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×