Lars Lagerbäck gefur KSÍ svar í febrúar | „Við verðum bara bíða og vona," segir Geir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2015 18:26 Lars Lagerbäck. Vísir/Vilhelm Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands kíkti um borð í Akraborgina á X-inu í dag og ræddi við Hjört Hjartarson um Evrópumót landsliða í fótbolta en dregið verður í riðla á laugardaginn. Á mánudaginn hefst síðan sala á miðum á leiki íslenska liðsins. „Það er búin að búin að byggjast upp spenna og áhugi fyrir þessum drætti á laugardaginn. Það er mikil vinna hjá okkur þegar að baki og mikil vinna framundan. Mikið mun líka breytast á laugardaginn þegar við munum vita á móti hverjum við keppum og hvar," sagði Geir. „Þá fer undirbúningurinn á næsta stig og stuðningsmenn og áhugafólk fer þá að líta til þess hvar þau ætla að vera í júní," sagði Geir. Íslenska liðið hefur þegar fundið sér dvalarstað í Frakklandi á meðan mótinu stendur. Liðið mun hafa aðsetur í Annecy í suðausturhluta Frakklands. Skiptir miklu máli að Ísland lendi í riðli sem spilar leikina nálægt Annecy, „Nei ég held ekki. Það gæti verið einn leikur í rútu en annars mun liðið fljúga í leikina frá flugvelli sem er ekki langt frá. Þeir munu alltaf fara á leikstaðinn daginn áður og dvelja þar á hóteli í viðkomandi borg nóttina áður," sagði Geir. Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir fjórum árum og er það einhver mesti happafengur frá upphafi fyrir íslenska knattspyrnu. Lars Lagerbäck hefur talað um það að hætta með landsliðið eftir EM en KSÍ er ekki búið að gefa upp vonina með að hann haldi áfram. „Við erum búnir að ganga frá því að Heimir heldur áfram með liðið. Ég hef rætt við Lars og í bæði skiptin þá tókst mér aðeins að gera við hann tveggja ára samning. Annað var ekki rætt. Hann hefur talað um það sjálfur að hann ætli að setjast í helgan stein nema eitthvað mjög áhugavert komi upp. Ég hef rætt við hann um möguleikann á því að halda áfram og hann ætlar að ræða það við mig í febrúar. Við verðum bara bíða, sjá til og vona. Annars mun Heimir tala við," sagði Geir. Það má heyra allt viðtalið við Geir Þorsteinsson með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands kíkti um borð í Akraborgina á X-inu í dag og ræddi við Hjört Hjartarson um Evrópumót landsliða í fótbolta en dregið verður í riðla á laugardaginn. Á mánudaginn hefst síðan sala á miðum á leiki íslenska liðsins. „Það er búin að búin að byggjast upp spenna og áhugi fyrir þessum drætti á laugardaginn. Það er mikil vinna hjá okkur þegar að baki og mikil vinna framundan. Mikið mun líka breytast á laugardaginn þegar við munum vita á móti hverjum við keppum og hvar," sagði Geir. „Þá fer undirbúningurinn á næsta stig og stuðningsmenn og áhugafólk fer þá að líta til þess hvar þau ætla að vera í júní," sagði Geir. Íslenska liðið hefur þegar fundið sér dvalarstað í Frakklandi á meðan mótinu stendur. Liðið mun hafa aðsetur í Annecy í suðausturhluta Frakklands. Skiptir miklu máli að Ísland lendi í riðli sem spilar leikina nálægt Annecy, „Nei ég held ekki. Það gæti verið einn leikur í rútu en annars mun liðið fljúga í leikina frá flugvelli sem er ekki langt frá. Þeir munu alltaf fara á leikstaðinn daginn áður og dvelja þar á hóteli í viðkomandi borg nóttina áður," sagði Geir. Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir fjórum árum og er það einhver mesti happafengur frá upphafi fyrir íslenska knattspyrnu. Lars Lagerbäck hefur talað um það að hætta með landsliðið eftir EM en KSÍ er ekki búið að gefa upp vonina með að hann haldi áfram. „Við erum búnir að ganga frá því að Heimir heldur áfram með liðið. Ég hef rætt við Lars og í bæði skiptin þá tókst mér aðeins að gera við hann tveggja ára samning. Annað var ekki rætt. Hann hefur talað um það sjálfur að hann ætli að setjast í helgan stein nema eitthvað mjög áhugavert komi upp. Ég hef rætt við hann um möguleikann á því að halda áfram og hann ætlar að ræða það við mig í febrúar. Við verðum bara bíða, sjá til og vona. Annars mun Heimir tala við," sagði Geir. Það má heyra allt viðtalið við Geir Þorsteinsson með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira