Kristinn og Kayla gáfu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2015 17:10 Kristinn Jónsson og Kayla Grimsley. Vísir/Vilhelm Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Kayla Grimsley úr Þór/KA áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2015. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi, ásamt þeim sem höfnuðu í næstu sætum á eftir í báðum deildum. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn á flestar stoðsendingar en þær voru 9 talsins hjá honum í deildinni í ár. Grimsley hlýtur hinsvegar þessa viðurkenningu í annað skipti en hún lagði upp 14 mörk fyrir Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á þessu ári. Mjótt var á mununum í Pepsi-deild karla því Hilmar Árni Halldórsson úr Leikni R. var annar með 8 stoðsendingar og Kristinn komst framúr honum með því að leggja upp mark í uppbótartíma í lokaumferð deildarinnar. Jón Vilhelm Ákason úr ÍA, Atli Guðnason úr FH og Jacob Schoop úr KR komu næstir með 7 stoðsendingar hver. Sama er að segja um Pepsi-deild kvenna því Grimsley tryggði sér efsta sætið með því að leggja upp fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Akureyrarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni varð í öðru sæti með 13 stoðsendingar og síðan komu Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki, Kristín Erna Sigurlásdóttir úr ÍBV og Sarah Miller úr Þór/KA með 11 stoðsendingar hver. Bókaútgáfan Tindur veitti jafnframt árleg heiðursverðlaun sín. Þau hlaut að þessu sinni Tryggvi Guðmundsson fyrir einstæðan árangur sinn á ferlinum, bæði innanlands og utan, hvað varðar markaskorun, stoðsendingar og leikjafjölda.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2015 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr en hún var stækkuð um sextán síður með sérstökum viðauka um karlalandsliðið og þann árangur þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2016. Bókin er nú 272 blaðsíður, öll litprentuð eins og undanfarin ár, og myndirnar eru líka fleiri en nokkru sinni fyrr, eða rúmlega 380 talsins. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda leikmanna sem komu við sögu á árinu. Í bókinni eru viðtöl við Gylfa Þór Sigurðsson, Margréti Láru Viðarsdóttur, Geir Þorsteinsson, Fanndísi Friðriksdóttur og Emil Pálsson. Þar er einnig að finna frásagnir af öllum landsleikjum í öllum aldursflokkum, fjallað ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, leikmenn allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Kayla Grimsley úr Þór/KA áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2015. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi, ásamt þeim sem höfnuðu í næstu sætum á eftir í báðum deildum. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn á flestar stoðsendingar en þær voru 9 talsins hjá honum í deildinni í ár. Grimsley hlýtur hinsvegar þessa viðurkenningu í annað skipti en hún lagði upp 14 mörk fyrir Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á þessu ári. Mjótt var á mununum í Pepsi-deild karla því Hilmar Árni Halldórsson úr Leikni R. var annar með 8 stoðsendingar og Kristinn komst framúr honum með því að leggja upp mark í uppbótartíma í lokaumferð deildarinnar. Jón Vilhelm Ákason úr ÍA, Atli Guðnason úr FH og Jacob Schoop úr KR komu næstir með 7 stoðsendingar hver. Sama er að segja um Pepsi-deild kvenna því Grimsley tryggði sér efsta sætið með því að leggja upp fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Akureyrarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni varð í öðru sæti með 13 stoðsendingar og síðan komu Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki, Kristín Erna Sigurlásdóttir úr ÍBV og Sarah Miller úr Þór/KA með 11 stoðsendingar hver. Bókaútgáfan Tindur veitti jafnframt árleg heiðursverðlaun sín. Þau hlaut að þessu sinni Tryggvi Guðmundsson fyrir einstæðan árangur sinn á ferlinum, bæði innanlands og utan, hvað varðar markaskorun, stoðsendingar og leikjafjölda.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2015 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr en hún var stækkuð um sextán síður með sérstökum viðauka um karlalandsliðið og þann árangur þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2016. Bókin er nú 272 blaðsíður, öll litprentuð eins og undanfarin ár, og myndirnar eru líka fleiri en nokkru sinni fyrr, eða rúmlega 380 talsins. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda leikmanna sem komu við sögu á árinu. Í bókinni eru viðtöl við Gylfa Þór Sigurðsson, Margréti Láru Viðarsdóttur, Geir Þorsteinsson, Fanndísi Friðriksdóttur og Emil Pálsson. Þar er einnig að finna frásagnir af öllum landsleikjum í öllum aldursflokkum, fjallað ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, leikmenn allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira