Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2015 09:37 Vísir/Getty Gunnar Nelson er í áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani, fréttamann MMAFighting.com og Fox Sports, þar sem hann fer yfir bardaga sinn við Demian Maia á laugardaginn. Gunnar ræðir einnig um bardaga æfingafélag síns, Conor McGregor, við Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn og glæsilega villu þar sem þeir dvelja nú í aðdraganda bardagans. McGregor hefur látið hafa eftir sér að hann sé svo einbeittur að bardaganum að honum finnist hann stundum missa vitið. „Þannig hefur það alltaf verið. Þetta er ekkert nýtt. Hann er að missa vitið, eitthvað á hverjum degi. Það vitum við allir. En heldur sínu striki og það er það sem mestu máli skiptir. Hann gerir það sem þarf að gera.“ Gunnar segist helst vilja klára bardagann við Maia með fullnaðarsigri, helst með uppgjafartaki, fremur en á stigagjöf en segist ætla að taka því sem höndum ber þegar bardaginn hefst.Sjá einnig: Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn „Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Demian og það er mikill heiður fyrir mig að fá að berjast við hann,“ sagði Gunnar í viðtalinu við Helwani. Hann segir þó það ekki hans stíll að spá fyrir um útkomu bardaga sinna eða tala illa um andstæðinginn sinn. „Þannig er bara ekki minn hugsunarháttur og þannig nálgast ég ekki mína bardaga,“ bætti hann við.Conor McGregor.Vísir/GettyGunnar segir að hann hafi ávallt dáðst að Maia og þó svo að hann hafi ekki verið sérstök fyrirmynd fyrir hann þá hafi verið áhugavert að fylgjast með MMA-ferli hans.Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn „Það var ekki á færi allra jiu-jitsu manna að ná velgengni í MMA-heiminum en honum tókst að gera það. Mér þótti mikið til þess koma,“ sagði Gunnar sem vakti fyrst athygli sem glímukappi, rétt eins og Maia.Demian Maia.Vísir/GettySpekingar velta því fyrir sér hvort að Gunnar vilji halda bardaganum á fótunum þar sem að Gunnar þyki jafnvel hafa yfirhöndina þar gegn Maia, sem er aftur á móti frábær í gólfinu. „Það er enginn vafi á því að ég vonast eftir því að bardaginn verði á gólfinu,“ sagði Gunnar sem hefur unnið flesta sína sigra þar. „Það væri gaman fyrir aðdáendur UFC að sjá okkur takast á í glímu. Ég á að von að bardaginn muni þrást á þann hátt því það er hvorki stíll minn né hans að gefa eftir þegar glíman hefst.“ „En þetta er MMA-bardagi og því tekur maður þau tækifæri sem bjóðast, sama hvernig bardaginn mun þróast. Ég mun ekki reyna að þvinga hann í neina ákveðna átt,“ sagði Gunnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þeir ræða til að mynda um hófstillt viðbrögð Gunnars þegar hann fékk Harley Davidson mótorhjól í afmælisgjöf.Sjá einnig: Conor og Dana gáfu Gunnar Harley Davidson í afmælisgjöf MMA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Sjá meira
Gunnar Nelson er í áhugaverðu viðtali við Ariel Helwani, fréttamann MMAFighting.com og Fox Sports, þar sem hann fer yfir bardaga sinn við Demian Maia á laugardaginn. Gunnar ræðir einnig um bardaga æfingafélag síns, Conor McGregor, við Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn og glæsilega villu þar sem þeir dvelja nú í aðdraganda bardagans. McGregor hefur látið hafa eftir sér að hann sé svo einbeittur að bardaganum að honum finnist hann stundum missa vitið. „Þannig hefur það alltaf verið. Þetta er ekkert nýtt. Hann er að missa vitið, eitthvað á hverjum degi. Það vitum við allir. En heldur sínu striki og það er það sem mestu máli skiptir. Hann gerir það sem þarf að gera.“ Gunnar segist helst vilja klára bardagann við Maia með fullnaðarsigri, helst með uppgjafartaki, fremur en á stigagjöf en segist ætla að taka því sem höndum ber þegar bardaginn hefst.Sjá einnig: Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn „Ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Demian og það er mikill heiður fyrir mig að fá að berjast við hann,“ sagði Gunnar í viðtalinu við Helwani. Hann segir þó það ekki hans stíll að spá fyrir um útkomu bardaga sinna eða tala illa um andstæðinginn sinn. „Þannig er bara ekki minn hugsunarháttur og þannig nálgast ég ekki mína bardaga,“ bætti hann við.Conor McGregor.Vísir/GettyGunnar segir að hann hafi ávallt dáðst að Maia og þó svo að hann hafi ekki verið sérstök fyrirmynd fyrir hann þá hafi verið áhugavert að fylgjast með MMA-ferli hans.Sjá einnig: Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn „Það var ekki á færi allra jiu-jitsu manna að ná velgengni í MMA-heiminum en honum tókst að gera það. Mér þótti mikið til þess koma,“ sagði Gunnar sem vakti fyrst athygli sem glímukappi, rétt eins og Maia.Demian Maia.Vísir/GettySpekingar velta því fyrir sér hvort að Gunnar vilji halda bardaganum á fótunum þar sem að Gunnar þyki jafnvel hafa yfirhöndina þar gegn Maia, sem er aftur á móti frábær í gólfinu. „Það er enginn vafi á því að ég vonast eftir því að bardaginn verði á gólfinu,“ sagði Gunnar sem hefur unnið flesta sína sigra þar. „Það væri gaman fyrir aðdáendur UFC að sjá okkur takast á í glímu. Ég á að von að bardaginn muni þrást á þann hátt því það er hvorki stíll minn né hans að gefa eftir þegar glíman hefst.“ „En þetta er MMA-bardagi og því tekur maður þau tækifæri sem bjóðast, sama hvernig bardaginn mun þróast. Ég mun ekki reyna að þvinga hann í neina ákveðna átt,“ sagði Gunnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þeir ræða til að mynda um hófstillt viðbrögð Gunnars þegar hann fékk Harley Davidson mótorhjól í afmælisgjöf.Sjá einnig: Conor og Dana gáfu Gunnar Harley Davidson í afmælisgjöf
MMA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Sjá meira