Kom úr skápnum sem klæðskiptingur: „Manneskjan er að klæða sig og mála sig því henni finnst það flott“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. desember 2015 21:46 Þórður Hermannsson er ósköp ungur venjulegur maður. Hann er tónlistarmaður, forritari og faðir en suma daga er hann einfaldlega í meira stuði til að fara í pilsi í vinnuna en buxum. Hann segir lengi vel hafi hann fengið útrás fyrir þörfina til að klæða sig í kvenmannsföt á grímuböllum og dragkeppnum. Til að mynda klæddist hann kjól á aðfangadag sem barnsmóðir hans gaf honum. Rætt var við Þórð í Ísland í dag. „Ég hafði fengið mörg skilaboð frá vinum mínum sem voru að spyrja hvað þetta væri nákvæmlega. Ég hef sett myndir af mér af og til þar sem ég er í dressi, málaður og svo framvegis. Þannig ég ákvað að birta status til að útskýra aðeins hvernig þetta hefur virkað og hvernig mér hefur liðið,“ segir Þórður. Í hugum margra eru klæðskipti, og það að mála sig, oftar en ekki tengt einhverju kynferðislegu. Það sé ávallt gert til þess að fanga athygli einhvers annars til að svara löngunum einhvers annars. „Mér finnst það bara gera lítið úr því sem manneskjan er að gera. Hún er að klæða sig upp og mála sig af því henni finnst það flott,“ segir Þórður. Áður fylgdi því talsverð vinna fyrir Þórð að standa klæðskiptunum þar sem hann reyndi að halda þeim leyndu fyrir öllum í kringum sig. Hann hafi gert þetta þegar hann var einn heima eða síðla kvölds og síðan hafi hann alltaf þurft að passa sig á að enginn kæmist að þessu daginn eftir. Það sé búið núna og stundum láti hann sér nægja að setja á sig maskara áður en haldið er úr húsi. „Barnsmóðir mín hefur stutt mig mjög mikið í þessu öllu,“ en þau eru svipað há og hann getur fengið föt lánuð frá henni. Á aðfangadag voru þau bæði klædd í kjól. Barnsmóðir hans á tvær dætur fyrir og þau ræddu um þetta við þær og útskýrðu stöðuna. „Ég vildi ekki að neinum liði óþægilega með þetta en þær eru náttúrulega svo kúl og við áttum yndisleg jól saman.“ Viðtalið við Þórð er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig...Posted by Þórður Hermannsson on Sunday, 27 December 2015 Ísland í dag Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
Þórður Hermannsson er ósköp ungur venjulegur maður. Hann er tónlistarmaður, forritari og faðir en suma daga er hann einfaldlega í meira stuði til að fara í pilsi í vinnuna en buxum. Hann segir lengi vel hafi hann fengið útrás fyrir þörfina til að klæða sig í kvenmannsföt á grímuböllum og dragkeppnum. Til að mynda klæddist hann kjól á aðfangadag sem barnsmóðir hans gaf honum. Rætt var við Þórð í Ísland í dag. „Ég hafði fengið mörg skilaboð frá vinum mínum sem voru að spyrja hvað þetta væri nákvæmlega. Ég hef sett myndir af mér af og til þar sem ég er í dressi, málaður og svo framvegis. Þannig ég ákvað að birta status til að útskýra aðeins hvernig þetta hefur virkað og hvernig mér hefur liðið,“ segir Þórður. Í hugum margra eru klæðskipti, og það að mála sig, oftar en ekki tengt einhverju kynferðislegu. Það sé ávallt gert til þess að fanga athygli einhvers annars til að svara löngunum einhvers annars. „Mér finnst það bara gera lítið úr því sem manneskjan er að gera. Hún er að klæða sig upp og mála sig af því henni finnst það flott,“ segir Þórður. Áður fylgdi því talsverð vinna fyrir Þórð að standa klæðskiptunum þar sem hann reyndi að halda þeim leyndu fyrir öllum í kringum sig. Hann hafi gert þetta þegar hann var einn heima eða síðla kvölds og síðan hafi hann alltaf þurft að passa sig á að enginn kæmist að þessu daginn eftir. Það sé búið núna og stundum láti hann sér nægja að setja á sig maskara áður en haldið er úr húsi. „Barnsmóðir mín hefur stutt mig mjög mikið í þessu öllu,“ en þau eru svipað há og hann getur fengið föt lánuð frá henni. Á aðfangadag voru þau bæði klædd í kjól. Barnsmóðir hans á tvær dætur fyrir og þau ræddu um þetta við þær og útskýrðu stöðuna. „Ég vildi ekki að neinum liði óþægilega með þetta en þær eru náttúrulega svo kúl og við áttum yndisleg jól saman.“ Viðtalið við Þórð er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig...Posted by Þórður Hermannsson on Sunday, 27 December 2015
Ísland í dag Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira