Spánverjar styttu jólafríið til að gefa landsliðinu meiri tíma fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2015 22:30 Lionel Messi og sonur hans fengu ekki langt jólafrí saman að þessu sinni. Vísir/Getty Það er óvenjustutt jólafrí í spænska fótboltanum að þessu sinni en Englendingar spila bara einum leik fleira en Spánverjar yfir hátíðirnar. Spánverjar spiluðu ekki á öðrum degi jóla eins og Englendingar en spila bæði í þessari viku sem og um næstu helgi eins og enska úrvalsdeildin gerir líka. Margir erlendir knattspyrnustjórar hafa kallað eftir jólafríi í ensku deildinni nú síðast Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Það kemur því flatt upp á suma að sjá Spánverja auka leikjaálagið yfir jól og áramót. Spænska deildin er vanalega í fríi frá síðasta sunnudegi fyrir jól til Þrettándans, 6. janúar. Nú er hinsvegar spilað 29. og 30. desember sem og 2. og 3. janúar. Aðalástæðan fyrir þessari breytingu í ár er Evrópumótið í Frakklandi en einnig þátttaka Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða. Barcelona lék þar tvo leiki skömmu fyrir jól og tryggði sér fimmta titilinn á árinu 2015. Lokaumferðin átti fyrst að vera 22. maí en EM hefst 10. júní. Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, fékk það í gegn að færa lokaumferðina fram til 15. maí. Við því var orðið en þetta er ekki varanleg breyting. Spánverjar eru í riðli með Tékkum, Tyrkjum og Króötum á EM í Frakklandi og spila fyrsta leikinn á móti Tékkum í Toulouse 13. júní. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki á miðvikudaginn, Real Madrid og Real Sociedad mætast fyrst klukkan 15.00 og klukkan 19.30 mætast síðan Barcelona og Real Betis. Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Það er óvenjustutt jólafrí í spænska fótboltanum að þessu sinni en Englendingar spila bara einum leik fleira en Spánverjar yfir hátíðirnar. Spánverjar spiluðu ekki á öðrum degi jóla eins og Englendingar en spila bæði í þessari viku sem og um næstu helgi eins og enska úrvalsdeildin gerir líka. Margir erlendir knattspyrnustjórar hafa kallað eftir jólafríi í ensku deildinni nú síðast Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Það kemur því flatt upp á suma að sjá Spánverja auka leikjaálagið yfir jól og áramót. Spænska deildin er vanalega í fríi frá síðasta sunnudegi fyrir jól til Þrettándans, 6. janúar. Nú er hinsvegar spilað 29. og 30. desember sem og 2. og 3. janúar. Aðalástæðan fyrir þessari breytingu í ár er Evrópumótið í Frakklandi en einnig þátttaka Barcelona í heimsmeistarakeppni félagsliða. Barcelona lék þar tvo leiki skömmu fyrir jól og tryggði sér fimmta titilinn á árinu 2015. Lokaumferðin átti fyrst að vera 22. maí en EM hefst 10. júní. Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, fékk það í gegn að færa lokaumferðina fram til 15. maí. Við því var orðið en þetta er ekki varanleg breyting. Spánverjar eru í riðli með Tékkum, Tyrkjum og Króötum á EM í Frakklandi og spila fyrsta leikinn á móti Tékkum í Toulouse 13. júní. Stöð 2 Sport sýnir tvo leiki á miðvikudaginn, Real Madrid og Real Sociedad mætast fyrst klukkan 15.00 og klukkan 19.30 mætast síðan Barcelona og Real Betis.
Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti