Sjómenn vilja láta sverfa til stáls sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. desember 2015 11:58 "Á einhverjum tímapunkti, fá menn nóg af þessu og þá líka vegna grímulausra hótana útgerðanna um að ef menn standi á rétti sínum þá verði þeir bara reknir. Þetta gengur ekkert svona.“ vísir/vilhelm Staðan í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarinnar er grafalvarleg, að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir flest benda til þess að sjómenn grípi til aðgerða á næsta ári, takist ekki samningar. Útgerðirnar megi ekki komast upp með að hóta fólki uppsögnum, standi það á rétti sínum.Verkfall möguleiki „Ég er búinn að fara á nokkra fundi núna víða um land. Mér heyrist á mönnum að þeir séu búnir að fá upp í kok af þessu og vilji láta sverfa til stáls. En það kemur betur í ljós eftir áramót þegar við förum af stað með skoðanakönnun um hvort gripið verði til aðgerða. Það eru þrír möguleikar í stöðunni; óbreytt ástand, semja um það sem þeir buðu okkur, það er hækkun kauptryggingar og sá þriðji er að fara í verkfall,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 1. janúar 2011. Deiluaðilar, samtök sjómanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), hafa reglulega fundað en samningaviðræður hófust fyrir alvöru nú í haust. Úr þeim slitnaði þó 4. desember síðastliðinn og ekki hefur verið boðað til nýs fundar.Ekki samþykkt undir nokkrum kringumstæðum Valmundur segir SFS hafa lagt fram ákveðnar kröfur, sem séu með öllu óásættanlegar. Þær feli meðal annars í sér aukinn frádrátt frá aflaverðmæti áður en hlutur er reiknaður vegna veiðigjalda, tryggingagjalds og kolefnisgjalds. Þá verði þátttaka sjómanna í olíukostnaði aukin, sem og þátttaka sjómanna í kostnaði við slysatryggingu, lækkun fæðispeninga, og að endurskoðun á ákvæði um löndun á uppsjávarfiski, þannig að sjómenn landi sjálfir, svo fá eitt sé nefnt.Valmundur segir verkfall vel koma til greina.vísir/ernir„Við munum ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkja þessar kröfur og þess vegna teljum við að það hafi slitnað upp úr. Þessi samningur snýst nánast ekki um neitt og þess vegna getum við ekki farið með hann út til félaganna, einhvern samning sem við getum ekki mælt með,“ segir Valmundur. Þá vill SFS jafnframt að heimilt verði að ráða áhafnarmeðlimi á öðrum kjörum en aflahlut, til dæmis vegna vinnslu á aukaafurðum. Auk þess megi ráða skipverja á hálfum hlut og reynslulausa skipverja á önnur kjör en hlutaskipti. „Þetta er óásættanlegt að okkar mati. Fyrir mörgum árum síðan var þetta bannað, að ráða menn á hálfum hlut, því menn misnotuðu þetta. Ef það ætti að ráða á hálfan hlut þá væru menn bara á hálfum hlut. Það er bara þannig. Þetta þýðir náttúrulega bara það að þá væri verið að rústa þessu kerfi sem við erum að vinna eftir. Þetta er ekki einu sinni umsemjanlegt að okkar mati, ekki einu sinni í skiptum fyrir neitt.“Sífelldar hótanir útgerðanna Valmundur segir þessar kröfur SFS sæta mikilli furðu og að þær séu til þess fallnar að skapa ósætti og gremju meðal sjómanna. „Við ákváðum í upphafi að leggja stóru málin til hliðar og ræða það sem við héldum að við værum sammála um. Við vorum síðan ekkert sammála og í raun máttum ekki ræða það. Okkur finnst við hafa verið dregnir á asnaeyrunum allt haustið í þessum viðræðum og að það sé verið að ota okkur í aðgerðir sem endar örugglega með því að menn munu fara í einhverjar aðgerðir til að ná einhverri stöðu í kjarabaráttunni,“ segir hann. Menn séu orðnir langþreyttir, sérstaklega á sífelldum hótunum útgerðanna. „Síðast þegar við fórum í verkfall þá voru sett á okkur lög. Það fór fyrir kjaradóm sem menn eru enn að bíta úr nálinni með. En einhvern tímann, á einhverjum tímapunkti, fá menn nóg af þessu og þá líka vegna grímulausra hótana útgerðanna um að ef menn standi á rétti sínum þá verði þeir bara reknir. Þetta gengur ekkert svona.“ Verkfall 2016 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarinnar er grafalvarleg, að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir flest benda til þess að sjómenn grípi til aðgerða á næsta ári, takist ekki samningar. Útgerðirnar megi ekki komast upp með að hóta fólki uppsögnum, standi það á rétti sínum.Verkfall möguleiki „Ég er búinn að fara á nokkra fundi núna víða um land. Mér heyrist á mönnum að þeir séu búnir að fá upp í kok af þessu og vilji láta sverfa til stáls. En það kemur betur í ljós eftir áramót þegar við förum af stað með skoðanakönnun um hvort gripið verði til aðgerða. Það eru þrír möguleikar í stöðunni; óbreytt ástand, semja um það sem þeir buðu okkur, það er hækkun kauptryggingar og sá þriðji er að fara í verkfall,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 1. janúar 2011. Deiluaðilar, samtök sjómanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), hafa reglulega fundað en samningaviðræður hófust fyrir alvöru nú í haust. Úr þeim slitnaði þó 4. desember síðastliðinn og ekki hefur verið boðað til nýs fundar.Ekki samþykkt undir nokkrum kringumstæðum Valmundur segir SFS hafa lagt fram ákveðnar kröfur, sem séu með öllu óásættanlegar. Þær feli meðal annars í sér aukinn frádrátt frá aflaverðmæti áður en hlutur er reiknaður vegna veiðigjalda, tryggingagjalds og kolefnisgjalds. Þá verði þátttaka sjómanna í olíukostnaði aukin, sem og þátttaka sjómanna í kostnaði við slysatryggingu, lækkun fæðispeninga, og að endurskoðun á ákvæði um löndun á uppsjávarfiski, þannig að sjómenn landi sjálfir, svo fá eitt sé nefnt.Valmundur segir verkfall vel koma til greina.vísir/ernir„Við munum ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkja þessar kröfur og þess vegna teljum við að það hafi slitnað upp úr. Þessi samningur snýst nánast ekki um neitt og þess vegna getum við ekki farið með hann út til félaganna, einhvern samning sem við getum ekki mælt með,“ segir Valmundur. Þá vill SFS jafnframt að heimilt verði að ráða áhafnarmeðlimi á öðrum kjörum en aflahlut, til dæmis vegna vinnslu á aukaafurðum. Auk þess megi ráða skipverja á hálfum hlut og reynslulausa skipverja á önnur kjör en hlutaskipti. „Þetta er óásættanlegt að okkar mati. Fyrir mörgum árum síðan var þetta bannað, að ráða menn á hálfum hlut, því menn misnotuðu þetta. Ef það ætti að ráða á hálfan hlut þá væru menn bara á hálfum hlut. Það er bara þannig. Þetta þýðir náttúrulega bara það að þá væri verið að rústa þessu kerfi sem við erum að vinna eftir. Þetta er ekki einu sinni umsemjanlegt að okkar mati, ekki einu sinni í skiptum fyrir neitt.“Sífelldar hótanir útgerðanna Valmundur segir þessar kröfur SFS sæta mikilli furðu og að þær séu til þess fallnar að skapa ósætti og gremju meðal sjómanna. „Við ákváðum í upphafi að leggja stóru málin til hliðar og ræða það sem við héldum að við værum sammála um. Við vorum síðan ekkert sammála og í raun máttum ekki ræða það. Okkur finnst við hafa verið dregnir á asnaeyrunum allt haustið í þessum viðræðum og að það sé verið að ota okkur í aðgerðir sem endar örugglega með því að menn munu fara í einhverjar aðgerðir til að ná einhverri stöðu í kjarabaráttunni,“ segir hann. Menn séu orðnir langþreyttir, sérstaklega á sífelldum hótunum útgerðanna. „Síðast þegar við fórum í verkfall þá voru sett á okkur lög. Það fór fyrir kjaradóm sem menn eru enn að bíta úr nálinni með. En einhvern tímann, á einhverjum tímapunkti, fá menn nóg af þessu og þá líka vegna grímulausra hótana útgerðanna um að ef menn standi á rétti sínum þá verði þeir bara reknir. Þetta gengur ekkert svona.“
Verkfall 2016 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira