Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðherra segir fullveldi Íslands byggja á virðingu þjóða fyrir alþjóðlegum lögum og reglum og vill að Íslendingar haldi þátttöku sinni í refsiaðgerðum sínum gegn Rússum áfram. Samtök atvinnulífsins segja hins vegar ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli. Í Fréttablaðinu í dag segir að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra vilji fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi viðskiptabanni gegn Rússum. „Nei, ég hef nú ekki heyrt það. Það er eðlilegt að við spjöllum um þetta milli okkar. En þeir hafa nú lýst því yfir held ég báðir á fyrri stigum að það gangi nú ekki að kalla þetta til baka,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sem reiknar þó með að framlenging bannsins verði rædd í ríkisstjórn. Í tilkynningu Samtaka atvinnulífsins segir að viðskiptabannið hafi haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ætla megi að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um 15 milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af áhrifum innflutningsbanns Rússa á ýmis byggðarlög en hann óttist ekki um hag stærri útgerða enda hafi markaðir fyrir vörurnar að einhverju leyti verið að opnast annars staðar. „Þannig að ég hygg nú að þegar á hólminn er komið þá er fjárhagslega tjónið mun minna en menn héldu fram í upphafi. En fyrir einstök byggðarlög getur þetta verið töluvert tjón,“ segir utanríkisráðherra og vill skoða hvernig bregðast eigi við því. Samtök atvinnulífsins segja refsiaðgerðirnar gegn Rússum snerta vopnaviðskipti og fjármögnun fjármálastofnana í Rússlandi. Þar sem Íslendingar leggi hvorki stund á vopnaviðskipti né fjármögnun rússneskra banka hafi viðskiptabannið engin áhrif, en bann þeirra við innflutningi á matvælum mjög mikil áhrif á Ísland. Utanríkisráðherra segir virðingu þjóða fyrir alþjóðasamningum og lögum skipta Ísland miklu máli. „Þess vegna erum við að taka þátt í þessu. Því að það er akkúrat það sem fullveldið okkar byggir á og ég hugsa að það sé ekki hægt að tala um stærri hagsmuni en þá,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Utanríkisráðherra segir fullveldi Íslands byggja á virðingu þjóða fyrir alþjóðlegum lögum og reglum og vill að Íslendingar haldi þátttöku sinni í refsiaðgerðum sínum gegn Rússum áfram. Samtök atvinnulífsins segja hins vegar ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli. Í Fréttablaðinu í dag segir að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra vilji fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi viðskiptabanni gegn Rússum. „Nei, ég hef nú ekki heyrt það. Það er eðlilegt að við spjöllum um þetta milli okkar. En þeir hafa nú lýst því yfir held ég báðir á fyrri stigum að það gangi nú ekki að kalla þetta til baka,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sem reiknar þó með að framlenging bannsins verði rædd í ríkisstjórn. Í tilkynningu Samtaka atvinnulífsins segir að viðskiptabannið hafi haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ætla megi að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um 15 milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af áhrifum innflutningsbanns Rússa á ýmis byggðarlög en hann óttist ekki um hag stærri útgerða enda hafi markaðir fyrir vörurnar að einhverju leyti verið að opnast annars staðar. „Þannig að ég hygg nú að þegar á hólminn er komið þá er fjárhagslega tjónið mun minna en menn héldu fram í upphafi. En fyrir einstök byggðarlög getur þetta verið töluvert tjón,“ segir utanríkisráðherra og vill skoða hvernig bregðast eigi við því. Samtök atvinnulífsins segja refsiaðgerðirnar gegn Rússum snerta vopnaviðskipti og fjármögnun fjármálastofnana í Rússlandi. Þar sem Íslendingar leggi hvorki stund á vopnaviðskipti né fjármögnun rússneskra banka hafi viðskiptabannið engin áhrif, en bann þeirra við innflutningi á matvælum mjög mikil áhrif á Ísland. Utanríkisráðherra segir virðingu þjóða fyrir alþjóðasamningum og lögum skipta Ísland miklu máli. „Þess vegna erum við að taka þátt í þessu. Því að það er akkúrat það sem fullveldið okkar byggir á og ég hugsa að það sé ekki hægt að tala um stærri hagsmuni en þá,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00
Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19