Göngulag mörgæsar þykir góð hálkuvörn Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. desember 2015 07:00 Norðmenn ráðleggja ferðamönnum að ganga eins og mörgæs þegar hálka er. Þá gangi manni betur að fóta sig. VÍSIR/ANTON BRINK Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað á slysadeild Landspítalans á hverjum degi undanfarnar vikur eftir að hafa misst fótanna og dottið í hálku á gangstéttum, bílastæðum og götum borgarinnar.Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs Landspítala„Þetta er ekki óvanalegt þegar það er hálka,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs spítalans. Hún getur þess að áverkarnir séu beinbrot og tognanir. Til að skella ekki á svellbunka er því um að gera að fara gætilega. Heilbrigðisstarfsmenn hafa mælt með notkun hálkuvarna. Á vef sænska sjónvarpsins er haft eftir prófessor við sjúkraþjálfaradeild Háskólans í Umeå í Svíþjóð, Lillemor Lundin-Olsson, að nota eigi brodda þegar mikil hálka er. Prófessorinn, sem hefur sérhæft sig í að fyrirbyggja slys vegna hrösunar, varar þó við notkun hálkuvarna sem einungis eru með brodda fremst undir fætinum. Að mati Lundin-Olsson er slík hálkuvörn beinlínis hættuleg. Hún kveðst ekki styðjast við neinar rannsóknir, heldur vitneskjuna um hvernig maður gengur yfirleitt en þá stígi maður fyrst niður með hælnum. Annað hvort eigi að nota brodda sem ná undir allan skósólann eða brodda undir hælnum. Á norska túristavefnum „Where in Oslo“ eru leiðbeiningar fyrir ferðamenn og þá sem eru nýfluttir til Noregs um hvernig eigi að ganga í hálku. Mælt er með því að ganga eins og mörgæs. Þá gangi manni betur að fóta sig. Þetta snúist um að halda þyngdarpunkti líkamans yfir fremra fæti.NORIDPHOTOS/AFPLundin-Olsson segir í viðtalinu við sænska sjónvarpið að mörgæsagöngulagið virki vel. Maður þurfi jafnframt að gæta þess að hafa nægan tíma þannig að maður geti gengið rólega eins og mörgæs. Að sögn prófessorsins er einnig skynsamlegt að taka styttri skref en venjulega, beygja hnén örlítið og stíga til jarðar með öllum fætinum. Skyldi maður vera svo óheppinn að hrasa á maður að anda rólega en ekki rjúka strax á fætur eins og sumir gera þegar einhver hefur orðið vitni að fallinu. Þá er nefnilega hætta á að mann svimi með þeim afleiðingum að maður dettur aftur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað á slysadeild Landspítalans á hverjum degi undanfarnar vikur eftir að hafa misst fótanna og dottið í hálku á gangstéttum, bílastæðum og götum borgarinnar.Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs Landspítala„Þetta er ekki óvanalegt þegar það er hálka,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptasviðs spítalans. Hún getur þess að áverkarnir séu beinbrot og tognanir. Til að skella ekki á svellbunka er því um að gera að fara gætilega. Heilbrigðisstarfsmenn hafa mælt með notkun hálkuvarna. Á vef sænska sjónvarpsins er haft eftir prófessor við sjúkraþjálfaradeild Háskólans í Umeå í Svíþjóð, Lillemor Lundin-Olsson, að nota eigi brodda þegar mikil hálka er. Prófessorinn, sem hefur sérhæft sig í að fyrirbyggja slys vegna hrösunar, varar þó við notkun hálkuvarna sem einungis eru með brodda fremst undir fætinum. Að mati Lundin-Olsson er slík hálkuvörn beinlínis hættuleg. Hún kveðst ekki styðjast við neinar rannsóknir, heldur vitneskjuna um hvernig maður gengur yfirleitt en þá stígi maður fyrst niður með hælnum. Annað hvort eigi að nota brodda sem ná undir allan skósólann eða brodda undir hælnum. Á norska túristavefnum „Where in Oslo“ eru leiðbeiningar fyrir ferðamenn og þá sem eru nýfluttir til Noregs um hvernig eigi að ganga í hálku. Mælt er með því að ganga eins og mörgæs. Þá gangi manni betur að fóta sig. Þetta snúist um að halda þyngdarpunkti líkamans yfir fremra fæti.NORIDPHOTOS/AFPLundin-Olsson segir í viðtalinu við sænska sjónvarpið að mörgæsagöngulagið virki vel. Maður þurfi jafnframt að gæta þess að hafa nægan tíma þannig að maður geti gengið rólega eins og mörgæs. Að sögn prófessorsins er einnig skynsamlegt að taka styttri skref en venjulega, beygja hnén örlítið og stíga til jarðar með öllum fætinum. Skyldi maður vera svo óheppinn að hrasa á maður að anda rólega en ekki rjúka strax á fætur eins og sumir gera þegar einhver hefur orðið vitni að fallinu. Þá er nefnilega hætta á að mann svimi með þeim afleiðingum að maður dettur aftur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira