Golf

Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 25.-27. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem lauk í Marokkó nú síðdegis.

Ólafía Þórunn kom í hús á fjórum höggum undir pari en þá áttu enn þó nokkrir kylfingar eftir að koma í hús.

Sjá einnig: Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina

Enginn þeirra náði að ýta Ólafíu Þórunni út úr hópi 30 efstu kylfinganna en allir þeir eru komnir með fullan þátttökurétt á Evrópumótaröð næsta árs.

Þetta er glæsilegur árangur hjá Ólafíu Þórunni en hún náði þar með að leika eftir afrek Önnu Maríu Jónsdóttir sem keppti á Evrópumótaröðinni árið 2005, fyrst íslenskra kvenna.

Ólafía Þórunn er 23 ára en hún varð í sumar Íslandsmeistar í höggleik í annað sinn á ferlinum.


Tengdar fréttir

Ólafía komst áfram en Valdís er úr leik

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á enn möguleika á því að komast á evrópsku mótaröð kvenna í golfi eftir að hún ein Íslendinga komst í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir mótaröðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×