Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Sveinn Arnarsson skrifar 21. desember 2015 14:20 Þorvaldur Lúðvík mætir í dómsuppsöguna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann var eini sakborningurinn sem var viðstaddur. vísir/anton brink Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar ber fullt traust til Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar, sem dæmdur var í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna aðkomu hans að Stím málinu. „Allt frá því að framkvæmdastjórinn fékk stöðu grunaðs manns hefur stjórn félagsins borið fullt traust til hans og á því hefur ekki orðið breyting. Það er ákvörðun stjórnar að leyfa framkvæmdastjóra að njóta áfram vafans,“ segir í tilkynningu stjórnar AFE. Þorvaldur Lúðvík fékk átján mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fékk þyngsta dóminn, eða alls fimm ára dóm. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans á þeim tíma, fékk tvö og hálft ár. Í málinu var Lárus ákærður ásamt þeim Jóhannesi og Þorvaldi Lúðvík fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neituðu allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Fór saksóknari Hólmsteinn Gauti Sigurðsson fram á fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. Þorvaldur var viðstaddur dómsuppkvaðningu en Lárus og Jóhannes ekki.Þorvaldur Lúðvík fór fram á að vera leystur undan starfskyldum í febrúar 2014.Þorvaldur neitað sök í málinu fyrir rétti og krafðist sýknu. Umboðssvikin, sem héraðsdómur sakfelldi fyrir, fólust í því að einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti skuldabréf af Saga Capital í ágúst 2008 en útgefandi bréfsins var Stím. Fyrir dómi sagði Þorvaldur Lúlðvík að viðskiptalegar forsendur hefðu verið fyrir því að fagfjárfestasjóðurinn keypti skuldabréfið. Hann taldi að Glitnir væri í góðum málum rekstarlega séð enda höfðu fyrstu sex mánuðir ársins 2008 fært félaginu 40 milljarða. Að auki hafði bankinn allar upplýsingar um stöðu Stím á þessum tíma en fram kom við skýrslutökuna að sjálfum hafði Þorvaldi gengið illa að fá upplýsingar um skuldastöðu félagsins fyrri hluta árs 2008. Þegar Þorvaldur Lúðvík var ákærður af sérstökum saksóknara steig hann til hliðar tímabundið sem framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Var hann leystur undan starfsskyldum formanns samkvæmt tilkynningu frá AFE á þeim tíma. Formaður stjórnar tók þá við stjórnartaumum í atvinnuþróunarfélaginu um hríð.Yfirlýsing AFE í heild sinni Akureyri, 21. desember 2015Yfirlýsing vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs., Þorvaldar Lúðvíks SigurjónssonarÍ ljósi niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur vill stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. (AFE) koma eftirfarandi á framfæri: Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfir málið og leitað sér lögfræðiráðgjafar hefur stjórn AFE komist að þeirri niðurstöðu að aðhafast ekki í máli framkvæmdastjóra félagsins fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar Íslands liggur fyrir. Allt frá því að framkvæmdastjórinn fékk stöðu grunaðs manns hefur stjórn félagsins borið fullt traust til hans og á því hefur ekki orðið breyting. Það er ákvörðun stjórnar að leyfa framkvæmdastjóra að njóta áfram vafans. Í ljósi þess hvernig á málum hefur verið haldið hingað til og þess að málið er enn í meðförum dóms telur stjórn eðlilegt að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en að úrskurður Hæstaréttar liggur fyrir, enda hefur Hæstiréttur síðasta orðið um sekt manna og sakleysi að lögum. F. h. stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs.Unnar Jónsson, formaður Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar ber fullt traust til Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar, sem dæmdur var í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna aðkomu hans að Stím málinu. „Allt frá því að framkvæmdastjórinn fékk stöðu grunaðs manns hefur stjórn félagsins borið fullt traust til hans og á því hefur ekki orðið breyting. Það er ákvörðun stjórnar að leyfa framkvæmdastjóra að njóta áfram vafans,“ segir í tilkynningu stjórnar AFE. Þorvaldur Lúðvík fékk átján mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fékk þyngsta dóminn, eða alls fimm ára dóm. Jóhannes Baldursson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans á þeim tíma, fékk tvö og hálft ár. Í málinu var Lárus ákærður ásamt þeim Jóhannesi og Þorvaldi Lúðvík fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neituðu allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Fór saksóknari Hólmsteinn Gauti Sigurðsson fram á fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. Þorvaldur var viðstaddur dómsuppkvaðningu en Lárus og Jóhannes ekki.Þorvaldur Lúðvík fór fram á að vera leystur undan starfskyldum í febrúar 2014.Þorvaldur neitað sök í málinu fyrir rétti og krafðist sýknu. Umboðssvikin, sem héraðsdómur sakfelldi fyrir, fólust í því að einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti skuldabréf af Saga Capital í ágúst 2008 en útgefandi bréfsins var Stím. Fyrir dómi sagði Þorvaldur Lúlðvík að viðskiptalegar forsendur hefðu verið fyrir því að fagfjárfestasjóðurinn keypti skuldabréfið. Hann taldi að Glitnir væri í góðum málum rekstarlega séð enda höfðu fyrstu sex mánuðir ársins 2008 fært félaginu 40 milljarða. Að auki hafði bankinn allar upplýsingar um stöðu Stím á þessum tíma en fram kom við skýrslutökuna að sjálfum hafði Þorvaldi gengið illa að fá upplýsingar um skuldastöðu félagsins fyrri hluta árs 2008. Þegar Þorvaldur Lúðvík var ákærður af sérstökum saksóknara steig hann til hliðar tímabundið sem framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Var hann leystur undan starfsskyldum formanns samkvæmt tilkynningu frá AFE á þeim tíma. Formaður stjórnar tók þá við stjórnartaumum í atvinnuþróunarfélaginu um hríð.Yfirlýsing AFE í heild sinni Akureyri, 21. desember 2015Yfirlýsing vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs., Þorvaldar Lúðvíks SigurjónssonarÍ ljósi niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur vill stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. (AFE) koma eftirfarandi á framfæri: Eftir að hafa farið gaumgæfilega yfir málið og leitað sér lögfræðiráðgjafar hefur stjórn AFE komist að þeirri niðurstöðu að aðhafast ekki í máli framkvæmdastjóra félagsins fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar Íslands liggur fyrir. Allt frá því að framkvæmdastjórinn fékk stöðu grunaðs manns hefur stjórn félagsins borið fullt traust til hans og á því hefur ekki orðið breyting. Það er ákvörðun stjórnar að leyfa framkvæmdastjóra að njóta áfram vafans. Í ljósi þess hvernig á málum hefur verið haldið hingað til og þess að málið er enn í meðförum dóms telur stjórn eðlilegt að endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en að úrskurður Hæstaréttar liggur fyrir, enda hefur Hæstiréttur síðasta orðið um sekt manna og sakleysi að lögum. F. h. stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs.Unnar Jónsson, formaður
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00