Ég vorkenni andstæðingi mínum í dag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2015 06:00 Atvinnumannaferillinn gæti ekki farið betur af stað hjá Gunnari Kolbeini sem vann alla fjóra bardaga sína á árinu. fréttablaðið/valli „Þetta var mjög öruggt,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, kallaður Kolli, en hann barðist í Helsinki um helgina. Það var hans fjórði bardagi sem atvinnumaður og hann er búinn að vinna alla sína bardaga. Andstæðingur Kolla að þessu sinni var Litháinn Dimitrij Kalinovskij og rimma þeirra var ójöfn þó svo að Kolla hafi ekki tekist að rota hann eins og stefnt var að. „Ég hef aldrei slegið neinn jafn oft í hausinn með hægri hendinni og þennan strák. Þetta var alveg ótrúlegt og það skildi enginn hvernig hann fór að því að standa þetta allt af sér. Hann fór aldrei í strigann. Ég vorkenni honum í dag,“ segir Kolli en hann lagði allt í þennan bardaga.Marinn á hnúunum „Ég er alltaf að bæta mig og þetta var líklega minn besti bardagi. Það sér varla á mér eftir bardagann. Nema á hnúunum eftir að hafa lent svona mörgum höggum á hann. Svo er ég líka bólginn í olnbogunum og spurning hvort ég hafi rifið eitthvað. Þetta er frábær byrjun á ferlinum. Þetta var fjögurra lotu bardagi en næst fer ég í sex lotu bardaga gegn erfiðari andstæðingi.“ Þessi bardagi kom upp með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Bardagi Gunnars var sá fyrsti á stærsta bardagakvöldi í sögu Finnlands en tólf þúsund manns fylltu höllina til þess að fylgja sínum manni, Robert Helenius, sem var að keppa um Evrópumeistaratitilinn gegn Þjóðverjanum Frankie Franz Rill. Helenius vann þann bardaga og er því ósigraður Evrópumeistari.Félagarnir Kolli og Robert Helenius eftir góða æfingu.Það er gott samband á milli Kolla og Helenius og þeir æfðu saman síðustu vikuna fyrir bardagann. „Þetta var risakvöld og sýnt í sjónvarpi víða um Evrópu. Það var heiður að fá að byrja þetta flotta kvöld. Það var frábært að Helenius skyldi vinna en ég þekki hinn strákinn líka mjög vel. Hann sagði að þetta væri hans Rocky-stund en því miður var þetta bara Rocky I fyrir hann,“ sagði Kolli léttur en þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann æfir með Evrópumeistaranum. „Helenius var ánægður að fá mig í æfingabúðirnar og við græddum mikið á því báðir. Ég þarf að fá að æfa með honum reglulega og það kemur til greina að ég fái að taka heilar æfingabúðir með honum. Það eru tveir mánuðir. Það yrði geggjað.“Stefnir á sex bardaga Kolli er að ljúka sínu fyrsta ári sem atvinnumaður og lauk því með stæl. Hann stefndi á að berjast fimm sinnum en náði fjórum bardögum. Hann ætlar sér enn meira á næsta ári. „Þá er stefnan að ná sex bardögum og tvisvar með Helenius. Stefnan er að vera 10-0 eftir næsta ár og með sex rothögg. Þetta kvöld gaf mér mjög mikið fyrir framhaldið og sýnir mér að ég er á hárréttri leið. Ég fékk mikið hrós og þessi bardagi mun opna fleiri dyr fyrir mig. Svo fæ ég svolitla aukaathygli út á að vera Íslendingur. Sá eini í boxinu. Útlendingunum finnst þetta sérstakt,“ segir Kolli sem ætlar að hafa það gott um jólin. „Ég mun borða hamborgarhrygg um jólin. Ég borða venjulega hátt í heilan hrygg sjálfur þannig að það er venjulega alltaf keyptur einn aukalega. Ég verð örugglega orðinn spikfeitur er ég byrja að æfa aftur eftir áramót,“ segir okkar maður léttur. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Sjá meira
„Þetta var mjög öruggt,“ segir boxarinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson, kallaður Kolli, en hann barðist í Helsinki um helgina. Það var hans fjórði bardagi sem atvinnumaður og hann er búinn að vinna alla sína bardaga. Andstæðingur Kolla að þessu sinni var Litháinn Dimitrij Kalinovskij og rimma þeirra var ójöfn þó svo að Kolla hafi ekki tekist að rota hann eins og stefnt var að. „Ég hef aldrei slegið neinn jafn oft í hausinn með hægri hendinni og þennan strák. Þetta var alveg ótrúlegt og það skildi enginn hvernig hann fór að því að standa þetta allt af sér. Hann fór aldrei í strigann. Ég vorkenni honum í dag,“ segir Kolli en hann lagði allt í þennan bardaga.Marinn á hnúunum „Ég er alltaf að bæta mig og þetta var líklega minn besti bardagi. Það sér varla á mér eftir bardagann. Nema á hnúunum eftir að hafa lent svona mörgum höggum á hann. Svo er ég líka bólginn í olnbogunum og spurning hvort ég hafi rifið eitthvað. Þetta er frábær byrjun á ferlinum. Þetta var fjögurra lotu bardagi en næst fer ég í sex lotu bardaga gegn erfiðari andstæðingi.“ Þessi bardagi kom upp með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Bardagi Gunnars var sá fyrsti á stærsta bardagakvöldi í sögu Finnlands en tólf þúsund manns fylltu höllina til þess að fylgja sínum manni, Robert Helenius, sem var að keppa um Evrópumeistaratitilinn gegn Þjóðverjanum Frankie Franz Rill. Helenius vann þann bardaga og er því ósigraður Evrópumeistari.Félagarnir Kolli og Robert Helenius eftir góða æfingu.Það er gott samband á milli Kolla og Helenius og þeir æfðu saman síðustu vikuna fyrir bardagann. „Þetta var risakvöld og sýnt í sjónvarpi víða um Evrópu. Það var heiður að fá að byrja þetta flotta kvöld. Það var frábært að Helenius skyldi vinna en ég þekki hinn strákinn líka mjög vel. Hann sagði að þetta væri hans Rocky-stund en því miður var þetta bara Rocky I fyrir hann,“ sagði Kolli léttur en þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann æfir með Evrópumeistaranum. „Helenius var ánægður að fá mig í æfingabúðirnar og við græddum mikið á því báðir. Ég þarf að fá að æfa með honum reglulega og það kemur til greina að ég fái að taka heilar æfingabúðir með honum. Það eru tveir mánuðir. Það yrði geggjað.“Stefnir á sex bardaga Kolli er að ljúka sínu fyrsta ári sem atvinnumaður og lauk því með stæl. Hann stefndi á að berjast fimm sinnum en náði fjórum bardögum. Hann ætlar sér enn meira á næsta ári. „Þá er stefnan að ná sex bardögum og tvisvar með Helenius. Stefnan er að vera 10-0 eftir næsta ár og með sex rothögg. Þetta kvöld gaf mér mjög mikið fyrir framhaldið og sýnir mér að ég er á hárréttri leið. Ég fékk mikið hrós og þessi bardagi mun opna fleiri dyr fyrir mig. Svo fæ ég svolitla aukaathygli út á að vera Íslendingur. Sá eini í boxinu. Útlendingunum finnst þetta sérstakt,“ segir Kolli sem ætlar að hafa það gott um jólin. „Ég mun borða hamborgarhrygg um jólin. Ég borða venjulega hátt í heilan hrygg sjálfur þannig að það er venjulega alltaf keyptur einn aukalega. Ég verð örugglega orðinn spikfeitur er ég byrja að æfa aftur eftir áramót,“ segir okkar maður léttur.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti