Vísindi árið 2015 - Hið stóra kannað og hið smáa beislað Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. desember 2015 00:01 Stjörnustöð Evrópulanda á norðurhveli náði þessari mynd á árinu af glitrandi leifum hringþoku. Hún myndaðist í miklum hamförum þegar eldsneyti stjörnu varð uppurið og ytri lög hennar þeyttust út í geiminn. Eftir 5 milljarða ára mun Sólin okkar mæta sömu örlögum. VÍSIR/ESO Þegar það styttist í að Jörðin klári 365 daga hringferð sína um Sólina er viðeigandi að horfa yfir farinn veg og rifja upp það sem upp úr stóð á árinu. Líkt og síðustu ár var árið 2015 gjöfult þegar vísindi eru annars vegar. Hérna eru helstu vísindaafrek og uppgötvanir ársins 2015. Þetta er augljóslega ekki tæmandi listi en hann inniheldur það sem vakti sérstaklega athygli höfundar.Dvergreikistjarnan Plútó fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar eftir stutta heimsókn geimfarsins New Horizons.VÍSIR/NASA/JPLFramandi landslag Plútó Það eru aðeins rúmir átta áratugir síðan Plútó fannst á sveimi, djúpt í ískaldri víðáttu sólkerfisins. Það er ótrúleg staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að í júlí á þessu ári fylgdist heimsbyggðin með því þegar geimfarið New Horizons vitjaði Plútós og myndaði í miklu návígi eða í 12.500 km hæð yfir yfirborði dvergreikistjörnunnar.Draugaleg virkni virðist vera staðreynd en hún brýtur þó ekki gegn afstæðiskenningu Einsteins, enda ómögulegt að senda upplýsingar í gegnum skammtaflækju.VÍSIR/GETTYAfraksturinn voru ómetanleg gögn og stórkostlegar ljósmyndir sem sýndu, í fyrsta sinn, 10 milljóna ára gamalt landslag Plútós þar sem heilu fjöllin af ís gnæfa yfir víðfeðmum sléttum af frosnu metani og nitri. Heimsókn New Horizons var sögulegt, vísindalegt og verkfræðilegt afrek og um tíma var Plútó skyndilega á allra vörum. Draugaleg virkni Við fögnuðum 100 ára afmæli hinnar sértæku afstæðiskenningar Einsteins í ár, og um leið móðguðum við hann með því að sanna kenninguna um að skammtaheimurinn er ekki háður staðfestu, það er, að athugun á tiltekinni eind hefur á sama augnabliki og óháð ljóshraða áhrif á aðra eind. Einstein kallaði þetta „draugalega virkni úr fjarlægð“. Hann var ekki hrifinn enda gengur kenningin þvert á hugmyndir hans um tíma og rúm. Engu að síður tókst vísindamönnum við Delft-háskólann að sýna fram á óstaðbundin tengsl rafeinda sem voru í 1,3 kílómetra fjarlægð hvor frá annarri og það 245 sinnum á 18 dögum. Fyrirgefðu Einstein, en til hamingju með áfangann!Traustar vísbendingar hafa fundist um að fljótandi vatn sé að finna á rauðu plánetunni.VÍSIR/NASAVatn á Mars, enn á ný Yfirlýsingar vísindamanna um vatn á Mars eru orðnar að hálfgerðri klisju meðal áhugamanna um rauðu plánetuna. Í september varð aftur á móti ljóst að NASA hafði uppgötvað eitthvað algjörlega nýtt á Mars. Það reyndist vera árstíðabundið, fljótandi vatn. Vatn er mögulega orðum ofaukið. Þetta er í raun pækill sem seytlar niður fjallshlíðar á stöku stað og myndar dökkar rákir sem vísindamenn hafa velt vöngum yfir lengi. Uppgötvunin er enn ein vísbendingin um að Mars hafi verið, og sé mögulega, lífvænlegur staður.Tekist á um erfðatilraunir CRISPR-erfðatæknin vakti mikla athygli þegar hún var kynnt árið 2009. Það var hins vegar í ágúst á þessu ári sem almenningur gerði sér loks grein fyrir möguleikum hennar þegar kínverskir vísindamenn tilkynntu að þeir hefðu átt við erfðaefni í ólífvænum fósturvísum.Í stuttu og afar einföldu máli felst CRISPR í því að nota RNA og ensím til að ráðast á vírusa. Í raun er hægt að nota tæknina til að breyta nánast hvaða erfðavísi sem er. Með CRISPR verður mögulega hægt að eyða stökkbreytingum sem valda arfgengum sjúkdómum en tilraunir vísindamanna í Kína leiddu til þess að almenningur þurfti í fyrsta skipti að horfast í augu við gríðarlegan mátt erfðatækninnar.Hin hræðilega fallega Stellarator-vél. Frasinn „fegurðin kemur innan frá“ hefur aldrei átt jafn vel við.VÍSIR/MAX PLANCK INSTITUTESkrefi nær samrunaorku Hvað kostar að framleiða ofurheitt helíum-plasma í örfá sekúndubrot? Svarið er 130 milljarðar króna og tíu ár af rannsóknarvinnu. Þetta var þessi virði fyrir vísindamenn hjá Max Planck-stofnuninni í Greifswald í Þýskalandi sem ræstu Wendelstein 7-X vélina, eða Stellarator, fyrr á þessu ári, þar sem segulsvið er framleitt með ofurleiðni við alkul til að halda rafgasi í lausu lofti. Þetta er stutt en engu að síður stórt skref í átt að beislun samrunaorku. Stellarator-vélin markar tímamót en sjálf lítur vélin út eins og eitthvað sem kom af teikniborðinu í verkfræðistofnun kölska. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Þegar það styttist í að Jörðin klári 365 daga hringferð sína um Sólina er viðeigandi að horfa yfir farinn veg og rifja upp það sem upp úr stóð á árinu. Líkt og síðustu ár var árið 2015 gjöfult þegar vísindi eru annars vegar. Hérna eru helstu vísindaafrek og uppgötvanir ársins 2015. Þetta er augljóslega ekki tæmandi listi en hann inniheldur það sem vakti sérstaklega athygli höfundar.Dvergreikistjarnan Plútó fangaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar eftir stutta heimsókn geimfarsins New Horizons.VÍSIR/NASA/JPLFramandi landslag Plútó Það eru aðeins rúmir átta áratugir síðan Plútó fannst á sveimi, djúpt í ískaldri víðáttu sólkerfisins. Það er ótrúleg staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að í júlí á þessu ári fylgdist heimsbyggðin með því þegar geimfarið New Horizons vitjaði Plútós og myndaði í miklu návígi eða í 12.500 km hæð yfir yfirborði dvergreikistjörnunnar.Draugaleg virkni virðist vera staðreynd en hún brýtur þó ekki gegn afstæðiskenningu Einsteins, enda ómögulegt að senda upplýsingar í gegnum skammtaflækju.VÍSIR/GETTYAfraksturinn voru ómetanleg gögn og stórkostlegar ljósmyndir sem sýndu, í fyrsta sinn, 10 milljóna ára gamalt landslag Plútós þar sem heilu fjöllin af ís gnæfa yfir víðfeðmum sléttum af frosnu metani og nitri. Heimsókn New Horizons var sögulegt, vísindalegt og verkfræðilegt afrek og um tíma var Plútó skyndilega á allra vörum. Draugaleg virkni Við fögnuðum 100 ára afmæli hinnar sértæku afstæðiskenningar Einsteins í ár, og um leið móðguðum við hann með því að sanna kenninguna um að skammtaheimurinn er ekki háður staðfestu, það er, að athugun á tiltekinni eind hefur á sama augnabliki og óháð ljóshraða áhrif á aðra eind. Einstein kallaði þetta „draugalega virkni úr fjarlægð“. Hann var ekki hrifinn enda gengur kenningin þvert á hugmyndir hans um tíma og rúm. Engu að síður tókst vísindamönnum við Delft-háskólann að sýna fram á óstaðbundin tengsl rafeinda sem voru í 1,3 kílómetra fjarlægð hvor frá annarri og það 245 sinnum á 18 dögum. Fyrirgefðu Einstein, en til hamingju með áfangann!Traustar vísbendingar hafa fundist um að fljótandi vatn sé að finna á rauðu plánetunni.VÍSIR/NASAVatn á Mars, enn á ný Yfirlýsingar vísindamanna um vatn á Mars eru orðnar að hálfgerðri klisju meðal áhugamanna um rauðu plánetuna. Í september varð aftur á móti ljóst að NASA hafði uppgötvað eitthvað algjörlega nýtt á Mars. Það reyndist vera árstíðabundið, fljótandi vatn. Vatn er mögulega orðum ofaukið. Þetta er í raun pækill sem seytlar niður fjallshlíðar á stöku stað og myndar dökkar rákir sem vísindamenn hafa velt vöngum yfir lengi. Uppgötvunin er enn ein vísbendingin um að Mars hafi verið, og sé mögulega, lífvænlegur staður.Tekist á um erfðatilraunir CRISPR-erfðatæknin vakti mikla athygli þegar hún var kynnt árið 2009. Það var hins vegar í ágúst á þessu ári sem almenningur gerði sér loks grein fyrir möguleikum hennar þegar kínverskir vísindamenn tilkynntu að þeir hefðu átt við erfðaefni í ólífvænum fósturvísum.Í stuttu og afar einföldu máli felst CRISPR í því að nota RNA og ensím til að ráðast á vírusa. Í raun er hægt að nota tæknina til að breyta nánast hvaða erfðavísi sem er. Með CRISPR verður mögulega hægt að eyða stökkbreytingum sem valda arfgengum sjúkdómum en tilraunir vísindamanna í Kína leiddu til þess að almenningur þurfti í fyrsta skipti að horfast í augu við gríðarlegan mátt erfðatækninnar.Hin hræðilega fallega Stellarator-vél. Frasinn „fegurðin kemur innan frá“ hefur aldrei átt jafn vel við.VÍSIR/MAX PLANCK INSTITUTESkrefi nær samrunaorku Hvað kostar að framleiða ofurheitt helíum-plasma í örfá sekúndubrot? Svarið er 130 milljarðar króna og tíu ár af rannsóknarvinnu. Þetta var þessi virði fyrir vísindamenn hjá Max Planck-stofnuninni í Greifswald í Þýskalandi sem ræstu Wendelstein 7-X vélina, eða Stellarator, fyrr á þessu ári, þar sem segulsvið er framleitt með ofurleiðni við alkul til að halda rafgasi í lausu lofti. Þetta er stutt en engu að síður stórt skref í átt að beislun samrunaorku. Stellarator-vélin markar tímamót en sjálf lítur vélin út eins og eitthvað sem kom af teikniborðinu í verkfræðistofnun kölska.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent