Frjálsari reglur í opnum fangelsum Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 19. desember 2015 11:00 Fangelsið á Sogni er svokallað opið úrræði. Að Sogni í Ölfusi hefur verið rekið opið fangelsi í þrjú ár. Áður var þar réttargeðdeild. Blaðamenn heimsóttu fangelsið og ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. „Reynslan af Sogni hefur verið mjög góð,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona á Sogni og Litla-Hrauni. Fangelsið að Sogni hefur verið starfandi í þrjú ár eða frá því að Réttargeðdeild var flutt þaðan og í bæinn. Pláss er fyrir 22-23 fanga þar en áður var rekið opið fangelsi að Bitru í eitt ár en starfsemin svo færð á Sogn. Um svokallað opið fangelsi er að ræða en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið. Þar hefur hver fangi sitt herbergi og heimilislegt um að litast.Tilkynningataflan á Sogni. Þarna geta menn skráð sig í jólaklippingu, svo dæmi sé tekið.Fangar þurfa að fylgja þeim reglum sem settar eru í fangelsinu en brjóti þeir þær þá eru þeir sendir í öryggisfangelsi. Flestir sem afplána á Sogni eru karlmenn en nú eru þar tvær konur og ein kona afplánaði þar nokkra mánuði. „Þeir sem fara í opið úrræði eru þeir sem geta átt eftir sirka tvö ár af afplánun eða þangað til þeir fara á Vernd eða í rafrænt eftirlit.“Fylgst er með öllum ferðum fanganna - þó að fangelsið sé opið og enga múra eða rimla sé þar að finna.Fangar taka virkan þátt í heimilishaldinu, sumir vinna við eldamennsku, þrif, þvotta og annað sem viðkemur húshaldi og viðhaldsstörfum meðal annars. Á staðnum er að finna gróðurhús. „Menn geta fengið heimild til þess að vinna á næstu bæjum og við erum líka í samstarfi við mjög gott fyrirtæki í Hveragerði sem heitir Fengur. Nokkrir hafa fengið að spreyta sig þar í vinnu. Þetta er auðvitað ómetanlegt í endurhæfingu og að búa menn undir að takast á við lífið eftir afplánun.“Fangar sjá sjálfir um að elda og önnur heimilisstörfReglur um heimsóknir eru ekki eins strangar í opnum fangelsum eins og lokuðum. Á Sogni geta fangar fengið heimsókn föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Börn þeirra geta dvalið hjá þeim frá klukkan 10-17.A dögunum var haldið jólahlaðborð á Sogni, en fangelsið er fallega skreytt nú í desember Jólin eru haldin hátíðleg á Sogni og í síðustu viku voru fangar með jólahlaðborð sem þeir stóðu að sjálfir. „Þetta er dálítið eins og stór fjölskylda bara á jólunum,“ segir Margrét um jólin á Sogni.Herbergi á Sogni.Líkamsræktaraðstaðan á Sogni Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Að Sogni í Ölfusi hefur verið rekið opið fangelsi í þrjú ár. Áður var þar réttargeðdeild. Blaðamenn heimsóttu fangelsið og ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. „Reynslan af Sogni hefur verið mjög góð,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona á Sogni og Litla-Hrauni. Fangelsið að Sogni hefur verið starfandi í þrjú ár eða frá því að Réttargeðdeild var flutt þaðan og í bæinn. Pláss er fyrir 22-23 fanga þar en áður var rekið opið fangelsi að Bitru í eitt ár en starfsemin svo færð á Sogn. Um svokallað opið fangelsi er að ræða en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið. Þar hefur hver fangi sitt herbergi og heimilislegt um að litast.Tilkynningataflan á Sogni. Þarna geta menn skráð sig í jólaklippingu, svo dæmi sé tekið.Fangar þurfa að fylgja þeim reglum sem settar eru í fangelsinu en brjóti þeir þær þá eru þeir sendir í öryggisfangelsi. Flestir sem afplána á Sogni eru karlmenn en nú eru þar tvær konur og ein kona afplánaði þar nokkra mánuði. „Þeir sem fara í opið úrræði eru þeir sem geta átt eftir sirka tvö ár af afplánun eða þangað til þeir fara á Vernd eða í rafrænt eftirlit.“Fylgst er með öllum ferðum fanganna - þó að fangelsið sé opið og enga múra eða rimla sé þar að finna.Fangar taka virkan þátt í heimilishaldinu, sumir vinna við eldamennsku, þrif, þvotta og annað sem viðkemur húshaldi og viðhaldsstörfum meðal annars. Á staðnum er að finna gróðurhús. „Menn geta fengið heimild til þess að vinna á næstu bæjum og við erum líka í samstarfi við mjög gott fyrirtæki í Hveragerði sem heitir Fengur. Nokkrir hafa fengið að spreyta sig þar í vinnu. Þetta er auðvitað ómetanlegt í endurhæfingu og að búa menn undir að takast á við lífið eftir afplánun.“Fangar sjá sjálfir um að elda og önnur heimilisstörfReglur um heimsóknir eru ekki eins strangar í opnum fangelsum eins og lokuðum. Á Sogni geta fangar fengið heimsókn föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Börn þeirra geta dvalið hjá þeim frá klukkan 10-17.A dögunum var haldið jólahlaðborð á Sogni, en fangelsið er fallega skreytt nú í desember Jólin eru haldin hátíðleg á Sogni og í síðustu viku voru fangar með jólahlaðborð sem þeir stóðu að sjálfir. „Þetta er dálítið eins og stór fjölskylda bara á jólunum,“ segir Margrét um jólin á Sogni.Herbergi á Sogni.Líkamsræktaraðstaðan á Sogni
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent