Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2015 22:54 Bill Cosby leiddur fyrir dómara í dag. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Bill Cosby var í dag ákærður Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi fyrir tæpum tólf árum. Cosby var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi upp á eina milljón dollara, sem nemur um 129 milljónum íslenskra króna miða við gengi dagsins í dag. Saksóknara embætti Montgomery-sýslu sendi frá sér meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin af Cosby við handtökuna hans í dag. Búist er við að Cosby þurfi að mæta aftur í dómsal vegna málsins 14. janúar næstkomandi. Þegar hann yfirgaf dómshúsið í bænum Elkins Park í dag neitaði hann að tjá sig við fjölmiðla. Sakaður um að byrla konunni ólyfjan Konan sem um ræðir er Andrea Constand en ásamt ásökunum um kynferðisofbeldi sakar hún Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan á heimili hans í Philadelphia árið 2004. Um er að ræða fyrstu ákæruna gegn hinum 78 ára gamla Cosby. Hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað um fjörutíu konur. Hann hefur neitað ásökunum og stefnt nokkrum þeirra fyrir meiðyrði. Ljósmynd sem yfirvöld í Montgomery-sýslu tóku af Bill Cosby fyrr í dag.Vísir/Getty Verði Cosby sakfelldur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Bandaríski vefmiðillinn The Huffington Post ræddi við Kevin Steele, hjá embætti saksóknara í Montgomery-sýslu, sem sagði að málið gegn Cosby hefði verið tekið til rannsóknar að nýju eftir að ný sönnunargögn komu fram á sjónarsviðið og eftir að greint var frá ásökunum fjölda annarra kvenna í fjölmiðlum. „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess,“ var haft eftir Steele. Málið hefði fyrnst innan nokkurra daga Hefði saksóknara embættið í Montgomery-sýslu ekki gefið út ákæru í dag hefði málið gegn Cosby fyrnst innan nokkurra daga. Andrea Constand var ein þeirra fyrstu sem steig fram og ásakaði Cosby um kynferðislegt ofbeldi. Það gerði hún árið 2005. Á þeim tíma neitaði embætti saksóknara í Montgomery-sýslu að rannsaka ásakanir hennar. Hún höfðaði þess í stað einkamál gegn honum og lauk því með sátt þeirra á milli utan dómstóla árið 2006. Leit á hann sem læriföður og vin Cosby og Constand þekktust í gegnum Temple-háskólann. Hún stýrði kvennadeild háskólans í körfubolta en Cosby hafði keppt fyrir hönd skólans á sínum yngri árum. Hann hafði boðið henni inn á heimili sitt í Pennsylvaníu undir þeim formerkjum að ræða feril hennar. Þess í stað á umrædd árás að hafa átt sér stað. „Fórnarlambið leit á Cosby sem læriföður og vin,“ sagði Kevin Steele við fjölmiðla í dag. Hann nefndi aldrei Constand á nafn en sagði fórnarlambið í málinu hafa hafnað Cosby tvívegis áður en hann á að hafa byrlað því ólyfjan. Cosby hefur áður neitað ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi en verjendur hans sögðu það ekki eiga við mál Constands, þar sem samkomulagið sem þau tvö náðu utan dómstóla árið 2006 kveður á um að hann megi ekki tjá sig um málið. Bandaríkin Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Cosby stefnir fyrir meiðyrði Bill Cosby kallar konurnar tækifærissinna. 14. desember 2015 23:42 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Bandaríski grínistinn Bill Cosby var í dag ákærður Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi fyrir tæpum tólf árum. Cosby var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi upp á eina milljón dollara, sem nemur um 129 milljónum íslenskra króna miða við gengi dagsins í dag. Saksóknara embætti Montgomery-sýslu sendi frá sér meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin af Cosby við handtökuna hans í dag. Búist er við að Cosby þurfi að mæta aftur í dómsal vegna málsins 14. janúar næstkomandi. Þegar hann yfirgaf dómshúsið í bænum Elkins Park í dag neitaði hann að tjá sig við fjölmiðla. Sakaður um að byrla konunni ólyfjan Konan sem um ræðir er Andrea Constand en ásamt ásökunum um kynferðisofbeldi sakar hún Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan á heimili hans í Philadelphia árið 2004. Um er að ræða fyrstu ákæruna gegn hinum 78 ára gamla Cosby. Hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað um fjörutíu konur. Hann hefur neitað ásökunum og stefnt nokkrum þeirra fyrir meiðyrði. Ljósmynd sem yfirvöld í Montgomery-sýslu tóku af Bill Cosby fyrr í dag.Vísir/Getty Verði Cosby sakfelldur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Bandaríski vefmiðillinn The Huffington Post ræddi við Kevin Steele, hjá embætti saksóknara í Montgomery-sýslu, sem sagði að málið gegn Cosby hefði verið tekið til rannsóknar að nýju eftir að ný sönnunargögn komu fram á sjónarsviðið og eftir að greint var frá ásökunum fjölda annarra kvenna í fjölmiðlum. „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess,“ var haft eftir Steele. Málið hefði fyrnst innan nokkurra daga Hefði saksóknara embættið í Montgomery-sýslu ekki gefið út ákæru í dag hefði málið gegn Cosby fyrnst innan nokkurra daga. Andrea Constand var ein þeirra fyrstu sem steig fram og ásakaði Cosby um kynferðislegt ofbeldi. Það gerði hún árið 2005. Á þeim tíma neitaði embætti saksóknara í Montgomery-sýslu að rannsaka ásakanir hennar. Hún höfðaði þess í stað einkamál gegn honum og lauk því með sátt þeirra á milli utan dómstóla árið 2006. Leit á hann sem læriföður og vin Cosby og Constand þekktust í gegnum Temple-háskólann. Hún stýrði kvennadeild háskólans í körfubolta en Cosby hafði keppt fyrir hönd skólans á sínum yngri árum. Hann hafði boðið henni inn á heimili sitt í Pennsylvaníu undir þeim formerkjum að ræða feril hennar. Þess í stað á umrædd árás að hafa átt sér stað. „Fórnarlambið leit á Cosby sem læriföður og vin,“ sagði Kevin Steele við fjölmiðla í dag. Hann nefndi aldrei Constand á nafn en sagði fórnarlambið í málinu hafa hafnað Cosby tvívegis áður en hann á að hafa byrlað því ólyfjan. Cosby hefur áður neitað ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi en verjendur hans sögðu það ekki eiga við mál Constands, þar sem samkomulagið sem þau tvö náðu utan dómstóla árið 2006 kveður á um að hann megi ekki tjá sig um málið.
Bandaríkin Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Cosby stefnir fyrir meiðyrði Bill Cosby kallar konurnar tækifærissinna. 14. desember 2015 23:42 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15
Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28
Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48