Verðum að sigra hið vonda og illa Sigurjón M. Egilsson skrifar 8. janúar 2015 08:45 Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum. Hinir illu menn brutu gegn fórnarlömbunum, ættingjum þeirra, vinnufélögum, löndum þeirra, öllu því fólki sem játar sömu trú og þeir og reyndar gegn okkur öllum. Okkur öllum sem viljum og krefjumst þess að lifa í frjálsum heimi þar sem við getum tjáð skoðanir okkar með sem fjölbreyttustum hætti. Villimennirnir gengu of langt. Alltof langt. Nú reynir á allt fólk að bregðast rétt við. Ekki er hægt að snúa til baka. Það er okkar allra að draga úr vægi þess sem gert var. Þó að fólk hafi látist á hrikalegan hátt má það samt ekki verða til þess að ofbeldismennirnir nái fram sigri. Óttist allir, breytist tjáningin, hver sem hún er, vegna óttans, hætti fólk að þora að segja hug sinn, eigi fólk sem hefur sömu trú og ofbeldismennirnir erfiðara með að lifa í návist okkar hinna, verður sigur villimannanna algjör. Það má ekki gerast. Nú skiptir engu hvort við tökum undir það sem blaðið Charlie Hebdo hefur gert. Hvort við erum ritstjórn blaðsins sammála og þyki það hafa göfugt hlutverk, eða hvort okkur þykir efni þess einskis virði og skiljum ekki tilganginn með því. Nú er tekist á um skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og önnur þau mannréttindi sem við viljum viðhalda. Ekkert okkar má standa hlutlaust hjá. Blaðið hafði birt skopmyndir af leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Það var tjáningarmáti þeirra sem það gerðu. Ef tjáningarfrelsi eins er skert með svona hrikalegum hætti nær það einnig til annarra. Ísland er ekki fjarri atburðunum. Með hrottaverkunum í París var ráðist gegn fólki í frjálsu landi í okkar heimshluta. Það var ráðist gegn okkur. Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Hverjar þær verða ræðst af viðbrögðum okkar. Reiði er eðlileg en gagnslaus. Það vinnst ekkert með henni. Hryðjuverkamennirnir eru hluti hóps ofbeldismanna sem ógna fólki víða. Um tíma hefur verið búist við að þeir myndu herja á Evrópu. Nú hefur það verið gert. Múslimar munu eiga erfitt uppdráttar vegna þessa. Meðal okkar er fólk sem er tilbúið að hegna saklausu fólki, jafnvel útskúfa því, vegna gjörða ofbeldismannanna. Slíkt yrði ömurleg niðurstaða. Þeir sem myrtu fólk í París í gær eru ekki venjulegt fólk, ekki venjulegir múslimar. Hver verða áhrifin í Frakklandi þar sem stutt er í kosningar? Ekki er loku fyrir það skotið að Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, og aðrir hægriöfgamenn, eflist í andúð sinni á múslimum og þeir stjórnmálamenn, sem þannig hugsa, styrkist hjá þjóðinni. Ef svo fer, mun það trúlega auka á sundrung þjóðarinnar, nú þegar hún þarf svo mikið á hinu að halda. Öllum er brugðið. Líka okkur Íslendingum. Því miður er erfitt að komast hjá hryðjuverkum og það er erfitt að bregðast við þeim. En viðbrögðin eru það sem mestu skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Illir menn frömdu voðaverk í París í gær. Engu skiptir hversu móðgaðir eða sárir gerendur glæpsins voru. Engin réttlæting er til fyrir voðaverkunum. Hinir illu menn brutu gegn fórnarlömbunum, ættingjum þeirra, vinnufélögum, löndum þeirra, öllu því fólki sem játar sömu trú og þeir og reyndar gegn okkur öllum. Okkur öllum sem viljum og krefjumst þess að lifa í frjálsum heimi þar sem við getum tjáð skoðanir okkar með sem fjölbreyttustum hætti. Villimennirnir gengu of langt. Alltof langt. Nú reynir á allt fólk að bregðast rétt við. Ekki er hægt að snúa til baka. Það er okkar allra að draga úr vægi þess sem gert var. Þó að fólk hafi látist á hrikalegan hátt má það samt ekki verða til þess að ofbeldismennirnir nái fram sigri. Óttist allir, breytist tjáningin, hver sem hún er, vegna óttans, hætti fólk að þora að segja hug sinn, eigi fólk sem hefur sömu trú og ofbeldismennirnir erfiðara með að lifa í návist okkar hinna, verður sigur villimannanna algjör. Það má ekki gerast. Nú skiptir engu hvort við tökum undir það sem blaðið Charlie Hebdo hefur gert. Hvort við erum ritstjórn blaðsins sammála og þyki það hafa göfugt hlutverk, eða hvort okkur þykir efni þess einskis virði og skiljum ekki tilganginn með því. Nú er tekist á um skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og önnur þau mannréttindi sem við viljum viðhalda. Ekkert okkar má standa hlutlaust hjá. Blaðið hafði birt skopmyndir af leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Það var tjáningarmáti þeirra sem það gerðu. Ef tjáningarfrelsi eins er skert með svona hrikalegum hætti nær það einnig til annarra. Ísland er ekki fjarri atburðunum. Með hrottaverkunum í París var ráðist gegn fólki í frjálsu landi í okkar heimshluta. Það var ráðist gegn okkur. Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar. Hverjar þær verða ræðst af viðbrögðum okkar. Reiði er eðlileg en gagnslaus. Það vinnst ekkert með henni. Hryðjuverkamennirnir eru hluti hóps ofbeldismanna sem ógna fólki víða. Um tíma hefur verið búist við að þeir myndu herja á Evrópu. Nú hefur það verið gert. Múslimar munu eiga erfitt uppdráttar vegna þessa. Meðal okkar er fólk sem er tilbúið að hegna saklausu fólki, jafnvel útskúfa því, vegna gjörða ofbeldismannanna. Slíkt yrði ömurleg niðurstaða. Þeir sem myrtu fólk í París í gær eru ekki venjulegt fólk, ekki venjulegir múslimar. Hver verða áhrifin í Frakklandi þar sem stutt er í kosningar? Ekki er loku fyrir það skotið að Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar, og aðrir hægriöfgamenn, eflist í andúð sinni á múslimum og þeir stjórnmálamenn, sem þannig hugsa, styrkist hjá þjóðinni. Ef svo fer, mun það trúlega auka á sundrung þjóðarinnar, nú þegar hún þarf svo mikið á hinu að halda. Öllum er brugðið. Líka okkur Íslendingum. Því miður er erfitt að komast hjá hryðjuverkum og það er erfitt að bregðast við þeim. En viðbrögðin eru það sem mestu skiptir.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun