Leiðrétting fyrir hvern? Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 10. janúar 2015 07:00 Stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar byggir á spennu á milli opinbers reksturs og lýðræðislegrar leikmannahreyfingar. Þannig eru sem dæmi prestar ráðnir með blöndu af valnefndaráliti safnaðarfólks, með möguleika á prestkosningu, og að fylgdum reglum um opinberar embættisveitingar. Rekstur sóknarkirkna byggir með sama hætti á verkaskiptingu á milli sóknarpresta, sem bera ábyrgð á helgihaldi, boðun og safnaðarstarfi, og sóknarnefnda en þær bera ábyrgð á rekstri kirkjubygginga og mannaforráðum í söfnuðum. Hluti reksturs Þjóðkirkjunnar er fjármagnaður með fjárlögum frá ríkinu er byggir á samningi um afnot ríkisins af kirkjujörðum. Þó kirkjan sé ekki opinber stofnun í eiginlegum skilningi hefur ríkisvaldið skorið framlög til kirkjunnar niður umfram aðrar opinberar stofnanir. Samningar hafa ekki verið efndir og kirkjuþing hefur verið nauðbeygt til að samþykkja fækkun prestsembætta 6 ár í röð. Prestum hefur fækkað stig af stigi, úr 138 og í 107 (m.v. fjárlög 2015) og prestar hafa, líkt og margar starfsstéttir, flutt til Norðurlanda í leit að vinnu og bættum kjörum. Í dag starfa yfir 20 íslenskir prestar í Noregi og Svíþjóð. Með þessari fækkun hefur trosnað það þéttriðna stuðningsnet sálgæslu, félagsstarfs og þjónustu sem prestar veita um land allt. Söfnuðirnir reiða sig einvörðungu á sóknargjöld (trúfélagagjöld), sem eru félagsgjöld þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Sóknargjöld þurfa að standa undir daglegum rekstri bygginga, viðhaldi þeirra, launum kirkjuvarða og starfsfólki í safnaðarstarfi. Hið opinbera innheimtir þessi félagsgjöld fyrir hönd trúfélaga en frá 2009 hefur ríkið ekki skilað þeim til fulls, heldur haldið eftir hluta þeirra. Þessi skerðing á innheimtum félagsgjöldum gengur jafnt yfir öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög og leiðrétting þeirra varðar þau öll. Gefur vinnu sína Sóknarnefndir eru misfjölmennar eftir stærð sókna en í sóknarnefndum starfa hundruð Íslendinga í óeigingjörnu og sjálfboðnu starfi. Skilyrðin til að þjóna í sóknarnefnd eru að vera 16 ára, skráður meðlimur í Þjóðkirkjuna og ekki vígður þjónn kirkjunnar. Ólíkt opinberum rekstrareiningum eða fyrirtækjum hvílir mesta ábyrgðin á rekstri safnaðanna á sjálfboðaliðum, ekki opinberum starfsmönnum, og það tryggir að starf kirkjunnar haldist grasrótarstarf. Kirkjan er ekki rekin eins og opinber stofnun og fylgir ekki sömu lögmálum. Ekki þarf nema að skoða kort af kirkjubyggingum í Reykjavík til að sjá að það voru hverfin sjálf sem tóku ákvarðanir um staðsetningu þeirra. Kirkjur landsins voru byggðar fyrir fjáröflunarstarf kvenfélaga, félagsgjöld Þjóðkirkjufólks og framlög úr sjóðum kirkjunnar. Hér fyrr á árum þótti upphefð í því fólgin að vera sóknarnefndarmanneskja en í dag er líklegra að það mæti undrun, fremur en að fylgja upphefð. Það er með öðrum orðum ekkert á því að græða að vera í sóknarnefnd, hvorki fé né frama, og það fólk sem þar þjónar gefur vinnu sína af þeirri hugsjón að kirkjan geri samfélaginu gagn. Úrsagnir úr Þjóðkirkjunni og sú ákvörðun stjórnvalda að halda aftur hluta af sóknargjöldum hefur bitnað á viðhaldi kirkna og dýrmætu barna- og unglingastarfi, tónlistarstarfi og öldrunarstarfi í söfnuðum. Barátta biskups í að sækja rétt kirkjunnar varðandi sóknargjöld er samstaða með sjálfboðaliðum sem sinna því flókna starfi að reka sóknarkirkju í sínu nærumhverfi. Það starf varðar ekki hagsmunagæslu stofnunar eða kjarabaráttu embættismanna, heldur velferð fólks. Kirkjan í hverfinu býður fram trúarlegan vettvang þar sem börn og fullorðnir geta fundið sér vettvang sem elskaðar manneskjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar byggir á spennu á milli opinbers reksturs og lýðræðislegrar leikmannahreyfingar. Þannig eru sem dæmi prestar ráðnir með blöndu af valnefndaráliti safnaðarfólks, með möguleika á prestkosningu, og að fylgdum reglum um opinberar embættisveitingar. Rekstur sóknarkirkna byggir með sama hætti á verkaskiptingu á milli sóknarpresta, sem bera ábyrgð á helgihaldi, boðun og safnaðarstarfi, og sóknarnefnda en þær bera ábyrgð á rekstri kirkjubygginga og mannaforráðum í söfnuðum. Hluti reksturs Þjóðkirkjunnar er fjármagnaður með fjárlögum frá ríkinu er byggir á samningi um afnot ríkisins af kirkjujörðum. Þó kirkjan sé ekki opinber stofnun í eiginlegum skilningi hefur ríkisvaldið skorið framlög til kirkjunnar niður umfram aðrar opinberar stofnanir. Samningar hafa ekki verið efndir og kirkjuþing hefur verið nauðbeygt til að samþykkja fækkun prestsembætta 6 ár í röð. Prestum hefur fækkað stig af stigi, úr 138 og í 107 (m.v. fjárlög 2015) og prestar hafa, líkt og margar starfsstéttir, flutt til Norðurlanda í leit að vinnu og bættum kjörum. Í dag starfa yfir 20 íslenskir prestar í Noregi og Svíþjóð. Með þessari fækkun hefur trosnað það þéttriðna stuðningsnet sálgæslu, félagsstarfs og þjónustu sem prestar veita um land allt. Söfnuðirnir reiða sig einvörðungu á sóknargjöld (trúfélagagjöld), sem eru félagsgjöld þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Sóknargjöld þurfa að standa undir daglegum rekstri bygginga, viðhaldi þeirra, launum kirkjuvarða og starfsfólki í safnaðarstarfi. Hið opinbera innheimtir þessi félagsgjöld fyrir hönd trúfélaga en frá 2009 hefur ríkið ekki skilað þeim til fulls, heldur haldið eftir hluta þeirra. Þessi skerðing á innheimtum félagsgjöldum gengur jafnt yfir öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög og leiðrétting þeirra varðar þau öll. Gefur vinnu sína Sóknarnefndir eru misfjölmennar eftir stærð sókna en í sóknarnefndum starfa hundruð Íslendinga í óeigingjörnu og sjálfboðnu starfi. Skilyrðin til að þjóna í sóknarnefnd eru að vera 16 ára, skráður meðlimur í Þjóðkirkjuna og ekki vígður þjónn kirkjunnar. Ólíkt opinberum rekstrareiningum eða fyrirtækjum hvílir mesta ábyrgðin á rekstri safnaðanna á sjálfboðaliðum, ekki opinberum starfsmönnum, og það tryggir að starf kirkjunnar haldist grasrótarstarf. Kirkjan er ekki rekin eins og opinber stofnun og fylgir ekki sömu lögmálum. Ekki þarf nema að skoða kort af kirkjubyggingum í Reykjavík til að sjá að það voru hverfin sjálf sem tóku ákvarðanir um staðsetningu þeirra. Kirkjur landsins voru byggðar fyrir fjáröflunarstarf kvenfélaga, félagsgjöld Þjóðkirkjufólks og framlög úr sjóðum kirkjunnar. Hér fyrr á árum þótti upphefð í því fólgin að vera sóknarnefndarmanneskja en í dag er líklegra að það mæti undrun, fremur en að fylgja upphefð. Það er með öðrum orðum ekkert á því að græða að vera í sóknarnefnd, hvorki fé né frama, og það fólk sem þar þjónar gefur vinnu sína af þeirri hugsjón að kirkjan geri samfélaginu gagn. Úrsagnir úr Þjóðkirkjunni og sú ákvörðun stjórnvalda að halda aftur hluta af sóknargjöldum hefur bitnað á viðhaldi kirkna og dýrmætu barna- og unglingastarfi, tónlistarstarfi og öldrunarstarfi í söfnuðum. Barátta biskups í að sækja rétt kirkjunnar varðandi sóknargjöld er samstaða með sjálfboðaliðum sem sinna því flókna starfi að reka sóknarkirkju í sínu nærumhverfi. Það starf varðar ekki hagsmunagæslu stofnunar eða kjarabaráttu embættismanna, heldur velferð fólks. Kirkjan í hverfinu býður fram trúarlegan vettvang þar sem börn og fullorðnir geta fundið sér vettvang sem elskaðar manneskjur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun