Hlýtur styrk upp á 80 milljónir króna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. janúar 2015 07:30 Ísold Uggadóttir gerir kvikmynd um hælisleitanda og einstæða móður. Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur hlotið vilyrði fyrir 80 milljóna króna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í kvikmyndinni eru fléttaðar saman sögur tveggja ólíkra kvenna; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Ísold segist hafa viljað skoða málefnið út frá sjónarhorni tveggja ólíkra kvenna. „Annars vegar frá sjónarhorni konu sem hneppt er í varðhald fyrir það eitt að reyna að bæta eigin lífskjör, og hins vegar konu sem óvænt er farin að vinna við landamæraeftirlit og er þannig komin í valdastöðu sem hún sjálf er afar stolt af, í fyrstu að minnsta kosti.“ Samfélagsleg málefni hafa verið Ísold hugleikin, en í fjórum verðlaunastuttmyndum hennar, Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, hefur hún fengist við við kynhneigð, fíkniefnanotkun og afleiðingar efnahagshruns á heldri konu. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa konur í aðalhlutverki, og er kvikmynd hennar „Andið eðlilega“ þar engin undantekning. „Af einhverjum ástæðum þá dettur mér aldrei í hug að hafa karl í aðalhlutverki. Það er ósjálfrátt,“ útskýrir Ísold. Skúli Malmquist er aðalframleiðandi, og vinnur hann nú að áframhaldandi fjármögnun erlendis, í samstarfi við aðila í Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu. „Andið eðlilega“ verður fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. „Verkefnið mitt var Útrás Reykjavík og í þessu tilfelli var verið að veita verðlaun til kvenna til hvatningar. Það var valið úr útskriftarhópnum og mikils virði að fá þessa viðurkenningu.“ Konur hafa borið skarðan hlut frá borði síðustu ár þegar kemur að styrkjum frá stofnuninni og þá sérstaklega þegar kemur að framleiðslustyrkjum til kvikmynda í fullri lengd. Breytinga hefur sannarlega orðið vart því fleiri kvikmyndagerðarkonur hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk. Kristín Jóhannesdóttir hlaut 90 milljóna vilyrði fyrir styrk til framleiðslu kvikmyndarinnar Þá og þegar elskan og Ása Helga Hjörleifsdóttir 80 milljónir fyrir kvikmynd sína Svanurinn. Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur hlotið vilyrði fyrir 80 milljóna króna framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Í kvikmyndinni eru fléttaðar saman sögur tveggja ólíkra kvenna; hælisleitanda frá Úganda og einstæðrar móður á Reykjanesi sem starfar við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Ísold segist hafa viljað skoða málefnið út frá sjónarhorni tveggja ólíkra kvenna. „Annars vegar frá sjónarhorni konu sem hneppt er í varðhald fyrir það eitt að reyna að bæta eigin lífskjör, og hins vegar konu sem óvænt er farin að vinna við landamæraeftirlit og er þannig komin í valdastöðu sem hún sjálf er afar stolt af, í fyrstu að minnsta kosti.“ Samfélagsleg málefni hafa verið Ísold hugleikin, en í fjórum verðlaunastuttmyndum hennar, Góðum gestum, Njálsgötu, Clean og Útrás Reykjavík, hefur hún fengist við við kynhneigð, fíkniefnanotkun og afleiðingar efnahagshruns á heldri konu. Allar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa konur í aðalhlutverki, og er kvikmynd hennar „Andið eðlilega“ þar engin undantekning. „Af einhverjum ástæðum þá dettur mér aldrei í hug að hafa karl í aðalhlutverki. Það er ósjálfrátt,“ útskýrir Ísold. Skúli Malmquist er aðalframleiðandi, og vinnur hann nú að áframhaldandi fjármögnun erlendis, í samstarfi við aðila í Svíþjóð, Frakklandi og Belgíu. „Andið eðlilega“ verður fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd, en hún lauk mastersnámi í leikstjórn og handritsgerð frá Columbia-háskóla í New York vorið 2011, þar sem hún var meðal annars valin besti kvenleikstjórinn. „Verkefnið mitt var Útrás Reykjavík og í þessu tilfelli var verið að veita verðlaun til kvenna til hvatningar. Það var valið úr útskriftarhópnum og mikils virði að fá þessa viðurkenningu.“ Konur hafa borið skarðan hlut frá borði síðustu ár þegar kemur að styrkjum frá stofnuninni og þá sérstaklega þegar kemur að framleiðslustyrkjum til kvikmynda í fullri lengd. Breytinga hefur sannarlega orðið vart því fleiri kvikmyndagerðarkonur hafa fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk. Kristín Jóhannesdóttir hlaut 90 milljóna vilyrði fyrir styrk til framleiðslu kvikmyndarinnar Þá og þegar elskan og Ása Helga Hjörleifsdóttir 80 milljónir fyrir kvikmynd sína Svanurinn.
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira