Besta gjöf í heimi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2015 07:00 Þótt ég sé afar sáttur við líf mitt hingað til og vilji litlu sem engu breyta í heildaratburðarásinni eru einstaka augnablik þar sem ég vildi að ég hefði haft meira frumkvæði. Synt á móti straumnum. Gert það sem ég vildi gera óháð því sem allir aðrir gerðu. Fyrst uppí hugann kemur fermingin sem ég vissi allan tímann að væri mistök. Ég trúði ekkert frekar á guð þá frekar en nú. Síðan hef ég skráð mig úr þjóðkirkjunni líkt og margir enda engin ástæða til að vera skráður í trúfélag nema þú tilheyrir þeim ágæta hópi fólks sem virkilega trúir á guð sinn. Ég hefði viljað vera skiptinemi í eitt ár í framhaldsskóla. Á þeim tíma virkaði það sem heimsendir að verða ári á eftir í skóla en í dag hefði ég svo sannarlega viljað búa að reynslu í fjarlægu landi, mögulega kunna annað tungumál og hafa enn víðari sýn á lífið. Einstaka nemandi fermdist ekki. Aðrir áttuðu sig á því hve gaman væri að fara í skiptinám. Svo voru enn aðrir sem áttuðu sig á mun mikilvægari hlutum áður en umræða fór af stað í samfélaginu. Að með einni undirskrift gætu þeir mögulega bjargað mannslífum þótt líf þeirra sjálfra væri á enda. Dagný Ösp Runólfsdóttir heitin var ein þeirra. Ég efast um að nokkur hafi getað haldið aftur af tárunum yfir viðtali við foreldra Dagnýjar heitinnar í Íslandi í dag á þriðjudaginn. Ári áður en hún lést í bílslysi 21 árs gömul skráði hún sig sem líffæragjafa. Fyrir vikið má segja að hún lifi enn, ekki bara í hugum allra sem hana þekktu, heldur bókstaflega í líkömum þeirra sex sem fengu hjarta hennar, lungu, nýru, lifur og bris. Hjartað í tíu ára stúlku slær í takt við hjarta Dagnýjar.Á einni mínútu getur þú skráð þig sem líffæragjafa á vef Landlæknis. Eftir hverju ertu að bíða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Lést 21 árs í bílslysi: „Hún gefur sex manns tækifæri á betra lífi“ Dagný Ösp Runólfsdóttir ákvað að gerast líffæragjafi ári áður en hún lést. Foreldrar hennar segja það ómetanlegt að hugsa til fólksins sem hún hjálpaði. 13. janúar 2015 20:25 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Þótt ég sé afar sáttur við líf mitt hingað til og vilji litlu sem engu breyta í heildaratburðarásinni eru einstaka augnablik þar sem ég vildi að ég hefði haft meira frumkvæði. Synt á móti straumnum. Gert það sem ég vildi gera óháð því sem allir aðrir gerðu. Fyrst uppí hugann kemur fermingin sem ég vissi allan tímann að væri mistök. Ég trúði ekkert frekar á guð þá frekar en nú. Síðan hef ég skráð mig úr þjóðkirkjunni líkt og margir enda engin ástæða til að vera skráður í trúfélag nema þú tilheyrir þeim ágæta hópi fólks sem virkilega trúir á guð sinn. Ég hefði viljað vera skiptinemi í eitt ár í framhaldsskóla. Á þeim tíma virkaði það sem heimsendir að verða ári á eftir í skóla en í dag hefði ég svo sannarlega viljað búa að reynslu í fjarlægu landi, mögulega kunna annað tungumál og hafa enn víðari sýn á lífið. Einstaka nemandi fermdist ekki. Aðrir áttuðu sig á því hve gaman væri að fara í skiptinám. Svo voru enn aðrir sem áttuðu sig á mun mikilvægari hlutum áður en umræða fór af stað í samfélaginu. Að með einni undirskrift gætu þeir mögulega bjargað mannslífum þótt líf þeirra sjálfra væri á enda. Dagný Ösp Runólfsdóttir heitin var ein þeirra. Ég efast um að nokkur hafi getað haldið aftur af tárunum yfir viðtali við foreldra Dagnýjar heitinnar í Íslandi í dag á þriðjudaginn. Ári áður en hún lést í bílslysi 21 árs gömul skráði hún sig sem líffæragjafa. Fyrir vikið má segja að hún lifi enn, ekki bara í hugum allra sem hana þekktu, heldur bókstaflega í líkömum þeirra sex sem fengu hjarta hennar, lungu, nýru, lifur og bris. Hjartað í tíu ára stúlku slær í takt við hjarta Dagnýjar.Á einni mínútu getur þú skráð þig sem líffæragjafa á vef Landlæknis. Eftir hverju ertu að bíða?
Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29
Lést 21 árs í bílslysi: „Hún gefur sex manns tækifæri á betra lífi“ Dagný Ösp Runólfsdóttir ákvað að gerast líffæragjafi ári áður en hún lést. Foreldrar hennar segja það ómetanlegt að hugsa til fólksins sem hún hjálpaði. 13. janúar 2015 20:25
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun