Listin og tjáningarfrelsið Gunnar Hersveinn skrifar 21. janúar 2015 07:00 Listin er máttarstólpi tjáningarfrelsis. Hún sækir orkuna í sköpunarkraftinn sem rennur í æðum fólks. Listafólk beitir gáfu sinni og skapar verk sem hafa form og öðlast merkingu þegar þau eru móttekin í samfélaginu. Listin ræktar lífið með hugrekki og hugsjónum og spyrnir gegn eyðileggingu. Tjáningarfrelsið vill fara yfir landamæri án þess að vera með vegabréf og tilskilin leyfi. Það stekkur yfir aðskilnaðarmúra undir skothríð andstæðra skoðana. Tjáningarfrelsið er undir smásjá í öllum samfélögum. Viðbrögðin geta verið miskunnarlaus þegar frelsið fer út fyrir tilsett mörk, þegar einhver ögrar með listinni og brýtur hin helgu vé. Listin ver mennskuna og særir engan nema þann sem móðgast og afhjúpast. Allir geta verið fulltrúar tjáningarfrelsis, aðeins ef þeir vilja, en til að beita því og verja það þarf ævinlega hugrekki, hugmyndaflug og skilning á afleiðingum þöggunar. Sá sem gengur undir fána tjáningarfrelsis þarf að vera viljugur til að berjast fyrir frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar. Listafólki ætti alls staðar að vera frjálst til að skapa þau verk sem það vill. Það hefur málfrelsi, ritfrelsi, myndfrelsi, tónfrelsi, hönnunarfrelsi, sviðslistarfrelsi, frelsi til að tjá sig án ótta og ritskoðunar og kúgunar, frelsi til að skapa óræð listaverk sem breyta samfélaginu. Listafólk ruggar bátum og ruglar fólk í ríminu með verkum sínum, kemur því á óvart, opnar nýjar víddir og afhjúpar heimsku og þekkingarleysi. Listin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu því listaverk geta leyst fólk úr spennitreyju ótta, kúgunar og fordóma. Listafólk nýtir tjáningarfrelsið m.a. til að vinna gegn ánauð annarra og andlegu ofbeldi sem þrífst í samfélögum. En það er ekki nóg að hafa frelsi, listafólk þarf að fá tækifæri, tíma og aðstæður til að vinna. Tækifæri til að skapa og starfa við það sem það leggur metnað og alúð í. Flestallir þurfa að öðlast þekkingu og fá æfingu til að virkja sköpunarkraftinn á áhrifaríkan hátt. Hvert samfélag þarf á öflugu listafólki að halda, hvert samfélag þarf að styðja við list og tjáningarfrelsi ef það vill dafna sjálft. Sá stuðningur er ríkulega og daglega endurgreiddur með mikilvægum gjöfum sem bæta samfélagið, því listin er hreyfing sem er linnulaust að störfum. Það er sterkt samband milli listar og tjáningarfrelsis. Orðið listfrelsi sprettur umsvifalaust fram og það hrópar: „Verið ekki hrædd, notið frelsið til tjáningar með listrænum hætti. Ekki bíða til morguns!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Listin er máttarstólpi tjáningarfrelsis. Hún sækir orkuna í sköpunarkraftinn sem rennur í æðum fólks. Listafólk beitir gáfu sinni og skapar verk sem hafa form og öðlast merkingu þegar þau eru móttekin í samfélaginu. Listin ræktar lífið með hugrekki og hugsjónum og spyrnir gegn eyðileggingu. Tjáningarfrelsið vill fara yfir landamæri án þess að vera með vegabréf og tilskilin leyfi. Það stekkur yfir aðskilnaðarmúra undir skothríð andstæðra skoðana. Tjáningarfrelsið er undir smásjá í öllum samfélögum. Viðbrögðin geta verið miskunnarlaus þegar frelsið fer út fyrir tilsett mörk, þegar einhver ögrar með listinni og brýtur hin helgu vé. Listin ver mennskuna og særir engan nema þann sem móðgast og afhjúpast. Allir geta verið fulltrúar tjáningarfrelsis, aðeins ef þeir vilja, en til að beita því og verja það þarf ævinlega hugrekki, hugmyndaflug og skilning á afleiðingum þöggunar. Sá sem gengur undir fána tjáningarfrelsis þarf að vera viljugur til að berjast fyrir frelsi annarra til að tjá skoðanir sínar. Listafólki ætti alls staðar að vera frjálst til að skapa þau verk sem það vill. Það hefur málfrelsi, ritfrelsi, myndfrelsi, tónfrelsi, hönnunarfrelsi, sviðslistarfrelsi, frelsi til að tjá sig án ótta og ritskoðunar og kúgunar, frelsi til að skapa óræð listaverk sem breyta samfélaginu. Listafólk ruggar bátum og ruglar fólk í ríminu með verkum sínum, kemur því á óvart, opnar nýjar víddir og afhjúpar heimsku og þekkingarleysi. Listin gegnir þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu því listaverk geta leyst fólk úr spennitreyju ótta, kúgunar og fordóma. Listafólk nýtir tjáningarfrelsið m.a. til að vinna gegn ánauð annarra og andlegu ofbeldi sem þrífst í samfélögum. En það er ekki nóg að hafa frelsi, listafólk þarf að fá tækifæri, tíma og aðstæður til að vinna. Tækifæri til að skapa og starfa við það sem það leggur metnað og alúð í. Flestallir þurfa að öðlast þekkingu og fá æfingu til að virkja sköpunarkraftinn á áhrifaríkan hátt. Hvert samfélag þarf á öflugu listafólki að halda, hvert samfélag þarf að styðja við list og tjáningarfrelsi ef það vill dafna sjálft. Sá stuðningur er ríkulega og daglega endurgreiddur með mikilvægum gjöfum sem bæta samfélagið, því listin er hreyfing sem er linnulaust að störfum. Það er sterkt samband milli listar og tjáningarfrelsis. Orðið listfrelsi sprettur umsvifalaust fram og það hrópar: „Verið ekki hrædd, notið frelsið til tjáningar með listrænum hætti. Ekki bíða til morguns!“
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun