KR-ingar voru bara einum sigri frá metinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2015 09:00 Darrel Keith Lewis hefur hjálpað nýliðum Tindastóls mikið í vetur en þessi 38 ára gamli leikmaður kom á Krókinn fyrir þessa leiktíð. Vísir/Ernir Nýliðar Tindastóls hafa stimplað sig inn í Dominos-deildina með sögulegum krafti og síðasta liðið til sökkva í Síkinu voru sjálfir Íslandsmeistarar KR-inga sem fóru tómhentir heim á fimmtudagskvöldið. Spánverjanum Israel Martin tókst það sem engum íslenskum þjálfara hafði tekist í tæpa þrettán mánuði – að vinna deildarleik á móti KR. Stólarnir hafa nú unnið alla sjö heimaleiki sína í deildinni í vetur og þó að þessi hafi verið sá minnsti (í tölum) þá var hann sá stærsti. Möguleikar Tindastóls á deildarmeistaratitlinum eru kannski ekki miklir enda KR með fjögurra stiga forskot og betri innbyrðisstöðu en sigur sem þessi sýnir það svart á hvítu hversu erfitt það verður fyrir hin liðin að heimsækja Síkið í úrslitakeppninni í vor. Valur Ingimundarson er farsælasti leikmaður og þjálfari Tindastóls í úrvalsdeild karla enda sá leikmaður sem hefur skorað flest stig fyrir félagið í úrvalsdeild 3.143) og sá þjálfari sem hefur stýrt Stólunum til sigurs í flestum leikjum í úrvalsdeild (99). Stólarnir gáfu honum kannski aðeins til baka í fyrrakvöld þegar þeir enduðu 23 leikja sigurgöngu KR-inga og komu í veg fyrir að Vesturbæingar tækju metið af Njarðvíkurliðinu sem Valur þjálfaði fyrir rúmum nítján árum. Njarðvíkingar unnu 24 deildarleiki í röð frá lokum október 1994 til byrjunar október 1995. Valur stýrði Njarðvíkurliðinu 1994-95 og þar með í 23 af þessum 24 leikjum. Hann og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eru nú þeir þjálfarar sem hafa unnið flesta deildarleiki í röð (23) en Hrannar Hólm tók við Njarðvíkurliðinu af Val sumarið 1995 og stýrði liðinu í 24. og síðasta sigurleiknum. Valur var þá búinn að gera Njarðvíkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð en gerðist síðan þjálfari í Danmörku. Það vill þannig til að það voru líka Tindastólsmenn sem stöðvuðu met-sigurgönguna í byrjun október 1995 en Tindastóll vann þá þriggja stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni, 88-85. Dominos-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Nýliðar Tindastóls hafa stimplað sig inn í Dominos-deildina með sögulegum krafti og síðasta liðið til sökkva í Síkinu voru sjálfir Íslandsmeistarar KR-inga sem fóru tómhentir heim á fimmtudagskvöldið. Spánverjanum Israel Martin tókst það sem engum íslenskum þjálfara hafði tekist í tæpa þrettán mánuði – að vinna deildarleik á móti KR. Stólarnir hafa nú unnið alla sjö heimaleiki sína í deildinni í vetur og þó að þessi hafi verið sá minnsti (í tölum) þá var hann sá stærsti. Möguleikar Tindastóls á deildarmeistaratitlinum eru kannski ekki miklir enda KR með fjögurra stiga forskot og betri innbyrðisstöðu en sigur sem þessi sýnir það svart á hvítu hversu erfitt það verður fyrir hin liðin að heimsækja Síkið í úrslitakeppninni í vor. Valur Ingimundarson er farsælasti leikmaður og þjálfari Tindastóls í úrvalsdeild karla enda sá leikmaður sem hefur skorað flest stig fyrir félagið í úrvalsdeild 3.143) og sá þjálfari sem hefur stýrt Stólunum til sigurs í flestum leikjum í úrvalsdeild (99). Stólarnir gáfu honum kannski aðeins til baka í fyrrakvöld þegar þeir enduðu 23 leikja sigurgöngu KR-inga og komu í veg fyrir að Vesturbæingar tækju metið af Njarðvíkurliðinu sem Valur þjálfaði fyrir rúmum nítján árum. Njarðvíkingar unnu 24 deildarleiki í röð frá lokum október 1994 til byrjunar október 1995. Valur stýrði Njarðvíkurliðinu 1994-95 og þar með í 23 af þessum 24 leikjum. Hann og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eru nú þeir þjálfarar sem hafa unnið flesta deildarleiki í röð (23) en Hrannar Hólm tók við Njarðvíkurliðinu af Val sumarið 1995 og stýrði liðinu í 24. og síðasta sigurleiknum. Valur var þá búinn að gera Njarðvíkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð en gerðist síðan þjálfari í Danmörku. Það vill þannig til að það voru líka Tindastólsmenn sem stöðvuðu met-sigurgönguna í byrjun október 1995 en Tindastóll vann þá þriggja stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni, 88-85.
Dominos-deild karla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira